Síðbúin erfðarskrá.

Ég er að fara út fyrir bæjarmörkin um helgina og kem ég ekki aftur í siðmenninguna fyr en á Sunnudaginn. Stefnan verður sett á Snæfellsnes og er takmarkið að ferðast með flóabátnum Baldri til Flateyja. Ástæða ferðarinnar er að félaga mínum, Kjartani Orra, datt í hug að halda upp á 30 ára afmælið sitt á með því að skreppa í útileigu. Þar sem Kjartani er vel við hávaðasekki og sorakjafti var ég sérstaklega beðin um að koma með ásamt öðrum góðum vini sem er ekki þekktur fyrir annað en að vera með fjörug skrílslæti þegar hann er undir áhrifum áfengis.Ég hyggst fjárfesta í gríðarlegu magni af áfengi og er takmarkið að vera búin að drekka hvern einasta dropa af því fyrir Sunnudaginn.  Gítar verður tekin með í þessa sérlegu sendiför um tjaldstæði á Snæfelsnesi og gripin fram til þess að halda fyrir dagprúðum túristum vöku með óvenjum miklum hávaðasöngi. "SJÚDDIRALLIREI" Whistling.  Ef röddin mín er ekki sama og horfin á sunnudaginn þegar mér verður skutlað aftur í 101 búrið mitt þá er ég ekki maður með mönnum .Reyndar á ég ekki von á því að koma aftur til baka þar sem ég á von á því að vera étin af ísbirni eða skotin af einhverjum þýskum túrista sem er komin með upp í kok á hávaðanum í mér. Þar að leiðandi hyggst ég skilja hér með eftir erfðarskrá.

Bloggið mitt.... það verður nú bara sett á uppboð.

Líkið af mér ... Sjónminjasafnið þar sem ég verð stoppaður upp sem síðasti íslenski furðufuglinn.

Tónlistin og textanir. Begga vinkona.

Íbúðin mín. verður vísað beint til föðurhúsanna. 

Góða helgi og drekkið fallega.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða skemmtun og syngdu fallega

Jónína Dúadóttir, 20.6.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já ég skal gera það Jónína... syngja eins og engill þó svo að ég hegði mér eins og skrattinn í sauðaleggnum

Brynjar Jóhannsson, 20.6.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Góða ferð vinur og blessuð sé þín minning

Lárus Gabríel Guðmundsson, 21.6.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Halla Rut

Ekki deyja "it would brake my heart"

Halla Rut , 21.6.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

En hvað um reðursafnið? Þú hefur væntanlega heyrt um vöntun þar á Homo sapiens...

Aðalheiður Ámundadóttir, 23.6.2008 kl. 17:43

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já meinar Það Aðalheiður .... ég held ég láti mitt heilaga vanta þangað. 

Brynjar Jóhannsson, 23.6.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband