Afglapinn




Veit hvað það er erfitt að sætta sig við tap

svipuhögg úr angist og biturt keppnisskap

og vera afglapi

Væntingar sem verða harmi þrungið hnig

helst að öllu óska að jörðin gleypi þig

því þú ert afglapi

En þannig er nú lífið ljúfurinn

er lítur þú í gras með tár á kinn

og ert afglapi

á þinn hlálega hátt

 

Yrðir óður maður ef þú gerðir ekki gys

af glappaskotum þínum og því sem fórst á mis

sem afglapi

Óraunhæfar kröfur gera engum gott

því gróði þeirra færir sjaldan sæluglott

er þú ert afglapi

Fæstir geta unnið sérhvert sinn

og sagt þeir þoli alltaf mótvindinn

og eru aldrei afglapar

sem lífið leikur grátt

 

Lýttu á tap sem góðverk - og göfgun mannshugans

og gleðipillu sigurvegarans

Sem er ekki afglapi

og fagnar því dátt

 

Slepptu því að bölva ef þitt besta er ekki nóg

og brjóta þig að innan er leggur hönd á plóg

ef þú ert afglapi

 Stóðst þig vonum framar gerðir hvað þú gast

því gagnast frekar lítið að taka tryllingskast

sem afglapi

Settu frekar sælubros á kinn

og sættu þig við tapið eyminginn

þó þú sért afglapi

með veikan varnarmátt.

 

Allir eru- einhvern tímann afglapar

Illa séðir - úr sér gegnir - taparar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband