Enn ein ekki fréttin.

Vinkona mín er sænskur blaðamaður og er búsett í Svíþjóð.  Þegar hún poppaði inn á msnið mitt rétt í þessu spurði ég hana hvað væri að gerast í Malmo.

uu malmo ?? FootinMouth

ja ? Errm

ég er ekki frá Malmo ? Gasp

svaraði hún mér og vissi greinilega ekkert um hvað ég væri að tala 

Nei ég er að spyrja þig hvað er að gerast núna í malmö.... ertu ekki blaðakona  fylgist þú ekki með fréttum? Angry

Þegar ég sýndi henni fréttina sem Mbl.is byrti um óeirðir í Malmö, sagði hún að þetta teldist varla frétt í Svíþjóð og sagði að svona atburðir væru frekar algengir þarlendis.

Þetta gæti kannski verið eitthvað meira...

sagði hún við mig að lokum og ætlaði að fylgjast með fréttum það sem er eftir dagsins til að grennslast um þetta mál.  

Mér er spurn.

Hvernig í ósköpunum stendur á því að þessi frétt verður að forsíðgrein hérna á mbl.is þegar það er lítið sem ekkert fjallað um hana í Svíðþjóð ?  Hvaða tilgangi gegnir fréttin og getur verið að hún sé að reyna að draga upp öfgakennda mynd af fólki sem stundar mótmæli ?  


mbl.is Óeirðir í Malmö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 14:09

2 identicon

Tja mér sýnist þetta vera frekar góð frétt. Vinkona mín er frá Malmo og segir þetta stórmál. Svo er þetta líka í fréttunum þarna í Svíþjóð. Vinkona mín hefur ekki heldur heyrt að óeirðir séu algengar í Svíþjóð.

http://www.aftonbladet.se/nyheter/article3354434.ab

Gunni (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 14:13

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það hefur markvisst verið unnið í því að koma óorði á þá sem taka þátt í mótmælum lengi og einig vel þekkt taktík að flugumenn hleypi upp friðsamlegum mótmælum í því skyni. Hvort að það er raunin þarna veit ég ekkert um hinsvegar.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.9.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er neðarlega á forsíðu www.aftonbladet.se sem er stærsta vefblað svía. 

http://www.aftonbladet.se/nyheter/article3354434.ab 

Svona óeirðir eru alltaf/mjög oft í SE ef einhver aljþóðleg pólitísk samtök funda í landinu.  Malmö er reyndar suðupottur með stóran hluta íbúana sem múslima og restin rasistar.. go figure :)

Í Expressen var ekki stafur um málið... 

http://www.expressen.se/ 

Óskar Þorkelsson, 20.9.2008 kl. 14:24

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunni..

Hún vissi það þegar ég sagði henni frá því en gaf því ekki neinn frekari gaum... og ólíkt því sem vinur þinn tjáði þér,,, þá sagði þesi vinkona mín að þetta er mjög algengt þarlendis að svona hlutir komi upp. Ég skal góðfúslega taka þetta til baka ef það er málið en þarna ganga orð gegn orði og miðað við hvað það er lítið fjallað um þetta almennt í sænskum fjölmiðlum þá hljómar þetta frekar hversdagslegt í þeirra huga. 

Georg..

Ég upplifi það líka. Það er óhjáhvæmilegt að komast að þeirri niðurstöðu.

Óskar..

Með öðrum orðum... þá vissi ekki hinn almenni borgari mikið af þessum mótmælum.  

Brynjar Jóhannsson, 20.9.2008 kl. 15:10

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

rétt :)

Óskar Þorkelsson, 20.9.2008 kl. 15:13

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jæja.  Alltaf í boltanum ? 

Anna Einarsdóttir, 20.9.2008 kl. 15:54

8 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Ef svona óeirðir eru orðnar það algengar í Svíþjóð að fólk er hætt að gefa þeim gaum, er ÞAÐ þá ekki orðið frekar slæmt mál?

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:00

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þuríður..

Ég held að þessi frétt hafi í raun verið dæmigerður "stormur í vatnsglasi".  Nei ég held að þetta hafi ekki verið neitt tiltökumál. Mér minnistætt að mótmæli gegn árvirkjunum voru fyrir framan reykjavíkurborg og kom meðal annars lögreglan á svæðið og handsamaði nokkra einstaklinga. Mér var það vel minnisstæt að það var nánast ekkert um það í fjölmiðlum og tel ég ástæðuna vegna þess að blaðamönnum þótti þetta ekki fréttnæmt.

Brynjar Jóhannsson, 20.9.2008 kl. 16:15

10 identicon

I just hope we have learned from Göteborg 2001...

That can never happen again, bad planning bad organisation. Ordinary peaceful people and cops damaged for life. Just not worth a democracy.

But this is serious problem we have. Not only according to political meetings but also in the suburbs.

We will see more of this in all over Europe I think. Paris for a couple of years ago... The blue wind and the politic all over Europe is the same shit if I can say my oppinion...

mm (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 21:22

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alltaf í boltanum...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.9.2008 kl. 01:50

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Kannski er blaðakonan þín í Malmö sem er ekki alveg á vaktinni

Malmö er reyndar ein nöturlegasta borg sem ég hef komið til. Mannlífið í Hafnarstræti ..af öllum stöðum, er meira aðlaðandi.

Marta B Helgadóttir, 21.9.2008 kl. 21:47

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Helga ...
Ég var allaveganna á vellinum í dag.

Berglind.

þakka þér hrósið...

Marta..

Nei ég held ekki... Annars er hún að tjá sig hérna í færslu numer 10.. 

Brynjar Jóhannsson, 21.9.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 184896

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband