Ég held að....

...... Afstaða íslendinga til Evrópusambandsins hafi mótast mest af hrokafullum hótum erlendra politíkusa í garð okkar.

Íhaldspungurinn og tækifærissinninn - David Cameroon... hótaði að blanda aðildarumræðum evrópusambandsins við Icesavedeiluna og fyrir stuttu hélt þýskur politíkus því fram að ísland fengi ekki aðild að þessu sambandi nema ef við hættum hvalveiðum.

Ég var lengi vel opin fyrir aðildarumræðum en eftir að hafa heyrt þessháttar hótarnir er ég komin á þá skoðun að við höfum ekkert þangað að fara. Íslendingar eiga ekki að vera gólfmottur fyrir afdankaða politíkusa í atkvæðaveiðum eða þurfa að lúta hótunum vegna grunnatvinnuvegar síns. Slík afskiptasemi er með öllu ólýðandi og ekki íslendingum sæmandi að taka slíku þegjandi og hljóðalaust.


mbl.is Víglínur skýrast gagnvart ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru fáranlegir pólitíkusar í ábyggilega öllum evrópulöndum, þ.m.t. Íslandi. Maður verður hins vegar að skilja það að afstaða eins pólitíkusar er ekki endilega afstaða flestra, ábyggilega sjaldnast svo. Í sumum þessara landa eru flokkar sem eru með það eitt á dgaskrá að gagnrýna og eyðileggja allt sem heitir ESB, og eru sérstaklega á móti stækkun. T.d. Danks Folkeparti í Danmörku, flokkur Geert Wilders í Hollandi, o.s.frv.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 07:21

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst t.d hugmyndir fólks um hvalveiði stjórnast af fáfræði sem dæmi og hugsa til þess með hrolli að evrópusambandið ætlar að fara að beita sér í þeim málum. Afskiptasemi af innaríkismálum annarra er með öllu óþolandi og núna... löngu áður en aðildaumræðum er lokið- hafa menn þegar verið með einhverja afskiptasemi og hótanir í okkar garð.

slíkt er með öllu ólýðandi og tel ég fullljóst að slíkir valdatilburðir verða viðhafðir innan sambandsins í hvert einasta skipti sem ísland kemst upp á kannt við einhvern.

Brynjar Jóhannsson, 28.6.2010 kl. 07:34

3 identicon

Bandaríkin hótuðu jú viðskiptabanni á Íslands í undir stjórn Bush, ef við myndum hefja hvalveiðar aftur. Það er ansi algengt að aðrar þjóðir skipti sér að öðrum. Við erum jú í NATO, þar sem slík afskiptasemi er daglegt brauð. Ég er hins vegar sammála þér að þessar þjóðir eru mjög illa upplýstar þegar kemur að hvalveiðum.

Bjarni (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 09:46

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er eitt að standa í hótunum við fullvalda ríki en vera í stöðu sem getur haft áhrif á þeirra innanríkismál. Ef Evrópusambandið ætlar t.d að fara taka ákvarðanir um kvótamál okkar þá finnst mér fokið í flest skjól. Íslendingar hafa alltaf sýnt mjög mikla skynsemi varðandi fiskveiðimál og skiptir engu í hvaða flokk menn eru skipaðir. Mér þætti það vægt til orða tekið fáranlegt ef þjóðir sem hafa aldrei svo sem migið í saltan sjó ætli að fara að reyna að halda því fram að við megum veiða Hval eða ekki. Raunar tek ég það ekki í mál.


Ef við ætlum inn í evrópusambandið verða hlutir eins og - Fiskveiðimál og icesave að vera algjörlega óviðkomandi þeirri umsókn. en því miður þá virðist svo ekki vera og því tel eg okkur ekkert þangað að sækja. 

Brynjar Jóhannsson, 28.6.2010 kl. 10:03

5 identicon

Það er ekki mögulegt að <ðskilja fiskveiðimálin né heldur orkupólitíkina frá ESB dæminu, það eru engar undantekningar í boði þar. En annars Nrynjar það er misskilningur eða skynvilla hjá þér að við höfum sýnt einhverja skynsemi að ráði í fiskveiðimálum, það þann að virðast svo ef viðmiðunin er fiskveiðipólitíkin í Evrópusambandinu, en það að einhver er meiri hálfviti en þú er ekki það sama og þú sért einstaklega skynsamur eða gáfaður.

Bjössi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 10:35

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bjössi..

Ég hef mjög takmarkað umbirðarlindi fyrir einhverju svona inni á síðu minni. Hvernig dirfist svona skítbera eins og þér að kalla nokkurn mann hálfvita ? Allavega væri þér nær að tala hlutina með einhverju sem kalla mætti vit áður en þú byrjar á svona skítkköstum og reynir kannski fyrst að skilja hvað ég er að fara með skynsamri fiskistjórnun.

Nei auðvitað kýstu frekar að ég gera þig aðhlátursfífli og ferð upp í einhverjar upphrópanir sem sýna mér hve vísdómur þinn er illa nýttur og í raun lítið meira en huglægur ruslagámur. 



Þegar ég er að tala um skynsama fiskstjórnun þá ég við að Íslendingar hafa víst sýnt skynsemi í fiskveiðimálum að því leitinu til að við höfum aldrei stefnt fiskveiðistofninum í hættu. Ég er þá ekki að tala um skiptingu kvótans eða þvíumlíkt. Allvega þykir mér vægt til orða tekið vafasamt.

Sýndu núna að þú hafir eitthvað meira heldur en drullu á milli eyrnana og reyndu að ræða hérna málin af viti. Ef þú getur það ekki þá ertu búinn að gera svo í brækurnar að réttast væri að vista þig inni á Kópavogshæli.  

Brynjar Jóhannsson, 28.6.2010 kl. 11:28

7 identicon

Brynjar mér sýnist þú hafa misskilið eitthvað , ég er ekki að skítbera einn eða neinn, og þetta sem ég sagi í fyrri athugasemd var alls ekki meint þannig að ég sé að uppnefna þig eða einhvern annan (kannski notaði ég óþarflega sterkt lýsingarorð ) , enda ef þú lest vel ,þá ættirðu að sjá  , að það sem ég var að reyna að segja að ef einhver einn aðili fer "heimskulega" að ráði sínu ( og það getur í mörgum tilfellum ekki verið annað en einstaklingsbundið álit hvað er heimskulegt og hvað ekki, en þó ekki alltaf ), þá bætir það að einhver annar aðili fer  ennþá "heimskulegar" að ekki þann fyrri,  það gerir hvorugan aðilann skynsaman , bara mismunandi "heimska".  

Og víst er að í samanburði við við ESB eru fiskveiðimálin hjá okkur í fínu lagi , en það er endilega það sama og  við séum einstaklega skynsamir í slíkum málum, bara að við erum kannski ekki alveg "eins heimskir", kannski hefur það eitthvað með það líka að gera að ESB þarf að reyna að samræma yfir 20 þjóðir í með hróplega mismunandi afstöðu og hefir í dæminu í einni pólitík.  Privart álít ég nú að það komi aldrei til með að ganga upp hjá þeim, og þess vegna verðum við að forðast að lenda í slagtogi með þeim , ef við eigum að eiga einhverja von um að hafa einhvern kontrol á "okkar miðum".

En nóg um það , ef þú skoðar árangurinn af veiðastjórnunninni hjá okkur , síðan henni var komið á þá kemstu að því að veiðiþol fiskistofna hér við land á milli 25% og 30% af því sem hann var þegar kvótinn var tekinn upp, það vil ég meina að  sé ekki dæmi um sérlega skynsama fiskveiðistjórnun , svo ég var að tala um sama hlut og þú. Auðvitað kann að vera að að hér sé á ferðinni, eitthvað meira en stjórnunin ein t.d. einhverjar náttúrlegar breytingar á lífríkinu, en það skiftir ekki máli í þessu dæmi, því það það er þá vegna þess að það er eitthvað sem við annaðhvort ráðum ekki við , eða sem hefur komið í bakið á okkur af því við vissum ekki betur, ég trúi því allavega að Hafró hafi reynt að gera sitt besta með það sem hún hafði til að vinna úr,  og út frá bestu samvisku miðað við fyrirliggjandi þekkingu, þó hugsanlegt sé að þeir hafi hengt sig á einhver módel  sem ekki gengur upp.  Það er ekki yrði ekki í fyrsta eða seinasta sinn sem sem slík skéði , og það hefur raun verið regla frekar en undantekning í allri náttúruverndun og auðlindastjórnun seinustu tvær aldirnar a.m.k , að það gefur alltaf kostað góðan slatta af mistökum að læra hvað reynist best , og átta sig á hvernig og fiskveiðistjórnun er nánast ekki nema kannski 30-40 ára gamalt hugtak eða ef þu vilt fræðigrein. Við getum í raun ekki gert aðra kröfu en að reynt sé að læra af því sem á undan er gengið og reyna að vinna út frá því til að gera betur. En það þýðir þá líka að við eigum ekki að hika við að henda því á haugana sem auðsjáanlega ekki virkar.  

Sannleikurinn er  hinsvegar sá að þegar  verið var að koma kvótakerfinu á þá átti að samþætta tvo illsættanlega ( þó ekki ósættanlega ef vel er að staðið) hluti, svokallaða hámörkun  í sjávarútvegi og verndun nytjastofna. Þessi hámörkunarhugsun var sett í forgang yfir stofnverndunarsjónarmið þau fóru í annað sæti. Þetta var svo túlkað þannig af  ráðandi pólitíkusum og ýmsum sérhagsmunaaðilum í greininni að við þyrftum fáein stór skip sem veiddu mikið með fámennri áhöfn, (það hlutu jú allir að geta séð að það var hagkvæmara að borga bar 15 - 20  manns laun við að sækja sama afla og kannski 70 - 80 manns tóku áður eða hvað?) í stað margra minni og mannfrekari skipa og báta, svokölluð hagkvæmni stærðarinnar. Og lögin voru  útfærð þannig að þetta var ofan á  þannig að að til urðu örfár stórar útgerðir með skip sem voru bæði dýr í rekstri og sem upphafsfjárfesting þ.a. skilaverð til þjóðarbúsins af hverju kílói sem þau fiska er kannski aðeins helmingur til einn þriðji af því sem hann gæti verið. Það hafði semsé gleymst að reikna dæmið til fulls. Hagkvæmin ræðst vitanlega af því kvað eftir stendur þegar búið er að gera upp kostnaðinn og draga hann frá innkomunni, en ekki af magninu sem kemur inn fyrir borðstokkin eingöngu, það er aðeins í einni grein fiskveiða sem magnið eitt ræður afkomunni þ.e í svokölluðu "skítfiskiríi", þar sem veitt er til að bræða aflann í kýrfóður og lýsi.     

  Nú er ekki svo að skilja að ég hafi horn í síðu stóru skipanna sumt af því sem þau veiða er ekki hægt að sækja á annan hátt , svo þau eiga rétt á sér, en bara ekki undir þeirri einhæfni  sem varð ofan , það var vaðið áfram í blindni á án Þess að athuga nokkuð um hvað væri hagkvæmast, og af því skipin voru dýr í rekstri og afborgunum og þurftu að standa undir sér þá var æði oft "skynsamleg?" stjórnun veiðanna látin víkja fyrir afkomunni, og hugsanlega  gengið á fullnálægt sumum fiskistofnum með þeim aðferðum sem aðallega voru og eru notaðar við veiðarnar í dag. Að mínu vitu hefði átt að fara sér hægar og reyna að hafa skipaflotann svolítið fjölbreytt, ég held að það hefði svona eftir á að hyggja skilað meiru í bæði viðgangi stofa og arðsemi í greininni.  

Þetta er að m.k. eins og ég sé söguna af þessi í dag og þykist tala af einhverri reynslu , þar eð  í u.þ.b 20 áru af minni ævi var ég á einn eða annan háttstarfandi í þessum bransa. 

Bestu Kveðjur

               B.

(P.S. Svona áður en þú skammar gestina þína fyrir orðaval , skoðaðu þá aðeins hvernig þú gerir það , lestu t.d yfir þín eigin skrif il mín  hérna að ofan yfir og spurðu svo sjálfan þig hvort þetta það sem þú vilt sjá aðra skrifa )

Bjössi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 15:14

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson



Bíddu hvað var eiginlega það sem ég sagði ?

Í fyrstu færlu var ég að tala um að hvalveiði stjórnast af fáfræði - og þá er ég að vísa til hvalveiðiráðsins og hótanir þýsks politíkus um að íslendingar mættu ekki sunda hvalveiðar ef þeir gengu inn í Evrópusambandið.. 

í næstu færslu skrifa ég

Mér þætti það vægt til orða tekið fáranlegt ef þjóðir sem hafa aldrei svo sem migið í saltan sjó ætli að fara að reyna að halda því fram að við megum veiða Hval eða ekki. Raunar tek ég það ekki í mál.

og svo skrifar þú hér í færslu fyrir neðan settningu þar sem þú ferð í eitthvað persónulegt..


en það að einhver er meiri hálfviti en þú er ekki það sama og þú sért einstaklega skynsamur eða gáfaður.

Í fyrsta lagi hef ég ekki uppnefnt neinn hálfvita í þessari ummræðu né nokkurn tíman talað um að ég sé skynsamur eða gáfaður. Reyndar tel ég mig ekkert vitlausan en það skiptir akkúrat engu máli.

 Þegar ég las þína færslu - þá fæ ég ekki betur séð en að þú sést í raun sammála mér að mestu leiti. Ég var aldrei að tala um kvótakerfið sjálft - heldur eingöngu þá staðreynd að íslendingar hafa forðast ofveiðar.  Að því leitinu hafa íslendingar passað upp á gullin sín.


Ég held að þú ættir að lesa betur sjálfur hvað ég sagði. Að segja að fólk sé fáfrótt er ekki sama og segja það sé heimskt.

t.d Veit ég ekkert um hvað er að gerast í Ísrael nema af fréttum og fólki sem hefur verið þar- en það gerir mig samt ekki að heimskinga. 

Brynjar Jóhannsson, 28.6.2010 kl. 16:03

9 identicon

Eg skl viðurkenna að ég orðaði það ég skrifaði alls ekki nógu skýrt, miðað við það sem var að reyna að segja , og að setniningin  

"en það að einhver er meiri hálfviti en þú er ekki það sama og þú sért einstaklega skynsamur eða gáfaður. "

getur vel túlkast sem persónuleg  , það var samt ekki meiningin , og ef þú tókst hana þannig biðst ég forláts. ég skal reyna að vanda mig betur ef ég sting nefinu  inn hjá þér aftur. En ég reyndi líka að setja fram efst í seinni athugasemdinni hvað ég var að hugsa, og það  átti eiginlega að vera einhvers konar svar eða komment við þá skoðun á að skynsemin hefði ráðið ferðinn hjá okkur í fiskveiðimálum, ég er ekki alveg sammála því , eða öllu heldur álit að við hefðum getað gert mun betur ef stundarhagsmunir örfárra aðila hefðu ekki verið teknir fram yfir hagsmuni fjöldans, og það að þráast við að halda í  pólitík sem er  í  raun búin að  ganga sér til húðar ,  ef miðað er við að árangurinn af  fiskveiðistjórnun 3 áratuga  er sá að aðeins er eftir 1/4 hluti upprunalegs veiðistofns, það finnst mér ekki bera vott um skynsemi. Það er greinilega eitthvað að og ekki gerð nein tilraun til að komast að hvað veldur þessum slaka árangi, bara hjakkað í sama farinu. Virkar á mig eins og einhvers konar blind afneitun á að ekki sé alt í lagi.  

Bjössi (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 17:53

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heyrðu Bjössi.. Þú ert alltaf velkomin. Ég hljóp líka á mig. Það er svo oft að fólk fer í eitthvað persónulegt níð og hef ég tekið þá ákvörðun að svara bara í sömu mynt.

reyndar hafði ég heyrt nýlega í fréttum að fiskistofnin sé að taka við sér aftur . Ég veit ekki hvað er rétt.

Ég vil bara að þú vitir að þetta kvótakerfi er mér ekki að skapi og hvernig því er skipt upp. Þegar ég átti við skynsemi þá átti ég við að það er farið eftir því Sem Hafró segir varðandi æskilegan kvóta.

Brynjar Jóhannsson, 28.6.2010 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband