Andvaka

Sama hve oft ég bið Herra svefn um að svæfa mig þá vill hann ekki verða við þeirri sjálfsögðu beiðni minni. Enn ein ísköld andvökunótt er því orðin að veruleika á þessum nöturlegasta vetri þessarar aldar. Ég er dæmdur til þess að vaka af mér stóran hluta næturinnar þvert gegn mínum vilja og fæ þá heiftarlegu refsingu að vakna upp grautpirraður á morgun. Herra svefn nærist á leiðindum gagnvart mér og sendir mig yfirleitt úrillann á morgnanna til fröken Vöku. Nátturuöflunum blöskrar þessi framkoma svefnguðsins og eru farin að veita mér samtstöðu í baráttu minni fyrir æskilegum svefni. Nakin tréin í garðinum sýna mér samúð með því að veifa til mín örmum sínum á meðan vindurinn blæs í kringum þau og þvottasnúran berst fyrir málstaði mínum með því að sveifla sér til og frá.

            -Mikið rosalega getur lífið verið fallegt -  Er það eina sem mér dettur í hug.

Vissulega get ég talað af kokhreisti, hímandi inn í skjóli hússins míns í miðri miðborginni en það breitir því ekki hvað mér finnst. Fyrst herra Svefn vill ekki svæfa mig ætla ég að horfa út um gluggan í nótt og njóta fegurðarinnar hér í hjarta borgarinnar. Ég trúi ekki öðru en að herra svefn hættir stælum sínum að endingu og leifir mér að sofna.

 

-ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ-

 

Góða

 

Nótt


mbl.is Ófært víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Otrúlega pirrandi þegar kvikyndis svefninn lætur sig vanta! Vonandi vaknaðir þú alsæll og gefandi í morgun ...

www.zordis.com, 4.3.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband