Ég fékk ekki að kjósa.

Ég hef aldrei tekið bílpróf og nota beinharða peninga en ekki kredit kort. Til að gera langa sögu stutta þá á ég ekki nein skilríki og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég var að fá frá kjöststjórn er það nægjanleg ástæða fyrir því að ég fæ ekki að kjósa. Fyrir síðustu kostningar fékk ég föður minn til þess að staðfesta að þetta væri ég en núna er búið að koma í veg fyrir það og verð ég að viðurkenna að það ólgar í mér reiðin. Það ætti ekki að vera mikið vandamál t.d fyrir föður minn að votta að ég sé sé ég og þyrfti hann lítið annað en að skrifa undir plagg til þess.

 

Ég hef allaveganna komist að niðurstöðu.  

 

Megi þessi helvítis þjóðarskúta sökkva til andskotans.  


mbl.is Kjörsókn með ágætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Brylli... áttu ekki vegabréf?

Brattur, 25.4.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er útrunnið og ... svo finn ég það ekki í þokkabót.. er búin að gera dauðaleit heima hjá mér.

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 13:38

3 Smámynd: Brattur

hmmm... en getur þú ekki farið á næstu lögreglustöð og fengið einhverskonar vottorð?

Brattur, 25.4.2009 kl. 13:41

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er reyndar eitthvað sem mér hefur ekki dottið í hug... en finnst það ansi langsótt.. að það gangi upp

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 13:42

5 identicon

Þú þarft nú að hugsa aðeins lengra en þetta. Þú ert ekki einn á landinu, það er ástæða fyrir svona reglum og þú hlýtur að skilja það! Þú hefðir bara átt að hugsa út í þetta fyrr. Sjálfur mætti ég með vegabréfið mitt sem er þó útrunnið.

Ragnar Snorrason (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:43

6 identicon

Þetta er hreinn aumingjaskapur að geta ekki útvegað sér einhver persónuskilríki

i (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 13:47

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ragnar

ég gat kosið fyrir síðutu kostningar og það var lítið vandamál. OG ef ég hugsa lengra .. þá spyr ég.... væri eitthvað vandamál að falsa skilríki ?

! Aumingjaskapur ????

Er það skilgrining á aumingjaskap að vera ekki með persónuskilríki ??? KRÆAST hvað þú ert gáfaður ??? hvaða einkun náðuru eiginlega út úr öskjuhlíðaskóla ? 

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 13:50

8 Smámynd: Brattur

Brylli hringdu á lögreglustöðina og spurðu út í þetta... það sakar ekki...

Brattur, 25.4.2009 kl. 13:51

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætla að gera það Brattur... það er rétt.. það sakar ekki

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 13:53

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guð hefur miskun ... Ég fann skilríkið..

OG nota bena... finnst ég alveg jafnmikill aumingi og áður

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 13:57

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 25.4.2009 kl. 14:04

12 Smámynd: Brattur

Drífa sig að kjósa Brylli... drífa sig... ... þú manst að það er ekki sama hvort sagt er aumingja Brylli eða Brylli aumingi...

Brattur, 25.4.2009 kl. 14:07

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

JEI.     Góður endir.

Ég veit að þú kýst rétt.

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 14:11

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætlaði að kjósa VG- en leiðinni til kjörstaðar var ég í svo bandsjóðandi skapi.

BREITINGAR BREITINGAR Var það eina sem mér datt í hug, þannig að inni í prófklefanum snérist mér hugur og kaus BORGARAHREIFINGUNA.....

Þökk sé YFIRKJÖRSTJÓRN.. REYKJAVÍKUR... fékk BORGARAHREIFINGIN MITT ATKVÆÐI:.

JÚHÚ 

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 14:30

15 Smámynd: Brattur

... jahá... þetta var bara fín niðurstaða Brylli... og haltu svo breytingunum áfram og hættu að halda með Liverpool og komdu til okkar í Manchester United!

Brattur, 25.4.2009 kl. 14:37

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Þú ert óborganlegur.

Anna Einarsdóttir, 25.4.2009 kl. 14:38

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Brattur .. rólegur rólegur.. hann kaus XO er það ekki nóg fyrir þig ?

Óskar Þorkelsson, 25.4.2009 kl. 14:39

18 Smámynd: Brattur

OK óskar... ég skal slappa af... mér bara hitnaði í hamsi og vildi hamra járnið meðan það væri heitt...

Brattur, 25.4.2009 kl. 14:41

19 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Brattur....

aldrei skal ég fara yfir í MAN UND frekar en að kjósa GRATBÖLVAÐ ÍHALDIÐ...

 Óskar.

það er ekkert gaman af fótbolta nema að það sé smá rígur á milli aðhangenda liða.

Anna...

Nei ég er BORGARALEGUR núna .. ég kaus nú borgarahreifunga..

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 14:53

20 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú átt að geta fengið nafnskírteini...svona upp á framtíðina.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.4.2009 kl. 14:58

21 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Kannski ég geri það bara Tinna .... Vandamálið er að ég nota bara þessi skilríki til þess að kjósa núorðið og því ekki mikil not fyrir þau í daglegri tilveru fyrir utan kjördag.

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 15:14

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svo er fátt með öllu illt að ei boði gott. þetta havarí varð alla vega til þess að þú kaust rétt

Brjánn Guðjónsson, 25.4.2009 kl. 15:56

23 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætlaði alltaf að kjósa annan hvorn flokkinn.. það var alveg ljóst ef það hefði verið fulltrúarræði hefði ég líkast til valið fólk úr báðum flokum... t.d Svandsísi og þráin bertels... þar að segja ef ég mætti velja mér fimm fulltrúa.

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 16:09

24 identicon

hehehhe,,, gott ad eg BUGGADI PIG TIL DAUDA i NOTT pad hafdi pa ahrif i lokin!!

vera (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 18:24

25 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

já fjandakornið... aldrei er góð skvísa of oft freðin ? .... eða nei góð vísa of oft kveðin.. HÓST ÉG misskildi mig .

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 18:25

26 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

mismældi mig ..ætlaði ég að segja

Brynjar Jóhannsson, 25.4.2009 kl. 18:57

27 identicon

Þú þarft nú að hugsa aðeins lengra en þetta. Þú ert ekki einn á landinu, það er ástæða fyrir svona reglum og þú hlýtur að skilja það! Þú hefðir bara átt að hugsa út í þetta fyrr. Sjálfur mætti ég með vegabréfið mitt sem er þó útrunnið.

Ragnar Snorrason (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 03:05

28 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ragnar ????

Hugsa ???? kemur þetta ekki úr hörðustu átt ?  

Það eru til vottar ??? Sem geta staðfest að ég sé ég..... Það hefur gengið hingað til með kostnignar -svo afhverju ætti það að vera örðuvísi núna ? - Hingað til var þetta ekki vanda mál svo út í hvað þarf ég að að hugsa ? Ég held að þú ættir að líta frekar í þinn eigin barm og sjá að það getu hver falsað skilríki ef honum hugnast til þess og Hitt er að þú ættir að lesa meira .... ég fann vega bréfið og gat kosið.  

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2009 kl. 04:39

29 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Svo vil ég benda þér sjálfum að HUGSA að eins lengra Ragnar Snorrason að vegabréfið þitt var útrunnið. Þannig að tæknilega séð hefði ekki átt að leifa þér kjós sjálfur ef ekki hefði verið eftir ströngustu reglum. Ég geri ráð fyrir því að þú hefðir látið eitthvað í þér heyra ef þú hefðir ekki fengið að kjósa út af því að vegabréfið þitt er útrunnið. En í raun er hægt að færa rök fyrir því að þú ættir ekki að fá að kjósa ef þú villt endilega fylgja ströngum reglum.
Í raun er hægt að færa rök fyrir því að meir staðfesting að fá  vott  til þess að staðfesta að ég er ég en vegabréf sem er runnið út. Vegabréfið gæti t.d verið af einhverjum sem þú þekkir eins og yngri bróðir. Hún gæti verið af öðrum einstaklingi en þú hefur skipt um mynd svo að það er enganvegin garenterað að þú sýnir skilríki sé af þér... sér í lagi ef það er útrunnið.

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2009 kl. 06:08

30 Smámynd: Jens Guð

  Ég þekki dæmi þess að manneskja hafi verið á leið til útlanda en komin upp á flugstöð ekki fundið vegabréfið sitt.  Þá var brunað til sýslumanns í Keflavík (fremur en löggustöð) og bráðabirgðaskírteini reddað á korteri.

  Þó ég sé ekki viss þá segir mér svo hugur að vegabréf haldi gildi sínu sem persónuskilríki þó það renni út á dagsetningu sem ferðapappír.  Vegabréf gildir í 5 ár en ökuskírteini í 20 ár.

Jens Guð, 26.4.2009 kl. 09:38

31 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jens..

Ég er sannfærður um að þetta myndi reddast með einum eða öðrum hætti. foreldrum mínum þykir það mikilvægt að ég sem og aðrir nýti sér þennan redd til að nýta kostningarrétt sinn og held ég að ég hefði gripið til þessara bráðabrigðaskirteinis til þess að kjósa ef það hefði þurft til þess að kjósa. "Þetta reddast hugsannaháttur" virkar alltaf best nema kannski í peningamálum.

Jón ..

ef þú sérð hér á neðan í komentafærslum- þá fann ég vegabréf af mér að lokum og gat kosið. 

takk fyrir komnentin. 

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2009 kl. 16:54

32 Smámynd: halkatla

Vei, ég elska að vera ekki sú eina sem er ekki með bílpróf, orðin þetta gömul. Það er bara kúl sko :)

halkatla, 27.4.2009 kl. 12:53

33 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

LOKSINS LOKSINS ... Anna Karen

Velkomin í hóp hinna bílprófalausu ! Ég, þú og SJÓN.

Ekki amalegur hópur....  

Brynjar Jóhannsson, 27.4.2009 kl. 18:58

34 Smámynd: Óskar Þorkelsson

og strákurinn minn.... hann er 20 ára :) honum finnst gott að láta skutla sér...

Óskar Þorkelsson, 27.4.2009 kl. 19:46

35 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hann er samt ekki orðin gamalt tjón eins og ég hún Anna Karen.

Brynjar Jóhannsson, 27.4.2009 kl. 19:59

36 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei en stefnir í það,  því hann nennir ekki að læra fyrir prófið lol

Óskar Þorkelsson, 27.4.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 185560

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband