sorglegt en satt...

Í vinnu minni sem bréfberi geng ég iðulega fram hjá ungum manni sem ég kannaðist við í síðan í denntíð. Þessi ungi maður var á sínum tíma einn af mestu töffurnum í Garðabæ en í dag er hann orðin að útigangsmanni. Vissulega hafði ég heyrt því fleigt að hann væri drykkfeldur en aldrei óraði það fyrir mér að hann yrði að róna langt fyrir aldur fram. Það sem verra er að hann virðist gjörsamlega uppgjafa á lífinu og ekkert vera á leiðinni að fara að breita um lífsminstur. Með öðrum orðum þá er ég að horfa á mann sem er líklega sama dauður innan tíu ára ef hann gerir ekkert í sínum málum. Ekki veit ég hvað gerist hjá fólki sem sekkur svona djúpt og munurinn á þessum einstaklingi og öðrum sukkurum síns tíma virðist vera að hann tók sér enga pásu í millitíðinni heldur fór hraðleiðina á götuna. Ungi róninn sést stundum með öðrum drengi sem særir mig enn þá verra að sjá í svipuðum sporum og hann en við þann dreng lék ég mér iðulega við þegar ég var enn var á barnaheimili. Þar sem ég er ekki alkahólisti get ég ekki útskýrt hvað dregur menn svona djúpt en líklega er það meira heldur en líkamleg fíkn því fyrir mér er útigangsfólk löngu orðið uppgjafa á lifinu áður en það lendir á götunni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

alltaf sorglegt að sjá gamla félaga í þessum sporum, það er satt að margir þeirra ná ekki fertugt. Oft er uppgjöfin alger en sumi ná sér aftur á strik , vonandi á það við um kunningja þína

Fríða Eyland, 11.9.2007 kl. 19:10

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Auðvitað vona ég að þeir nái sér á strik... en ég held samt að staðreyndin er sú að gæfan er í þeirra eigin höndum og það má taka það með í reikningin að þeirra bíður dauðinn ef þeir taka ekki á sínum málum.

Brynjar Jóhannsson, 11.9.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 184940

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband