Reykingarstrumpurinn Brylli


Stórreykingar-strompurinn Brylli var keðjureykingarmaður mikill. Hann gat klárað heilan sígarettupakka á nokkrum klukkutímum án þess að gera sér grein fyrir því og skömmu síðar orðið jafn þurfi í nikotín. Á köflum voru fráhvörf þessa skorsteins í manslíki svo óbærileg að hugarástandið var vítisdvöl líkast. Í verstu fráhvörfunum myndaðist spenna frá kjálka niður í tær sem ærðu hann á hverri stundu og Brylla leið eins og að hann væri í spennitreyju sem væri stöðugt að þrengja að honum. Á tímabili var maðurinn komin með áhyggjur af því að hann gæti aldrei hætt þessu "rettu-ríi" en í byrjun síns síðasta sumarfrís, föstudaginn 4 júli 2008, gerðist óvænt atburðarrás. Fyrstu helgina eyddi þessi allra besti vinur minn í að sofa af sér þreitu og á mánudaginn tók hann eftir því að hann hafði ekki reykt eina einustu sígarettu frá því að hann vann síðast. 

"hmmm fyrst ég er ekki búin að reykja síðan á föstudaginn... afhverju hætti ég þessu þá ekki ?" Woundering...

Spurði brylli mig einlægur en borubrattur að vanda.

"Já afhverju ekki "

Svaraði ég. samt engan vegin viss um að áformin myndu ganga upp hjá honum.

Já en hvernig ætti ég að fara að því að hætta reykja.. gætir þú gefið mér ráð til að halda mig frá sígarettum?

spurði Brylli mig í staðbundinni óþreyju sinni því honum leið eins og hann væri staddur fyrir framan ókleifan múr.

Sem hans besti vinur og ráðunautur gaf ég Brylla nokkur góð ráð. 

 

Ráð mín til Brylla

 

1. Forðastu streitu og reyndu að sofa af þér fráhvörfin. Haltu þér sem mest frá þrasi og leiðindum eins mikið og þú getur. 

2. takktu út allt sælgætisjukk út úr þínu mataræði því ellegar munt þú breytast í kolvetnisfíkil

4. Fáðu þér morgunmat því hungur eykur fráhvörfin.

5. Forðastu gremju og reyndu að halda ró þinni.

6. gerðu þér grein fyrir því að þetta er erfitt enda ertu að reyna að losa þig undan einni erfiðustu fíkn í heimi.  

 

Brylli fór að ráðum mínum í einu og öllu. Á köflum gat ástand hans verið óbærilegt og stundum var maðurinn kvöl og pína í mannlegum samskiptum. Undanfarið er Brylli allur að koma til og hefur drengurinn náð að afbaka allar þær tröllasögur sem ganga um reykingar. 

  • Hann er orðin rólegri og yfirvegaðri en þegar hann reykti
  • hann er stöðugt að grennast.

Ég á ég miklu auðveldara með að lifa með honum Brylla mínum. Vissulega getur hann verið erfiður og líf hans er ekki alltaf ballett-dans á "drósum" en í heildina séð er hann miklu skárri.

Ég tel mig þekkja þennan mann ágætlega því fyrir þá sem ekki vita er þessi Brylli .... ég sjálfur.



 

 

 


mbl.is Áhrif reykinga verri á konur en karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábært hjá þér, til hamingju

Jónína Dúadóttir, 2.9.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Skattborgari

Það er ekki gott að vera háður tóbaki svo er það svo rosalega dýrt að reykja útaf þessu liði sem berst gegn þeim því að það vill hafa sígarettunar eins dýrar og er mögulegt.

Gott að þú ert hættur og gangi þér vel í því.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.9.2008 kl. 23:15

3 identicon

Til hamingju!! Gott að vera laus undan þessu, ég ætti alveg í byrjun júlí líka :)

alva (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:43

4 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Mikið er það nú gott að þetta tókst hjá stráknum. Hann mun þá lifa lengur til að skemmta okkur

Lilja Kjerúlf, 3.9.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært hjá þér. Ég er alltaf að bíða eftir svona hugljómun.

Helga Magnúsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:31

6 Smámynd: Halla Rut

Þú ert svo duglegur Brynjar minn, ég er svo stolt af þér litla dúllan mín.

Halla Rut , 3.9.2008 kl. 20:15

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyir komentin .. ölll sömul ...

Nema Halla .... ÉG ER ENGIN LÍTIL DÚLLA ..

Ég er krútt

Brynjar Jóhannsson, 3.9.2008 kl. 21:28

8 Smámynd: Halla Rut

Dúlli - dúll

Halla Rut , 3.9.2008 kl. 22:12

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

kræst... ég er komin með dúllustimpilinn á mig...

Brynjar Jóhannsson, 4.9.2008 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband