Ég votta Afþví bara fíflunum samúð mína.

Ég samdi þetta lag og þennan texta fyrir meira en ári síðan.

 

AF-ÞVÍ-BARA-FÍFLIР

 

Aldrei hvarlaði að mér að þessi texti yrði svona sorglega sannur. Ég átti ekki von á því að ég færi að finna til með af-því-bara-fíflunum sem ég hæddist að á sínum tíma og pirrast yfir því að enskar fjölmiðlar séu að draga upp allt of ýkta mynd af þeim.

En svona geta hlutirnir breyst.  

 

 Afþví bara fíflið

 

Af því bara fíflið það var hæðið hrekkjusvín

en hataði ef aðrir væru að gera að því grín

 Það skyldi ekki brandarann en hæst af öllum hló

og hæðnistóna oftast nær á létta strengi sló

 

Af því bara fíflið vill að allt sé fyrsta flokks

feldurinn á sófanum og húsið innanstokks

er það hafði loksins tekið lán á krítakort

það keypti vín á steikhúsinu og mat af bestu sort

 

  & Af því bara fíflinu því fannst

fögur nýju klæði keisarans

og kinkaði með Já mönnunum heillað yfir sniðum klæðskerans

 

af því bara fíflið hefur auglýsingar gleypt

og ónauðsynjar markaðsins á dýru verðu keypt

með lausa skrúfu í höfðinu í leit að innri ró

það leiddi inn í hagkerfið sem biluð eyðslukló

 

 Af því bara fíflið gerði forðum kjara kaup

lét krydd í skuldasúpuna og seiði hennar saup

það skyldi ekki hvernig það varð gjaldþrota í gær

og grátbölvaði lánadrottnum viti sínu fjær 

 

 

Lagið er hér 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Veislan búin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skemmtileg tónlistin þín og textarnir athyglisverðir

Jónína Dúadóttir, 5.10.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Enn eitt brotið sem þú brýtur í íslenska tónlistarsögu. Frumleikinn er ótrúlegur, meðhöndlun á hljóði mjög sérstæð og rödd þín nýtur sín mjög vel í þessu lagi.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nokkuð góður.. er þetta ekki túba sem er notuð í undirspili ?? 

Óskar Þorkelsson, 5.10.2008 kl. 19:25

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína...

Takk fyrir það

Lárus...

Ég er allaveganna ánægður með þetta lag. Finnst það með því skárra sem ég hef gert. 

óskar

Þetta hljómar eins og túba.... en þetta er trompet lækkaður um eina áttund og hresstur svoleiðis til í tölvu. Þökk sé tölvutækninni er allt hægt nú á dögum.  

Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 19:30

5 Smámynd: Kreppumaður

Ég var búinn að plana það að fá Pete Doherty til að spila í afmælinu mínu í janúar (hann tekur bara hundrað pund og bús fyrir giggið) en núna er ég farinn að hallast að því að ráða þig ef ég held upp á daginn á Íslandi.  Þá spara ég kostnað við flugfarið.   Hver er túbuleikarinn?

Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 19:33

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er víst ég sjálfur..... ... þökk sé tölvu minni tókst mér  að hamstra þessu saman.

Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 19:49

7 Smámynd: Kreppumaður

Tónlistin þín venst ágætlega...

Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 19:52

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Takk fyrir það Kreppumaður.. Það var takmarkið að láta þig venjast þessu ágætlega... næsta skref er að gera þig að langleiddum fíkli í tónlistina mína sem borgar hvaða upphæð sem er fyrir næsa tónlistaskammt með Brylla

Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 19:54

9 Smámynd: Kreppumaður

Þú verður að halda tónleika rétt fyrir jólin svo ég geti séð þig læv...

Kreppumaður, 5.10.2008 kl. 20:01

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég verð líklega ... á þessu oktember festival... Eða hvað sem þessi tónleika hátíð kallast...

Á hljómalind..

Samt ekkert ákveðið...  

Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 20:08

11 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 5.10.2008 kl. 20:22

12 Smámynd: Kreppumaður

Það er í október.   Og ég fjarri góðu gamni.

Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 00:36

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú ert allaveganna búin að gefa mér ástæðu til að halda tónleika... .. Allaveganna einn maður bókaður til að mæta á svæðið.

Brynjar Jóhannsson, 6.10.2008 kl. 01:15

14 Smámynd: Kreppumaður

Skal taka með mér gest.

Kreppumaður, 6.10.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband