Ég barði jólasveininn í klessu.

 

 

Varúð- varúð- varúð 

 

 Vinsamlegast harðlæsið hurðum og opnanlegum gluggum. Takið upp haglabyssuna og verið með handsprengjuna til taks. Setjið tappa fyrir eyrun og hendið sjónvarpinu í ruslið. Aðgirðið húsin ykkar með 500wolta rafmagngirðingum og grafið ótal tundurduflum ofan í grasflötin. Ef einhverjum dirfist að heimsækja ykkur - spyrjið þá viðkomandi um skilríki og segið honum að hypja sig ef hann er fúlskeggjaður.

 
-Já en afhverju Gasp
 
-nú jólasveinninn er að koma Angry
 
Framundan er væmin útvarpsviðbjóður í formi hundleiðinlegra jólalaga og útvarpsauglýsinga. Það eitt er nægjanleg pinting útaf fyrir sig -en að bæta síðan þessum sískeggjuðu jólasauðum ofan á þessa hátíð "kaups og ófriðar"- er meira en ég get látið bjóða mér. 

-KRAKKAR MÍNIR KOMIÐ ÞIÐ SÆLGrin
  
-ææi þegiðu viðbjóðurinn þinn.Angry
 
Sagði ég við síðasta jólasvein sem var að hóa ofan í eyrum mínum. Ég sló hann síðan þéttingsfast utan undir með þeim afleiðingum að kallinn fékk blóðnasir. Þar næst sparkaði ég hann í sköflungin og kýldi hann í magan.
 
Já en ég er jólasveinninn - hvað hef ég gert þér ?Crying
 
Spurði jólasveinninn í þykistusakleysinu sínu og lá á jörðinni. Hann skildi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og var í öngvum sínum.
 
Já einmitt og þessvegna er ég að berja þig. Angry
 
Jólasveinninn er auglýsingabrella kaupmanna og er notaður sem barnagæla til þess að auka viðskipti sölumanna.
 
-Mamma ég vil playmo Frown
 
-Pabbi mig langar í alveg eins leikföng og hann Woundering
 
æpa börnin í einni kös eftir að jólasauðurinn hefur espað upp í þeim kapitalískt kaupæði. 
 
Jólin eru nefnilega vertíð kaupmanna en ekki fögnuður ljós og friðar. Þetta er ein besta leið sem sölumenn getað fundið upp á til þess að auðnast peninga og þeirra helsta gróðavon til þess að græða á tá og fingri.
 
Toppurinn á þessu heildarsamsæri er jólasveinninn sem er notaður til þess að láta börnin nuða meira í foreldrum sínum og með þeim hætti neiðast foreldranir að taka upp budduna sína að óþörfu til þess að friðþægja krakkakróanna sína.
 
Allavega er ég búin að ákveða hvernig ég ætla að eyða jólunum. Með eyrnartappa og í ró og næði frá allri þessari kös leiðindanna. 
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ja, ef þetta var Kertasníkir sem þú lamaðir fyrir neðan mitti,  þá mun ég koma og heimsækja þig kallinn minn. Hann er nefnilega skástur af þessum bræðrum og er í mestu uppáhaldi á þessu heimili.

Lokaðu bara að þér og farðu að semja, ég kæri mig ekki um að taka á móti nefbrotnum jólasveinum.

S. Lúther Gestsson, 28.11.2009 kl. 01:41

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hann átti ekkert betra skilið

Brynjar Jóhannsson, 28.11.2009 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband