Dýrin í skóginum verða aldrei betu vinir.

 

-Dýrin í skóginum eiga að vera bestu vinir -

 

Var það síðasta sem snákurinn sagði við músina áður en hann át hana. Hann hugsaði til heimsku músarinnar með kvikindisglotti, er hann gæddi sér á henni, hvernig hún lét glépjast og féll smám saman fyrir innihaldslausum gylliboðum hans. 

Að lokinni máltíð- gekk hann upp að mér. Hann brosti til mín með undirförlu brosi og hélt yfir mér sömu ræðuna og hann hafði flutt músinni.

 

     -Ef þú stígur skrefi nær mér þá breyti ég þér í snákastígvél. 

Svaraði ég snáknum og dróg upp sveðju mér til varnar. 

 

   -Já en dýrin í skóginum eiga að vera bestu vinir-

 

svaraði eiturslangan og þóttist hnípinn. Bandamenn söfnuðust í kringum nöðruna og furðuðu sig yfir hörku minni.


-Hér með ertu dæmdur sem svívirðilegur ruddi og siðlausasta gerð af samverja og dæmdur sem útlagi frá daglegri tilveru-

 

sagði dómari götunnar og úthýsti mig með skömmum úr lífi sínu. Honum fanst ég vera persónugervingur illskunnar og ástæða þess að veröldin er svona grimm.

 

Slíkur darraða dans var orðin að sjálfsögðum vana lífsins. Ég er nefnilegia náunginn sem leitaði að logninu en fann storminn og etingarleikur minn við hamingjuna endaði sem píslaganga. Rétt eftir að ég veitti samverjanum hjálparhönd stakk hann mig í bakið og um leið og ég fyrirgaf þjófnum, rændi hann mig öðru sinni. Mannréttindasinninn keyrði yfir mig og flúði síðan af slysstað en atburðurinn átti sér stað þegar ellilífeyrisþeginn kýldi mig - er ég hjálpaði honum að ganga yfir götuna.

Þess háttar lífreynslur kynntu mig fyrir ýmsum gerðum af svikurum og kenndu mér að bregðast við loddurum af hörku. Ég fór að þekkja hegðun nöðrunar og að halda mér í fjarlægð frá henni.

-Það er svona fíflum að kenna að dýrinn geta ekki verið bestu vinir- Sagði dómari götunnar við snákinn og klappaði honum á bakið.

Já það er alveg rétt hjá þér - svaraði snákurinn og fékk sér síðan vænan bita af dómaranum.Dómaranum brá í brún og flúði í burtu frá snáknum áður en hann yrði étin eins og músin.

 

Næst þegar dómari götunnar hittir snák þá mun hann segja

-Ef þú kemur skrefi nær mér þá breyti ég þér í snákastígvél. 
Þá mun bláeygi samverjin byrtast honum í sýn og segja.


-hér með ertu gerður sem útlagi úr minni tilveru. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð saga.. og vekur mann til umhugsunar.

Ég fann á mér að bloggið þitt gæti verið áhugavert.

Gestur Kristmundsson (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 08:19

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

takk fyrir það

Brynjar Jóhannsson, 28.6.2010 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband