Ég er keðjureykingarmaður sem mökkar heilan pakka á tveimur klukkustundum ef þannig ber undir. Mér þykir ekkert betra en að drekka tonn af kaffi og strompreykja eins og skorsteinn þegar ég sit önnum kafin yfir skriftum á kaffihúsum. Sama hvað heilsuvernarfasistar reyna að telja mér trú um hvað reykingar séu ógeðslegar þá þykir mér þessi yðja mikil nautn. Annars væri ég ekki búin að vera reykingarmaður í meira en 14 ár.
Fráhvörfin.
Það hefur reynst mörgum erfitt að hætta að reykja og hið sama gildir um mig. Á morgnanna er ég ekki viðræðuhæfur fyr en ég hef reykt eina til tvær rettur og drukkið vænan skammt af kaffi. Í raun rekur neiðin mig til þessara ósiðlegu athafna því fráhvörfin sem ég fæ af því að reykja ekki ólýsanlega óþæginleg. Spenna myndast frá læri upp í kjálka og það er engu líkara en einhver sé innan í mér að toga mig niður. Ég verð því öskrandi pirraður fyrir vikið ekki húsum hæfur þar til ég hef fengið minn skammt af nikotíni.
Furðuleg lækning.
Frá því að ég byrjaði í sumarfrínu hefur mig ekki langað í sígarettu. Ég hef ekki reykt eina einustu rettu og ég finn varla fyrir fráhvörfum.Furðulegast er að ég tók ekki einu sinni áhvörðun um að hætta reykja heldur hætti sjálfkrafa. Ég er sem sagt ekki einu sinni hættur að reykja en hættur að reykja samt sem áður án þess að hafa fyrir því.
Hvað gerðist eiginlega ?
Mín kenning er sú að reykingarlöngun mín tengist ekki bara nikotíninu sjálfu heldur kaffi drykkju og streitu. Á morgnanna þegar ég er dauðþreittur þarf ég kaffi til að halda mér vakandi. Þar sem kaffi er mikill spennuvaldur þarf ég eitthvað mótlyf til þess að róa mig niður. Sígarettan verður þá fyrir valinu og í gegnum kaffi og sígarettur næ ég furðulega góðu jafnvægi. Þetta gríðarlega jafnvægi sem ég fæ verður að vímunni sem ég sækist í gegnum kaffi og sígarettur.
Lækningin
Í sumarfríinu hef ég sofið mikið og tekið lífinu rólega. Streituvaldur á þessu letitímabili er sama og engin og því er ég ekki uppfullur af spennu þegar ég vakna á morgnanna. Fyrir vikið hef ég ekki þurft á kaffi að halda til að vekja mig upp né langað í sígarettur. Kenningin hjá mér er sú að sígarettur eru fyrst og fremst notaðar til þess að draga úr streytu og um leið og ég hef dregið alfarið úr minni streytu þá langar mér ekki í sígarettur.
Ég vona að ég hafi gert mig skiljanlegan fyrir ykkur og vonandi geta þessi heilræði virkað fyrir einhvern því þau virka fyrir mig enn sem komið er.
Kærar stundir..
Brylli
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert náttulega bara langflottastur
Jónína Dúadóttir, 8.7.2008 kl. 21:36
Til hamingju!
Ég er kaffifíkill mikill og fyrrverandi reykingakvenndi, nýhætt sjálf. Ég hinsvegar var lítil reykingamanneskja, fann lítið fyrir því þótt ég sleppti út degi og oftast var ég að reykja kannski 1-4 sígarettur á dag svo að fráhvörf var eitthvað sem ég fann ekki fyrir. Ég fór bara að hugsa hvort það tæki því nokkuð að vera að reykja fyrst ég reykti ekki meir en þetta því mér þykir þetta bölvaður ósiður svo ég hætti bara, óplanað og óvart.
Ragga (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:39
Það kemur sér stundum vel að vera stórskrítinn, Brynjar.
Haltu því áfram.... þú ert karakter fyrir vikið.
Anna Einarsdóttir, 8.7.2008 kl. 23:17
Vá á ég að trúa þér? Reyki eins og bjrálæðingur og er alltaf að vonast eftir svona kraftaverki.
Hm....
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2008 kl. 23:34
Jónína: Þú verður að fara ákveða þig
Brynjar: Frábær pistill og til hamingju með... sumarið
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.7.2008 kl. 13:48
Til hamingju með slökunina, sumarið og sjálfan þig!
Flottur ekki spurning.
www.zordis.com, 9.7.2008 kl. 17:29
Jónína.. takk fyrir það
Rauðka Já þú reyktir svona lítið. Ég er löngu búin að komast að því að nikotínfíkn er mjög persónubundin..
Anna..
og það sem betra er að ég legg ekkert upp úr því að vera skrítin. miklu frekar nátturulegur einstaklingur..
Jenny..
Ég sel þér þetta ekki dýrara en ég keypti þetta..Ég veit ekkert um þína nikotínfíkn.. Hún gæti verið á einhvern hátt öðruvísi en svona virkaði þetta fyrir mig.
Gunnar..
já takk fyrir það
Zordís..
takk líka..
Þakka ykkur fyrir jákvæð koment
Brynjar Jóhannsson, 9.7.2008 kl. 17:56
O, ekki byrja svo aftur þegar þú hverfur aftur til vinnu. Það verður að vera góð lykt af þér þegar við hittumst.
Halla Rut , 9.7.2008 kl. 21:38
ég er reykingamaður og hef verið í 25 ár. þegar ég er þunnur finn ég ekki eina einustu löngun í tóbak. ég hef því komist að því að til að hætta að reykja þurfi ég að auka við drykkjuna.
Brjánn Guðjónsson, 9.7.2008 kl. 23:14
HVað segiru Halla mín ??? ERTU AÐ FARA AÐ VINNA Í PÓSTINUM ?
Brjánn.. Það er kannski þín leið til að hætta að reykja ... að drekka frá þér allt STRIT.
Brynjar Jóhannsson, 9.7.2008 kl. 23:52
Geðveikt. Til hamilngju með þetta Brylli minn... Ég vona að þú náir að vera afstressaður áfram þótt að sumarfríið þitt klárist.... Það er frábært að losna undan þessar fíkn.....
Aftur til hamingju, þú rúlar.......
Helga Dóra, 10.7.2008 kl. 00:32
Til hamingju! Rosalega vildi ég koma úr sumarfríi og átta mig á því að ég hefði í ógáti hætt að reykja.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.7.2008 kl. 07:58
Halla Rut , 10.7.2008 kl. 10:06
Ég þoli ekki svona fólk!
Enda ekki búin með nema einn kaffibolla og eina sígó í dag. Kíki við seinna og samgleðst þér________________________kannski
Andrea, 10.7.2008 kl. 10:31
Helga Dóra..
Já það er vonandi að þetta virki Þetta virkar hingað til og eru fráhvörfinn ekkert rosalega mikið. Aðalmálið er að halda sig frá áreittni og þá er ég góður.
Helga Guðrún..
Ja ég átta mig stundum ekki á mér ... Byrja stundum á einhverju án þess að spyrja mig eitthvað um það sjálfur.
Andrea..
Ég get vel skilið það. Mig grunar að einn besti vinur minn hati mig út á lífið. Hann er ítrekað búin að reyna að hætta og svo hætti ég án þess að fatta það að ég hafi hætt.
Brynjar Jóhannsson, 10.7.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.