Ó Afródíta- ég bíð þér í nútímadans.

Minn fyrsti geisladiskur ber heitið Næstum því maðurinn. Þema geisladisksins er lífsgæðakapphlaupið. Lagaval disksins byggi ég upp eins og söguform en hann er aðallega bundin saman með þjóðfélagslegri ádeilu. Ljóðið Afródíta kom fram á þeim geisladiski og þykir mér sérstaklega vænt um það kvæði. Líklegastu ástæðuna fyrir því tel ég hve vel hann lýsti huglægri verund minni á vissum tíma æfi minnar. 

 

Afródíta

væri dýrasti demantur skarthússins vinan ef seldist á sanngjörnu verði
og settur á hillu sem meistara verkið og geymt bak við öryggisverði
en er dulari en vel saumuð keisara klæðin hjá kaupmönnum flottustu búðanna
kosta ekki neitt og fæst gefins á útsölu og sést ekki stillingum rúðanna

með hendur í skauti ég geispa af þreytu er ég lít yfir lóðrétta vegi
og ég læt sem ég brosi með hendur í skauti er nóttin loks verður að degi
en glotti við tönn þegar horfi á lífið og broslegu sporin að baki
er bifa ekki sjálfum mér týnist nær sporlaust í þungbæru andartaki

þó ég stígi á sviðið í hlutverki fíflsins er ég gimsteinn í gullhulstrum englanna
og gæskan það mikil að Jesú hann klökknar er sér mig í takti við henglanna
það er grátlegt að sjá mig sem statista á sviði og eiga ekki eitt einasta orð
í einlitu handriti samfélags okkar sem bíður mér eymd eða morð

við skáldaðar persónur ímynduð atvik ég bý inn á barhúsum draumanna
og baðast í fegurstu hugsunum Choens er flýt gegnum stríðustu straumanna
skortur af sjálfselsku varð mér að falli og hófværðin heldur mér inni
í húsi sem draumurinn byggði úr þögn handa skapandi vitund minni

í heiftugum rökræðum ég reifst við mig sjálfan en ég tapaði svo fyrir mér
og reyndi að samlitast veggjum og gólfum í leitinni að stúlku eins og þér
en þögnin er hávær sem þúsundfalt öskur er hríslast á freðnuðu hjarni
huglægrar verundar vitundar minna sem orðin er aftur að barni

og vitundin flögrar á vængjuðum kafbáti í tilvist sem er ekki til
í tímavél minninga og fjarstæðra óra sem fæddust við ömurleg skil
ég er nemandi að læra í háskóla lífsins hinn meinlausi trúður að mennt
hef mest allan lærdóminn dregið af því sem kaldlindið hefur mér kennt

 

lag og texti - Brynjar Jóhannsson.

Lagið er að finna á heima síðu minni Brylli.com og er lag númer 8. kl (ýttu hér til að komast á heima síðuna mína)  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er flott, mjög sannfærandi stíll og góður texti. Þrælskemtilegt

sandkassi (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 13:08

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þakka þér kærlega fyrir hrósið Gunnar Wage..

Ég met það mikils

Brynjar Jóhannsson, 25.7.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband