6.2.2009 | 15:48
Ekki senda fíla á atvinnuleysisbætur, þá yrði þeim fyrst einmanna.
Að vera atvinnulaus er ámóta einmannalegt og að vera api innan í Dýragarðabúri. Einangrunin er fangelsi líkust og lífið er oft á tíðum sem afplánun án dóms og laga. Fólk, í kingum atvinnulesingjan, verður fjarlægt sem draugar og margir dagar fara í nákvæmlega ekkert. Helsta baráttan snýst um að halda sólahringnum á réttum kili og finna sér eitthvað til dundurs áður en horið í nefinu klárast. Hver sá sem lendir í þessu helvíti gerir hvað hann getur til að halda andlitinu uppréttu. Innri átök á milli skammar og stolts mynda skuggalegt hugarástand og þegar spurt er frétta reynir atvinnuleysingin að sýna sínar bestu hliðar.
Í atvinnuleysi veistu hverjir elska þig og hverjir eru þér mikilvægastir. Minn besti vinur er án nokkurs vafa lap top tölvan mín og ég veit ekki hvar ég væri án hennar núna í dag. Hún inniheldur allt mitt skemmtanagildi og þar að auki, geymir hún skáldsöguna sem ég er að skrifa og tónlistina sem ég gera.
ó ó ó ÉG ELSKA ÞIG kæra lap topp skvísan mín
Það sem mér finnst skondnast er að ég á víst að skammast mín fyrir að vera atvinnulaus. Margir "persónulegir ráðgjafar" sem hafa áhuga á bloggi mínu ráðleggja mér að tjá mig ekki um atvinnuleysi mitt en þar sem ég er óþekkur strákur læt ég þau heilræði sem vind um eyru þjóta. Fyrst hommar mega koma út úr skápnum þá ætla ég opinbera fyrir þeim sem lesa bloggið mitt að ég er
BRYNJAR
og ég er ATVINNULAUS.
Ég reyni að vakna á hverjum einasta morgni og skrifa og vinna í skáldsögunni og tónlist. Ég geri allt sem í mínu valdi stendur til að vinna í mínum áhugamálum í stað þess að veslast upp. Ég er skuldlaus og neita því að leggjast í sjálfsvorkun. Án gríns...þá lít ég á mig sem alvöru hetju að hafa bæði dug og styrk til þess að þola þetta ástand án þess að leggjast í alvarlegt þunglindi. Í mínu atvinnuleysi hef ég aldrei verið atorkumeiri og komið fleiri hlutum í verk. Ég er eins fjarri því að vera iðjulaus og ég er sannfærður að ef leikreglur í þessu samfélagi væru eitthvað sem kallast réttmætar væri ég ekki í þessari sömu baráttu og næstum 10 hver einstaklingur á Íslandi.
Ég skil vel að fílar í Dýraðagarði á Spáni séu þunglindir ef þeir eru í einangrun því ef ég væri ekki skrifandi upp á hvern einasta dag í sirka 8 klukkutíma að minnsta kosti þá væri ég búin að naga gangstéttir bæjarins í eirðarleysi mínu. Engin þekkir slíkt einangrunar hugarfar betur en atvinnulaus manneskja og ég neita því að skammast mín fyrir það að hafa lent í samfélagsástandi sem 33 útrásarvitleysingar ullu og siðlaus blár stjórnmálaflokkur til hægri sem kann ekki að skammast sín.
Ég er stoltur af því sem ég er og þakklátur fyrir allt það sem mér var gefið. Ef þjóðarskútan sekkur í þrot ... þá er það EKKI MÉR AÐ KENNA... því ég skal fyrstur manna taka við þeirri vinnu sem mér stendur til boða.
Einsemd og sorg þjakar fílinn Susi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr... Vona að ég fái einhvern daginn að lesa afrakstur 'atvinnuleysisins' og hlakka til þess...
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.2.2009 kl. 18:19
Rétti andinn ! Um hvað er skáldsagan ?
Jónína Dúadóttir, 6.2.2009 kl. 18:25
takk fyrir það Aðalheiður.. Já það væri gaman ef af því yrði.. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.... Eitt er ljóst að þú deyrð ekki á þvi að vona...
Jónína.. sagan er um samskipti kynjanna.
Takk fyrir komentin..
Brynjar Jóhannsson, 6.2.2009 kl. 18:34
Láttu vonleysisskrattann ALDREI ná í skottið á þér !
Áfram drengur, ÁFRAM !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.2.2009 kl. 19:55
"Engin þekkir slíkt einangrunar hugarfar betur en atvinnulaus manneskja"...ég myndi bæta við...og öryrkjar. Það þekki ég af eigin reynslu. Geturðu reynt að ímynda þér hvernig tilfinning það hafi verið að þurfa að vera á örorkubótum og vera óvinnufær þegar allt var hér í blússandi uppgangi og allir virtust geta leyft sér flest allt sem hugurinn girntist? ÞÁ fyrst hefðirðu virkilega upplifað "einangrunar hugarfar". Trúðu mér....þar var vont. Mér heyrist þú vera að gera margt gott sem á örugglega eftir að hjálpa þér til að komast í gegnum þetta tímabil.
Gangi þér vel:-)
Góa (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 23:39
Lárus...
Já takk fyrir það.
Góa..
rétt hjá þér
Öryrkjar já og ellilífeyrisþegar hafa það örugglega margir hverjir miklu verr en ég og líka fólk sem að stefnir í gjaldþrot vegna myntkörfuláns. Mjög margir í verri spolrum enda hef ég það ágætt að mörgu leiti. Enda eru öryrkjar í raun atvinnulausir þó svo að þeir hafi þessa nafngift.
Ég er engan veginn að hefja orð mín upp á stall hin heilaga sannleika og veit vel að margir eru að upplifa miklu verri hluti en ég. Í sjálfu sér hef ég ekki undan neinu að kvarta. þar sem ég er skuldlaus og mun komast líklega komast af án þess svo sem að skulda eina króna þar til að ég fæ nýja vinnu.
..
Brynjar Jóhannsson, 6.2.2009 kl. 23:54
Þú stendur þig frábærlega vel og ég er sko vel dómbær á það, þó að ég sé örugglega atvinnulaus í öðrum skilningi en þú. En ég fer samt á fætur og skrifa og nýtekin upp á því að mála og það er fínt og róandi.
Haltu áfram á þessari braut hún er sú rétta.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.2.2009 kl. 11:26
Hugsið ykkur hvernig fólki hefur þá undanfarin ár liðið innan Evrópusambandsins þar sem er víða mikið og varanlegt atvinnuleysi - 14% á Spáni. Sveigjanlegur vinnumarkaður og nýsköpun og skynsamleg nýting allra landsins gæða getur eitt lyft okkur upp úr atvinnuleysinu. Ef á að setja hér á ofurskatta þá mun það lama frumkvæði manna og vel menntað ungt fólk mun flýja land. Því miður virðist stefna í þannig samfélag. Villt auðhyggja setti okkur á hausinn og nú gæti tekið við stórabróðursamfélag sem drepur niður allt frumkvæði og dugnað. Vona kæri vinur að þú fáir vinnu. Ég þekki þessa stöðu frá fyrri tíð en leysti málið með blóði, svita og tárum.
Ólafur M. (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 14:44
Sóldís FJóla
Atvinnulaus í öðrum skilningi ?
Takk fyrir það og ég vona að þér vegni vel sjálfri .
Ólafur..
Það er líka 15% atvinnuleysi í þýskalandi.
Reyndar er ég ekki sammála þér varðandi skattahækkanir. Í árferði eins og nú þar sem er búið að skuldsetta íslennsku þjóðina til andskotans þá tel ég ljóst að það verði að hækka skatta til að halda vissum grunnstoðum samfélagsins uppi. Hitt er að það þarf að leysa viss mál, t.d gera atvinnuvegina aftur gangavirka og auka ativnnusköpum t.d í túrisma og útfluttningi. Eins og staðan er nú verður að hækka skatta og tel ég víst að það sé mun skynsamlegra að hækka frekar skatta hjá einstaklingum en fyrirtækjum og það sé reynt að ýta undir að atvinnuvegir nái sér af þessari kreppu.
Brynjar Jóhannsson, 7.2.2009 kl. 15:17
Ha, varstu rekinn frá póstinnum? Er það nú líka hægt?
Halla Rut , 7.2.2009 kl. 16:42
hey ég gerðist atvinnulaus af sjálfsdáðum í haust og það er alltaf verið að spyrja mig: "og hvað, finnurðu ekkert að gera?" þegar það er ekki eitt einasta starf laust í mörg hundruð kílómetra radíusi við mig, ég segi vanalega bara "nei, og ég er sko of snobbuð til að vinna í álverinu" sem er alveg satt
halkatla, 7.2.2009 kl. 21:04
Halla.
Já mér tókst víst að afreka það... En ítreka að það var vegna mistaka sem ég vil meina voru mjög mannleg, en þó ótrúlegt megi virðast var það ekki vegna kjaftbrúks.
Anna..
Bara velkomin í hópinn með okkur ósnobbuðu atvinnuleysingjum.
Brynjar Jóhannsson, 7.2.2009 kl. 21:23
Þeir sem líta niður atvinnulaust fólk er illa upplýst og fordómafullt. Það er líka mjög leiðinlegt fólk.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 7.2.2009 kl. 21:44
Það er rétt hjá þér þordís.
Svo er það líka annað... Hvernig lítur fólk á atvinnuleysi ? .... Ég lít á þetta sem vinnu að vera á fullu frá 8-4 í mínu prógrammi þó svo að það sé launalaust verkefni sem ég er í. fólk sem temur sér þann aga mun aðlagast vinnumarkaðnum um leið og þeir koma þangað inn aftur. Þetta atvinnuleysis-ástand getur verið ólýsanlega erfitt og er ég mjög þakklátur fyrir að geta haft eitthvað fyrir stafni. Ég vonast til þess að fólk í mínum sðorum geri eitthvað svipað því ég hef reynslu af hvort tveggja og er ég miklu betur á mig komin núna ... með því að vera stöðugt í mínu eigin prógrammi.
Brynjar Jóhannsson, 7.2.2009 kl. 22:04
Og hvað gerðir þú? Sparkaðir þú í kött eða misstir vettlinginn þinn inn um lúguna hjá einhverjum merkismanninum?
Halla Rut , 8.2.2009 kl. 21:26
Ég vona að þú sért með afrit af skáldsögunni annarsstaðar en á fartölvunni. Ekkert verra en að glata margra vikna vinnu vegna þess að maður var latur og nennti ekki að taka 10 sek í að afrita á t.d. usb lykil :S
Davíð (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 10:50
Halla
ég gleymdi að bera út hluta af hverfi í algjöru minnisleysi..
Davíð...
Jú ég er með afritið á nokkrum stöðum.... enda mjög nauðsinlegt....
takk fyrir ábendinguna.
Brynjar Jóhannsson, 9.2.2009 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.