Er einhver að hlusta ?

 

Er einhver að hlusta ?  

 

Hringdu í sjónvarpið- Dagblaðið Vísi og lögguna og lýstu eftir mér

Hef leitað af sjálfum mér - Árangurslaust og veit ekki hvar ég er

Frá og með því- að ég sjálfum mér gleymdi - Þá daganna dreymt hef ég burt

og dvalið í þoku- af því sem að var- og ekkert til mín hefur spurts

 

Ég sofnaði í fangelsi - einsemdarinnar-en vaknaði víðsfjarri mér
 viðutan nútiman- ósýnilegur -og alls ekki þar sem ég fer

við sjálfan mig skildi- í daglegu lífi- ég leitaði en aldrei mig fann

og labbaði áfram- með hausin í skýjum og verkin af kæringi vann

 

Innan við draummúra- martraðarinnar- er geymdur í haldi sem gísl

með grátandi augu- án andlegrar rænu- að emja sem krossfestur písl

í speglinum er einhver- ókunnur maður- sem er ekki svipur af sjón

sem slapplega reynir -að herma mér eftir- og minnir á veikburða flón


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vona að þér líði ekki svona, en til öryggis :

Jónína Dúadóttir, 12.12.2009 kl. 15:47

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir það Jónína . nei ég er ekki alveg svona slæmur.

Brynjar Jóhannsson, 12.12.2009 kl. 18:03

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er gott

Jónína Dúadóttir, 12.12.2009 kl. 23:16

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég verð bara þunglyndur af að lesa svona.  Og passísálmanna líka, sem mér finnst ætti að banna með lögum, og handtaka höfundinn...

Óskar Arnórsson, 13.12.2009 kl. 15:05

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

þú verður þunglindur við að lesa svona vegna fæðingagalla sem kalla mætti humorskortur.

Brynjar Jóhannsson, 13.12.2009 kl. 20:44

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, það er það sem er að...er ekki til eitthvað við þessu??

Óskar Arnórsson, 13.12.2009 kl. 21:01

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Nei eiginlega ekki. Þú verður bara að lifa með þessu. Ámóta vonlaus staða sem þú ert í og tamningarmaður sem fær það hlutverk að kenna ketti að dansa tango.

Brynjar Jóhannsson, 13.12.2009 kl. 22:41

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skelfileg framtíð! Nújæja, lifa bara með því. Þessi tamninga kattadanskennari. Hver er þessi maður?

Óskar Arnórsson, 13.12.2009 kl. 23:33

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

þessi kattatemjari- gæti verið þú- í ókominni framtíð. Hver veit ?

Brynjar Jóhannsson, 14.12.2009 kl. 01:20

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er hroðalegt til þess að hugsa að enda sína daga sem dýra danskennari! Ég kann ekki einu sinni að dansa sjálfur..

Óskar Arnórsson, 14.12.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband