ÉG fer úr sumarfríi í dag

Í dag er síðasti dagurinn í sumarfríinu mínu sem ég hef verið í síðan 4 júlí. Mestur tími frísins hefur farið í svefn en vakan í að liggja í leti. Í þau skipti sem letin hefur ekki yfirbugað mig og járnað mig með ósýnilegum hlekkjum við sófann hef ég ekki gert neitt af viti. Ég hef eytt dýrðmætum tímanum í gjörsamlega tilgangslausar athafnir sem eru lítið krefjandi. Mínar helstu ævintýraferðir hafa snúist um það að fara út í búð eða að ganga út í banka og að sitja á kaffihúsi. Sumarfríið var orsök hamskipta sem breyttu mér úr almennum vinnumarkaðsmanni í eitt latasta sófadýr íslandssögunar. Ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk telji að ég hafi varið tímanum til einkyns en því er ég algjörlega ósammála. 

 

Listi yfir árangur letidýrsins Brylla í sumarfríinu. 

 

* Náði að hætta reykja án nokkurra vandamála.

* Hef náð að grennast svo eftir því er tekið 

* búin að ná tökum á mínu mataræði 

* fékk nauðsynlega hvíld og er gjörsamlega endurnærður

* Tókst að reynast góðum vini ákaflega vel

 

Eftir nokkra klukkutíma hefst daglegt starf með sínum kostum og göllum. Í sannleika sagt hefði ég viljað vera lengur í sumarfríi en kem samt sáttur til baka úr því. Vissulega hefði ég mátt eyða tímanum betur en þegar ég hugsa betur út í þessa vangaveltu mína þá er hún grátbölvað kjaftæði.

 

Sumarfrí eru til

 

þess að liggja í leti.

 

 

Eigið góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú hefur afrekað mikið í sumarfríinu þínu, til hamingju með allan þennan árangur

Jónína Dúadóttir, 11.8.2008 kl. 06:53

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til hamingju með þennan árangur Brynjar.. 

Óskar Þorkelsson, 11.8.2008 kl. 08:04

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hefur náð þessu með tilgang sumarfrísins.  Það er nefnilega alls ekki nauðsynlegt að gera og skera allan tímann.  Til hamingju með það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Helga Dóra

Til hamingju með reykleysið og sumarfríið... Gangi þér vel í vinnunni

Helga Dóra, 11.8.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Óskar og Jónína..

Takk fyrir jákvætt hrós..

Jenny..

ég er sammála því sem margir segija að letin sé vanmetin kostur Það er einmitt málið að maður þarf ekki að hegða sér eins og maður sé með sinnep í rassgatinu.

Helga Dóra

takk fyrir það...

Brynjar Jóhannsson, 11.8.2008 kl. 12:54

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér sýnist þú hafa verið allt of aktívur

leti er dyggð

Brjánn Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts .. bæði grennst og hætt að reykja, nú verð ég að benda á þetta þegar fólk er að afsaka sig með því að það vilji ekki hætta að reykja vegna þess að það fitni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.8.2008 kl. 17:01

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Brjánn...

Sammála.. ég gerði allt of mikið

Jóhanna..

Sko galdurinn var að sofa af sér fráhvörfinn og skipta ekki um fíkn. Ég varð því að taka sykurinn út því ellega hefði ég orðið að átfíkli í staðinn. OG viti menn það svona snarvirkaði.. þegar vinkona mín sá mig þá misti hún augun og dásamaði mig fyrir hvað ég hafi lagt mikið af.  Það er fleirra sem þarf eins og að passa sig á öllu því sem hefur streitu áhrif.... eins og t.d Kaffi og skyr.. Allaveganna er skyr streituvaldandi í mínu tilfelli ,,, hef komist að því. 

Brynjar Jóhannsson, 11.8.2008 kl. 17:06

9 Smámynd: Lilja Kjerúlf

hefurður ekki heyrt að maður á ekki að drekka kaffi og borða svo skyr? Veistu ekki hvað gerist með þeirri blöndu?

Ætli ég taki þig ekki til fyrirmyndar og fari í sykurstraff, létta mig um ca 3 kíló.

Annars til hamingju með að vera latur.

Lilja Kjerúlf, 11.8.2008 kl. 19:50

10 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hey kallinn, manstu ekki þegar konan kom hérna á síðuna þína og já......förum ekkert nánar í það. En geturðu ekki kært hana eða eitthvað til að fá sumarfríið lengt. 

Það er oft gert ef maður er veikur í fríinu, þú varst náttúrulega rændur öllum svefn. 

S. Lúther Gestsson, 11.8.2008 kl. 20:37

11 Smámynd: Brattur

... ef að aðrir hefðu bætt sig allt sitt líf eins og þú Brylli í sumarfrínu, væri heimurinn betri en hann er...

Brattur, 12.8.2008 kl. 11:31

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Glæsilegur árangur kæri Brynjar, þú kannt að taka þetta með trompi! Ég vildi ég væri hættur að reykja líka! Hver var galdurinn ?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 12:19

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lilja ..

Ég hef heyrt þetta með kaffið... en ekki skyrið.

Luther..

Ég vona að sú manneskja sé farin af mínu bloggsvæði og það fyrir fullt og allt. Mér lýður svo vel núna í vinnunni að ég þarf ekki að fara í frí.

Brattur..

Þakka þér kærlega fyrir hlý orð... það mættu fleirri mancheaster aðhangendur vera SVONA ÖÐLINGAR EINS OG ÞÚ

Guðsteinn..

Ég skal segja þér galdurinn..

1. Fyrstu daga forðaðist ég allt sem kallast streita eins og mikið og ég gat og svaf af mér fráhvörfin

2. Ég hætti að borða sykur því ég vissi að ég myndi skipta yfir í kolvetnis

3. Núna í dag er ég líka farin að skipta yfir í hollara mataræði því ég hef komist að því að margur matuinn sé gríðarlega spennuvaldandi.. eins og t.d Skyr,kaffi, sykur. Í raun verður að taka allan mat út sem er streituvaldandi því annars verða fráhvörfin svo erfið.

4. Að passa sig á pirringi og gera sér grein fyrir þvi að eymd sé valkostur . Passa sig á því að detta ekk ofan í pitt neikvæðninar og pirrings.

Ég vona að þetta hafi komið þér að gagni.

takk kærlega fyrir jákvæð koment...

Brynjar Jóhannsson, 12.8.2008 kl. 12:54

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætlaði að segja við númer tvö...

kolvetnisfíkn en ekki kolvetnis..

Brynjar Jóhannsson, 12.8.2008 kl. 12:56

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Brynjar, af öllum sem ég hef spurt í gegnum tíðina er þetta með þeim fáu skiptum sem ég hef fengið vitrænt svar, þá á ég við svar sem hægt er að notfæra sér eitthvað! Ég ætla að reyna að fara sömu leið og þú, því þessi fjögur atriði sem þú taldir upp eru einmitt þau sem ég hef staðið mig hvað verst í!

Þess vegna gleður mig að sjá einhvern koma með heilsteypt svar loksins við einfaldri spurningu. Alltaf hef ég fengið:þú þarft bara ákveða dag, notaðu bara tyggjó og annað slíkt þunnildi. Takk innilega fyrir þín góðu ráð kæri Brynjar og mun ég fara eftir þeim, svo sannarlega! Ég held samt að þú vitir nákvæmlega hvað ég er að tala um í þessu röfli hjá mér og skilur vel af hverju viðbrögð mín eru eins og þau eru. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.8.2008 kl. 13:07

16 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Kaffi + skyr = niðurgangur

Lilja Kjerúlf, 12.8.2008 kl. 13:27

17 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guðsteinn..

Ég veit nákvæmlega þetta með röflið og kornflekspakka heilræðin . Ég veit þetta getur verið erfitt og því forðast ég alltaf að predika yfir öðru fólki um hvað þetta er auðvellt.málið er að þetta getur stundum bara verið strembið en með réttu mataræði gengur mér miklu betur og held að ég muni ekki reykja aftur eða það vona ég allaveganna.. Takk kærlega fyrir hólið..

Lilja..

Alltaf er ég að læra eitthvað nýtt....

Brynjar Jóhannsson, 12.8.2008 kl. 13:41

18 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir það Gunnar

Brynjar Jóhannsson, 12.8.2008 kl. 20:53

19 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Nei,nei nú er þetta komið út í eitthvað knús, knús og kiss me.

S. Lúther Gestsson, 12.8.2008 kl. 23:00

20 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Voðalega hefur þú mikið ofnæmi fyrir jákvæðni Luther

Brynjar Jóhannsson, 12.8.2008 kl. 23:05

21 Smámynd: Kolgrima

Vá hvað þú hefur gert mikið sem virkilega skiptir máli í sumarfríinu.

Til hamingju með að vera hættur að reykja  

Kolgrima, 13.8.2008 kl. 00:02

22 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Nei Brynjar minn. Það að iðka stöðuga sjálfsrannsókn gerir mönnum gott og þeir sem það kunna eru betur staddir enn margur annar. Þetta ofar í pistlinum var nú sett upp sem smá útidúr hjá mér.

S. Lúther Gestsson, 13.8.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband