Kúrekinn ætlar ekkert að hætta olíufáksbrölti sínu í Afganistan.

 

Sumt virðist ekki breitast í þessari veröld grimdarinnar eins og þessi texti minn sýnir og sannar. Ég samdi textan um Goerge Bush á sínum tíma og hvernig heimsmálin litu út fyrir mér. Bandaríkin eru enn í sama brölti sínu í Afganistan og Írak undir fölskum forsendum. Hver heilvita maður veit að þetta er olíustríð en ekki til þess að uppræta hryðjuverkaógn.  

 Kúrekinn.

 

Sérð kúrekann í vestrinu með byssubelti í hendi

og bandarísku martröðina í hverjum sjónvarpssendi

misnotandi Jesú Krist og misnotandi skrílinn

marserandi í leitinni að olíu á bílinn 

En Kalli Rove..

Það er heilahvelið hans

þessa hryðjuverkamans

Sem býr til indíána úr araba og ógn úr hverju horni

andskota úr friðarsinna og bull úr visku korni

hann Kalli Rove

 

Kínakarlinn rís á bak við komanista merki 

og kúrekin er hræddur við hans miklu vaxtarverki

er sígur stóran skammt af sínu ofsatrúardópi

með soghljóðum í nösina með halleiajúlía hrópi

kúrekinn

hann hræðir bandaríska bjánann

hann brennir smánarblett á fánann

er sannfærður að hann sé sjálfur nafli himinsgeimsins

hafin yfir aðra menn og hungur þriðja heimsins

Kúrekinn

 

Og Kúrekin hann sólundar nú tindátunum sínum

með Samma frænda í veisluhaldi handa auðvaldssvínum

og Hitlerannir fjölflaldast og verða að forstjórunum

en friðsamlegu Jesúsannir enda á geðstofnunum

Kúrekinn

hann bjó til þúsund ára ríkið

hann er skratti í mannsins líki

með nýrri gerð af þinghúsbruna hann setti um sjónaspil

en síðan varist ógnvaldið sem hann bjó sjálfur til

Kúrekinn 

 

myndbandið við þetta lag er hér...

 

Lag og texti ..

Brynjar Jóhannsson. 


mbl.is Framlengja dvöl í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Hey, hey hey.....það er ekkert verið að taka fram hvaða snillingur stóð að baki upptökunni á myndbandinu.....fuss !!!!!!!!!!!!!

Og svo er búið að flytja mann lengst niður í rassgat á listanum hjá þér.....MÉR BLÖSKRAR

Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 04:24

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott !!!!!!!!!

Jónína Dúadóttir, 6.8.2008 kl. 07:05

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus Ég biðst... forláts... laga þetta eins og skot.

það var Lárus Guðmundsson...

sem sá um upptökur á þessu lagi...

Jónína..

takk fyrir það. 

Brynjar Jóhannsson, 6.8.2008 kl. 10:30

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Brynjar minn; þér er fyrirgefið :)

Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband