Allt í lagi

Ég fór með vinkonu minni og fylgdist með gleðigöngu Hinsegin dagsins. Ekki nennti ég að fylgjast með allri göngunni og var að fara af henni rétt í þessu. Ég verð að viðurkenna að mér fannst gleðigangan ekki neitt sérlega skemmtileg í samanburði þá sem ég sá síðast. Skemmtigangan var hálf þemulaus og meira svona "að sjá mig og sjá aðra" þema frekar en sterk háðsdeila eins og vörubíllin sem kallaði sig "Hommahnúkavirkjun" sem ég sá um árið. Kannski er sú þróun samkynhneigðum fyrir bestu því það er ekki eins og hommar og lesbíur eigi að vera einhverjir sýningagripir eða skemmtikraftar heldur fólk sem er jafn sjálfsagt í tilverunni og allir hinir.  Fyrir mér snýst þessi kröfuganga aðallega um að baráttumálum samkynhneigðra sé fylgt eftir og einstaklingsréttur þeirra sé virtur. Ég er virkilega hreykin af samkynhneigðum og hvað barátta þeirra hefur náð miklum árangri hérlendis. Mín upplifun er reyndar sú að samkynhneigð er í augum flestra nútímamanna jafn sjálfsögð og að mjólk fáist í matvörubúðum. Vissulega eru einhverjir trúarsöfnuðir með eitthvað uppsteyt og leiðindi en er það mín upplifun að slíkt fólk sé sífellt að einangrast og í stöðugu undanhaldi.
mbl.is Gleðigangan hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er góður pistill hjá þér minn kæri

Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Kristín Jakobsdóttir Richter

Held ég sé bara sammála hverju orði!  Fór einmitt með krakkana í fyrra og höfum sjaldan skemmt okkur eins vel! Ætli þau séu ekki að nuða í e-m að fara með sér núna! heheh

Kristín Jakobsdóttir Richter, 9.8.2008 kl. 16:07

3 identicon

Að endanum verður tekið á trúarhópum sem stunda mismunartilburði í nafni trúar með lögum.  Ætti í raun að setja hommahataratrúflokkana aftast á skrúðgönguna og láta þá dansa úr sér ruglið

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

OK, þú hefur sem sagt fylgst með göngunni undanfarin ár, reyndar alltaf labbað með kannski.

Ég held að það sem er mest í taugarnar í hinn almenna borgara  núna í sambandi við þessi samtök er öll þessi hrikalega neysla áfengis og vímuefna sem allt of margir samkynhneigðir eru í.

Hitt er svo annað mál að etta fólk kann að mála bæinn rauðan og búa til gleði sem nær til allra bæjarbúa. Reyndar ætti að fá einmitt þetta fólk til að sjá um 17 júní, menningarnótt og fleiri uppákomur í miðbæ Rvk.

S. Lúther Gestsson, 9.8.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína..

takk fyrir það

Krístín..

Ég held að þú hafir ekki mist af miklu þetta árið.. þetta var voðalega hefðbundið.

Sáli.

Það er í sjálfu sér hugmynd

Luther...

Ef ég hugsa út í þá homma og lesbíur sem ég þekki persónulega þá kannast ég ekki við að þau séu í einhverju meira sukki en gengur og gerist. Ég skil reyndar alveg hvað þú ert að fara og verð að viðurkenna að ég er hálf sammála þér. 

En myndir þú ekki segja að það væru veruleg batamerki ef að að áfengisneysla þeirra fari aðalega í taugarnar á fólki fremur en kynhneigð ??? .. Ég myndi segja að það væri frábært því þá er þetta bara orðið að venjulega fólki. Allaveganna fer ofneysla vímuefna verulega í taugarnar á mér og skiptir engu hver á í hlut. samkynhneigður eður ei. 

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég set alltaf spurningarmerki við það hvort batamerki eru á fordómum í garð lesbíu og homma, nú til dags þorir enginn að viðurkenna að hann hafi fordóma yfirleitt á einhverju. Það eiga allir að vera svo líbó og góðir og reyndar er fullt af fólki að rembast við að þykjast elska allt og alla án þess að í raun gera það.

Lestu til að mynda ansi margar bloggsíður hérna þær eru stútfullar af kommentum eins og:

Knús til þín.

Innlitskvitt 

Hjarta mitt fylgir þér Knús, knús.

Svo er þetta fólk fullt af gremju.

Enn allir segast elska alla jafnt. Ef þetta fólk myndi þurfa að svara því hvort því væri þá alveg slétt sama hvort barnið þeirra væri hommi eða lesbía kæmi annað hljóð í skrokkinn.

Það sem ég er að reyna að sega er að fólk þorir ekki að sýna hvað því finnst eins og fólk gerði hér í gamla daga. Sem er kannski eins gott.

S. Lúther Gestsson, 10.8.2008 kl. 00:46

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

S luther.

Ég get talað um mig og minn sjóndeildarhring, mitt fólk og þeir sem eru í kringum mig. Ekki upplifi ég neina fordóma. Ég er að vinna með einum samkynhneigðum og finnst mér eins og hann sé jafn sjálfsagður á mínum vinnustað og annað fólk. Engin að spá í neinu varðandi hann og hans kynhneigð.

Varðandi..  

Knús til þín.

Innlitskvitt 

Hjarta mitt fylgir þér Knús, knús.

Þá ertu væntanlega að tala um dæmigerða yfirborðskennd hjá fólki og það er nú heimsþekkt fyrirbæri. Serstaklega þekkt fyrir bæri í kvennaveröldinni þar allt er kraumandi undir niðri en voðalega fallegt á yfirborðinu. Það er alltaf gott að frétta hjá fólki jafnvel þó það sé jafn vel nýbúið að reyna að fremja sjálfsmorð. 

Hitt er að stundum er þetta bara falleg skilaboð og væntumþykja... það er oft munur á væminni kurteisi og yfirborðskennd.

Brynjar Jóhannsson, 10.8.2008 kl. 04:51

8 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Brynjar: Heyr, heyr, heyr (lófaklapp) Það eru ekk nema svona 15 ár síðan Páll Óskar geði allt brjálað vegna hommaþáttana á öldum ljósvakans. Í dag slást skólarnir um hann og hann þykir prýðisfyrirmynd fyrir krakkana.

Öldin er önnur !!!

Lárus Gabríel Guðmundsson, 11.8.2008 kl. 02:16

9 Smámynd: Kolgrima

Gleðigangan hefur skilað hellingsárangri. En þetta með dóp og drykkju samkynhneigðra þá hef ég ekki nokkra trú á að hú sé neitt meiri eða minni en okkar hinna! Samkynhneigt fólk er afar venjulegt fólk.

Kolgrima, 11.8.2008 kl. 02:47

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus..

Já satt er það munurinn er ákaflega mikill síðan þá. Ég man vel hvernig menn töluðu um samkynhneigð þegar við vorum í fótboltanum á sínum tíma og nú á dögum. Gjörsamlega tvennt ólíkt.

Kolgríma.

Ég myndi halda það að neysla samkynhneigðra sé ekkert meiri eða minni en gengur og gerist. Munurinn er líklega sá að neysla þeirra er kannski meira áberandi. En ef þetta er fyrst og fremst óorðið sem samkynhneigðir hafa á sér þá hygg ég að það verði nú ekki mikið mál að uppræta slíka fordóma einfaldlega með félagslegum rannsóknum sem t.d sýna og sanna að áfengismeðferðir séu ekki tíðari hjá samkynhneigðum en öðru fólki.

Brynjar Jóhannsson, 11.8.2008 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband