Félagi minn bjó á Ítalíu um skeið vegna náms. Sá ágæti maður er mjög víðsýnn og umburðalindur. Ákaflega velgefin og mikill mannvinur. Jafnaðargeð hans og þjónslund er til stakrar fyrirmyndar. Yfirleitt er hann umræðuhæfur um allt á milli himins og jarðar og ver hann ávallt þá sem minna mega sín. Það kom mér því virkilega á óvart að eftir námsetuna á Ítalíu hefur hann megnustu andúð á sígaunum og verður alltaf hinn argasti þegar talið berst að þeim.
"Þetta er ÓÞJÓÐALÝÐUR SEM ER EKKI HÚSUM HÆFUR, honum stendur til boða að búa í mannsæmandi húsum en kýs að lifa á ruslahaugum. Þess á milli lifir þetta lið á sníkju eða rænir saklausa borgara og vælir yfir því að það eigi svo bágt" sagði umræddur félagi eitt sinn við mig.
Sama hvað tautaði og raulaði stóð félaginn við sama heigarðshornið. Drengurinn stóð algjörlega fastur á sínu sama hvað ég eða aðrir reyndu að mæla á móti þessu sígaunatali hans.
"Einu sinni var ég í lest og einn sígauninn grátbetlaði mig um bjór sem ég neitaði. En þegar ég kom út úr járnbrautalestinni tók eftir því að hann hafði þegar stolið einum af mér einum.
Nefndi þessi góðvinur minn eitt sinn við mig máli sínu til rökstuðnings. Ég reyndi að benda honum á að það væri ekki hægt að dæma sígauna út frá einum slíkum viðburði en nefndi hann þá fleirri dæmi. Hann var algjörlega á því að þessi hópur fólks væri óferjandi og ólandi.
Þegar ég hugsa til þessara hreinsunaraðgerða ítalskra yfirvalda spyr ég mig hvort að það geti verið að það sé þónokkuð mikið réttmæti til í þeim eftir að hafa hlítt á þessa lífsreynslusögu félaga míns. Allaveganna þykist ég fullviss að félagi minn sé hlintur þeim og er nokkuð ljóst að hann sé ekki sá eini sem er á því máli. Þó svo að mér sé fyrirmunað að trúa því að Sigaunar séu verri en annað fólk,spyr ég mig samt hvort það gæti verið fyrst vinur minn ber þeim svo illa söguna ?
Ef staðreyndin er sú að óvenju margir sígaunar lifi á ránsferðum og óheiðanlegri sölumennsku er þá eitthvað athugavert við það að uppræta slíka glæpi ?
Mér er nú minnistætt að þegar ég var strákur í Hafnafirði þá voru fastir liðir að unglingar lögðu miðbæinn í rúst á þrettándanum. Það var ekki fyr en lögreglan brá á það ráð að handtaka um 150 ólátakrakkapésa eins og mig og stinga þeim í fangelsi að þessi hefð datt upp fyrir. Persónulega tel ég að þær aðgerðir lögreglunar voru mjög skiljanlegar enda algjörlega óþolandi að krakkar komist um með slíka vanvirðingu gagnvart eigum annarra.
Mannapinn þarf aga og stundum þarf að bregða til harðra aðgerða til að uppræta ósiði sem eru orðnir af hefðum eins og t.d að ræna. Að þessu leiti skil ég aðgerðir Ítala ágætlega þó svo að þessar aðgerðir minna mig óþæginlega mikið á helförina miklu.
Vilja reka sígauna úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek sérstaklega eftir því að það er notað orðið fordómar í fréttinni. Sígaunar eru alþekktir fyrir betl og þjófnað. Þannig að ég myndi ekki kalla þetta fordóma. Það er eins og allir noti orðið fordóma ef eitthvað ljótt er sagt um einhvern hóp fólks þó svo að það sé allt á rökum reyst.
Óli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:01
Vel má vera Óli..
Ég vil samt ekki trúa því að þeir séu verra fólk en aðrir heldur eingöngu aldnir upp við óagaðari og siðlausari venjur en gengur og gerist.
sorrí vinur... ég er bara svo mikill rétttrúnaðarsinni.
Brynjar Jóhannsson, 3.7.2008 kl. 17:13
Ágæt byrjun hjá ítölsku stjórninni en betur má ef duga skal.
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:47
Það eru að vaxa kynslóði sígauna sem hafa menntun og búa húsum, hafa nægt fé og feita skartgripi til að gleðja augað.
Smákaupmenn markaða sem selja gardínur sem og annan varning, fólk sem gerir ekki flugu mein en ég veit hins vegar hvaða tegund af sígaunum vinur þinn nefnir en það er hvorki rómantík né menningarvottur í fari þessa einstaklinga sem hafa fé af öðrum og rupla og ræna eins og "þeir" eigi líf að leysa.
Sigaunar eru ekki bara ein tegund af þjóð heldur ólíkt munstur flökkufólks með uppruna sinn frá Rúmeníu (ef mig skortir ekki minni) .....
www.zordis.com, 3.7.2008 kl. 17:51
Sígaunar eru þekktir fyrir rán og rupl hvar sem þeir fara, m.a. á Spáni leysir lögregla langflest þjófnaðarmál (af þeim sem leysast yfirhöfuð) með því einu að fara inn á ruslahaugana sem sígaunarnir búa og sækja góssið þangað. Þeir bera alltaf fyrir sig "menningunni" þar sem þeir "þekkja ekki eignarréttinn" en eru samt klárir í að draga fram hnífana um leið og einhver kemur inn á svæðin sín til að sækja eitthvað sem "enginn á". Að auki verður þjóðflokkur að teljast ansi skyni skroppinn ef hann hefur ekki lært það á meira en 2.000 árum að allir í kringum þá virða eignarréttinn.
Auðvitað eru ekki allir sígaunar rænandi og ruplandi hvar sem þeir fara - en nógu stór hópur gerir það til að sígaunar hafa verið hataðir öldum saman um alla Suður Evrópu.
Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:01
"svæðin þeirra" átti ég auðvitað við.
Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:02
Johnny..
ég ætla ekki að dæma um þessa byrjun stjórnvalda... en svona miðað við hvernig félagi minn lýsir ástandinu þarna á Ítalíu þá þykja mér þau ansi skiljanlegar.
Zordís...
Ég skil ekki þessa óbeit félaga míns á sígaunum enda ekki honum líkt. Ég hef enga hugmynd um hvaða fólk hann var að umgangast þarna í Milano meðan hann var í námi.. En sel ekki söguna dýrara en ég keypti hana.
Ég reyndi nú að segja honum að það hliti nú að vera til menntaðir sigaunar sem byggju í húsum og væri engu frábrugðnara okkur hinum. því vildi hann ekki trúa nokkurn tíman eftir að hafa umgengist svona fólk.
Brynjar Jóhannsson, 3.7.2008 kl. 18:02
Gulli takk fyrir þetta koment...
Brynjar Jóhannsson, 3.7.2008 kl. 18:05
Já, það er víst að hópar og fjölskyldur sígauna eru eins fjölbreyttar og þær eru margar. Allavegana átti ég vinkonu í Portúgal af sígaunaættum. Hún gekk í skóla eins og hinir unglingarnir og stóð sig með prýði. Hún var kannski heldur frjálslegri í fasi og klæðaburði en hinir. Kannski svolítið meira íslensk í hegðun enda stórskemmtileg. Hún var líka áberandi glæsileg í útliti og mér skylst að hún hafi gift sig fremur ung. Hún bjó hjá ömmu sinni í húsi en amma hennar fór alltaf á markaðinn og seldi þar vörur. Yndislegt fólk alveg og áberandi fallegt og stolt en það voru kannski ekki alveg allir á markaðnum sem maður hefði viljað kynnast frekar...
Helena (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 01:05
Silvio Berlusconi - getur verið að einhver hér í þessum bloggheimi styðji í raun og veru hans aðgerðir og hugsjónir?? Þarf að spyrja að því?
Rúna Björg (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 02:07
Helena..
Jú ég ætla rétt að vona það að Sigaunar séu ekki allir upp til hópa ribbaldar en eins og þú segir er ekki verið að tala um alla hópa, þarna á Ítalíu heldur áhveðin hóp af fólki sem er til tómra vandræða.
Rúna Björg..
JÁ mögulega... Ef raunin er sú að einhver hluti fólks sé ítrekað að ræna og komast í kast við lögin þá sé ég ekkert athugavert að gera það sem þarft til að uppræta slíka glæpi. Eins og ég sagði þá minnir þetta ó þægilega mikið á fasisma og helförina miklu en mögulega er þetta eina leiðin til þess að uppræta slíkt glæpum..
Allaveganna er ég ekkert á móti fólki almennt heldur glæpamönnum.
Brynjar Jóhannsson, 4.7.2008 kl. 08:17
"Það er eins og allir noti orðið fordóma ef eitthvað ljótt er sagt um einhvern hóp fólks þó svo að það sé allt á rökum reyst."
það eru fordómar, og er ekki á rökum reyst.
Auðvitað eru sígunar þekktir fyrir leiðinlega hluti, en þó má ekki alhæfa og segja að þeir séu allir slæmir. kann margar slæmar sögur af sígunum sjálfur, enda þekki sérstaklega vel til eins lands þar sem hlutfall síguna er 10%. þar tala infæddir um "good gypsies" og "bad gypsies". í þessu ákveðna landi sem ég þekki til, eru margar síguna fjölskyldur sem lifa bara venjulegu lífi, vinna 9-5 og því um líkt. en það er alltaf hinn hlutinn sem lifir af sníkjum og þjófnaði sem kemur slæmu orði á heilan flokk manna því miður.
LS (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 08:34
L.s...
Ég varpaði einmitt þessu fram til þess að athuga hvort einhverjir hérna í bloggheimum töluðu af reynslu. Sjálfur þekki ég ekki til þessa fólks en félagi minn sem sagði þetta við mig er með einhverjum umburðalindustu og víðsýnustu mönnum sem ég þekki. Því tel ég nokkuð ljóst að hann hafi eitthvað fyrir sér þegar hann lætur slík orð falla því yfirleitt tekur hann hanskan upp fyrir minnihlutahópa. Ég geri ráð fyrir að þessi félagi minn hafi verið að tala um þennan hóp sem þú kallar "slæmir Sigaunar" og ég tel það nokkuð ljóst að þessar aðgerðir á Ítalíu sem gegn slíkum ránshópum.
Brynjar Jóhannsson, 4.7.2008 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.