Bara grín.....

Ég myrti mann-

hrópaði ég um torgin
meira til þess að skemmta mér
en út af skilanlegri ástæðu

Ég myrti
mann-

Æpti ég af öllum mínum sálarkröftum
með flugbeittan hníf í hendinni
sem var ataður tómatssósu.

Ég myrti
mann-

Heyrðist öðru hvoru í mér
þar til lögreglan kom á svæðið
og tók mig fastan.

Ég myrti mann
-

Var það eina sem ég lét eftir mig í skýrslutökum.

Ég myrti
mann-

Æpti ég til dómarans sem virtist ekki sama sinnis.
"Hvaða mann þá" spurði dómarinn til baka ?

Ég myrti
mann-

Svaraði ég skellihlægjandi.
Málið var látið falla niður
á þeim forsendum að ég væri galinn
en í sannleika sagt... þá var ég bara að grínast.

Loftfiskurinn

Loftfiskurinn
Við götuljós á Laugavegi
loft-fiskurinn sveif
að- því sem hugann hreif
og hjartað áfram dreif
Er- hlýddi því sem tif þess honum sagði
brosti jafn við blíðunni
og- böðlum rauna hans
svikum samherjans
og- sverðum kvalarans
og- minnti mest á perlu on í flagði

þráði ekki úthöfin
og- ólgu ölduróts
hvorki fossa fljóts
né- fegurð sjávargrjóts
en- þess í stað hann þreifst á þurru landi
allt frá blautu barnsbeini
er- borgarljósin sá
fylltist frelsisþrá
að- fljúga um loftin blá
og- frá því ugga sína- til þess þandi

Í draumum sínum daðraði
við- dásamlega þrá
að- svífa sjónum frá
og- synda himni á
og- smám saman þá lærði hann að fljúga
til- götuljósa á Laugavegi
loffiskurinn flaug
með- gyltan geyslabaug
og- gullna hjartataug
og- skoðaði hinn íslenska almúga

stundum virtist augnalaus
því ekkert hann fékk
Á eiginn himni hékk
er- horfði á fólk sem gekk
grautpirrað á amstri tilverunnar
var- ástfanginn af Íslandi
og- einlagur sem barn
aldrei óbilgjarn
og- ísaður sem hjarn
með- fallegt bros- strekkt við báðar kynnar



það er erfitt að vera dýrðlingur.

 Það er erfitt að vera dýrðlingur - eins og þessi saga sýnir.

 

DýrðlingurinnHalo- Kæru bræður... Ég hef verið snortin af höndum ljóssins.

 

Vinur 1Errm- uuu hvað ertu eiginlega að tala um ? 

 

Vinur 2Gasp- Já ég segi það sama - hvað...rakstu þig kannski í vegg ? 

 

 DýrðlingurinnHalo- Nei Kæru bræður- Sannlega segi ég ykkur að stund mín er runnin upp. Nú er draumurinn, sem lengi vel var aðeins óraunverulegur framtíðaróri að verða að blómi sem mun rísa upp til himna. Fold mín mun auðgast af gjöfulum ávöxtum og gola hamingjunar blása um veginn.

 

Vinur 2Wink -  Ég skil... þú ert sem sagt að fara að skrá þig í Garðyrkjuskóla Ríkisins ? 

 

Vinur 1Joyful- Ég væri til í að prufa þetta hass sem þú ert að reykja ?

 

DýrðlingurinnHalo - Sannlega segi ég ykkur Bræður- að ef þið fylgið mér- mun gæfan verða að veginum sem þið arkið og fögnuðurin varanlegt ástand. Líf ykkar mun fá raunverulegan tilgang og þið munuð þarfnast einskyns meira en helstu nauðsinjar.

 

Vinur 1Angry- Ég segi nú frekar að ef þú ferð ekki að halda kjafti þá mun ég fylgja þér inn á KLEPP.

 

Vinur 2Angry - Já og ég mun sjá til þess að þú sleppir aldrei þaðan aftur. 


Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Sept. 2010
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 185784

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband