16.5.2008 | 17:35
Eru blaðamenn Mbl.is fæðingahálfvitar ?
Stundum fæ ég þá tilfinningu að Íslendingar séu upp til hópa forheimsk fífl. Gott dæmi er hin sprenghlægilega harmsaga um hundinn Hugo en "fregnir af dauðdaga hans voru víst stórlega ýktar". Stráksblesa frá Akureyri var kennt um verknaðinn þó svo að hann hafi hvergi komið nálægt þessu hundskvikindi sem reyndist þegar allt kom til alls á lífi. Blásaklausum drengnum var nánast úthýst úr bæjarfélaginu og ýmsir hverúlantarnir sparaði ekki níðyrðin um hann í bloggheimum. Minningarathafnir voru hafðar um kolbrjálað hundskvikindið í Hveragerði og Akureyri og margir hugsuðu ekki stráknum gott til glóðarinnar.
Mávar éta Álftaunga á Bakkatjörn.
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja að fullorðinn karlmaður veðrist upp yfir því að mávar ráðist á Álftapar í bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Það mætti halda að hann hafi lært sína líffræði í Dýrin í hálsaskógi og hafi aldrei komist í kynni við hvernig keðjuverkun nátturunnar gengur fyrir sig. Ég geri ráð fyrir að þessi sami maður fái sér lambakjöt á diskinn sinn öðru hverju án þess að fá blóðbragð samviskubits í munninn. Það kæmi mér ekkert á óvart að einhver sem hann þekkir til fari út á heiði og skjóti rjúpu án þess að vera neitt sérstaklega miður sín yfir því. Einhverra hluta vegna grætur hann yfir því að mávar svali hungri sínu með því að éta álftir, væntanlega vegna þess að þær eru svo fallegar.
Hver verður næsti
harmleikur ?
Köttur át hamstur lítils barns ?
Sonur minn er sígrátandi yfir þessu sorglega atviki sagði húsmóðurinn og hyggst kæra eiganda kattarins fyrir að hafa hann ekki í bandi.
Hunangsfluga stakk ungbarn
"Það er eina vitið að láta börn vera í geimverubúningi þegar séu út að leika sér". Sagði alþingismaðurinn x og kvaðst ætla að leggja fram fyrir nefnd að krakkar megi ekki oftar vera ein úti að leika sér.
Það er þó eitt jákvætt við svona fréttir. Það er hægt að hafa gaman af þeim fyrir hvað þær eru gjörsamlega fáránlegar.
Þannig að blaðamenn mbl.is eru ekki fæðingarhálfvitar.
Heldur kjánar
Harmleikur á Bakkatjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú afsakar að ég trufli þetta fróðlega tal þitt um fæðingarhálfvita. En hundurinn ekki-drepni á Akureyri heitir Lúkas en ekki Hugó. Sumum gæti dottið í hug að Mogginn myndi ekki vilja þig sem blaðamann!
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 18:05
Ég styð þessa færslu hjá þér, 100%. Alveg fáranleg frétt.......
MarsVolta (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:09
Friðrik Þór, hverjum er ekki skítsama hvað hundurinn heitir??!?
MarsVolta (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:11
mikið rétt, þessi frétt var fyrir fólk einsog mig
Friðrik Þór, ef vandamál mbl fréttaritara væru bara fólgin í því að skrifa vitlaus nöfn..... Málið er að þeir kunna ekki íslenska beygingu, stafsetningu né annað sem tengist framsetningu ritaðs máls og vita yfirleitt afar lítið um málefnin sem þeir skrifa um. Mogginn ætti að þakka fyrir það ef Brylli vildi gerast blaðamaður hjá þeim, gera má ráðfyrir að ástandið myndi STÓRLEGA skána!
halkatla, 16.5.2008 kl. 18:22
Eg segi ad svona umfjollun se framfarir i att til aukinna rettinda dyra.
Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 18:49
Friðrik...
Ég biðst velvirðingar á þessu rangmæli mínu. Hundurinn heitir víst víst Lukas. Ég er með lagið HUNDURINN HUGO Á HEILANUM SEM HALLGRÍMUR HJALTASON SKRIFAÐI.
Það ætti engu að skipta hvort að Mogginn vilji mig sem blaðamann eður ei. Ég hef engan áhuga á að vinna sem slíkur. Ég þekki til nokkra sem hafa fengið smjörþefin af slíku starfi og fengið sig fullsadda eftir örskamman tíma. SVO VIL ÉG ÍTREKA EITT. Ég sagði neðst í greininni minni að blaðamenn væru ekki fæðingarhálfvitar heldur kjánar. Ég varpaði þessu upp sem spurningu en ekki alhæfingu. Ástæða þess að ég varpaði henni fram er að mér fanst þetta einhver vonlausasta frétt sem ég hef nokkurn tíman lesið hér í bloggheimum. Líklega hefði ég átt að vera varari á orðum mínum og koma skoðunn minni fram öðruvísi.
Hitt er að ég spyr eins og Mars wolta. Hvaða helvítis máli skiptir það hvað þetta hundskvikindi heitir ? Jú líklega einhverju en í sannleika sagt þá kem ég til með að sofa vært í nótt yfir þessum mismælum mínum.
Anna...
með fullri virðingu fyrir blaðamönnum mbl.is .. þá efast ég hinn skrifblindni, lesblindi Brylli muni farnast vel í þeirri stétt.
Halldór Eldjárn ??
Vissulega má fjalla um réttindi dýra. Td skilst mér af góðri vinkonu minni sem er bóndadóttir að meðferð á sauðféi séu oft átíðum mjög ómannúðlegar. En í þessu tilfelli var eðli nátturunnar að störfum og hún sér alltaf um sig og sína. Að gera fréttamat úr því finnst mér hreinn og klár brandari.
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 19:13
Svo Friðryk reiti ekki af sér hárið og missi sig gjörsamlega fyrir framan tölvuna þá vil ég koma því fram að... Hallgrímur Hjaltason söng lagið en samdi það ekki..
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 19:14
þessi frétt var víst einn stór misskilningur óborganlegt alveg, ungarnir eru hressir, kátir og öruggir í eggjunum sínum - ég ætla að fagna því í kvöld og detta ærlega í það með köttunum
og Brylli, bannað að vera svona hógvær, ef ég segi þetta þá er það rétt og þú ættir að vita það
halkatla, 16.5.2008 kl. 20:12
Ég myndi allavega skemmta mér vel við að lesa fréttirnar þínar... hvað er ég að rugla; ég skemmti mér vel við að lesa bloggið þitt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.5.2008 kl. 20:31
Anna...
Já það væri nú eftir öllu að ungarnir hefðu skriðið óvenju snemma úr egginu.
Já ég veit ég á ekki að vera svona hóvær það er rétt hjá þér. Mér fannst blaðamannaplebbinn sem komentaraði þarna efst uppi vera svo hörundsár er hann svaraði fyrir hönd "hina mikilsvirtu blaðastéttar á Íslandi" að ég var hræddur um að hann færi að hágráta. Ég sá hann fyrir mér tárvotan af bræði er hann skrifaði "Mogginn myndi ekki vilja þig sem blaðamann" Væntanlega því ég er ekki nægjanlega mikill pappírfroðuskrifari til þess að getað gegnt því starfi og með eitthvað sem kallast gagnrínin hugsun. Því taldi ég best sálarheilsu hans vegna að að munnhöggvast ekkert um of við vesalings vælukjóann enda yrði hann litlu minna tættari en ungarnir í þessari frétt eftir slíka útreið. Það á ekki að ráðast á minni máttar.
Ég vona að ég sé ekki eins hóvær núna
Bryndís..
Takk fyrir það og sömuleiðis.. Góða helgi.
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 20:37
hahahahahaha..Gunnar.. Það er öllum skemmt yfir þessu bloggi sýnist mér nema Blaðablesinn þarna efst uppi, Væntanlega vegna þess að það stendur í fyrstu grein blaðamanna að menn eiga að vera "froðufellandi yfir einhverju sem skiptir nákvæmlega engu máli til að gegna þessu starfi"
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 20:39
Hí hí, skemmtileg umræða. Gaman að vera talinn blaðamannaplebbi, blaðablesi og vælukjói að verja stéttarbræður sína. Verra hef ég svo sem gert um ævina, en í þessu tilviki var ég að leiðrétta hundsnafnið af því að mér þykir vænt um hunda. Og "fyrsta greinin" blaðamanna er að vera vandvirkur og fara rétt með. Og ég ver á engan hátt þá athygli sem tiltekinn af mýmörgum harmleikjum í náttúrunni fær; það er verið að éta unga út um allt!
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 21:55
Friðryk..
Ég sagði það reyndar í spaugi .. Ég meindi ekkert illt með þessu.. Þetta er önnu karen að kenna... hún hvartaði yfir því að ég væri ALLT OF HÓVÆR... Svo ég áhvað að láta GJAMMHORNIÐ Í GANG.
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 22:27
Gjammhornið er í góðu lagi. Og alveg í himnalagi að atast út í Moggann fyrir álftaungafréttina. Auðvitað er margt til í því að þessi frétt sé "kjánaleg" og hið sama er oft sagt (t.d. í USA) um fréttir af björgun katta úr trjám.
Aftur á móti er það mæld niðurstaða að akkúrat þessi frétt var mest lesna innlenda fréttin á mbl.is. Og það þýðir að líklega hafa tugþúsundir landsmanna viljað lesa um grimmu örlög þessara álftaunga. Að mörgu leyti ertu að glíma við þennan kjána-fjölda, Brynjar, ef miðað er við að fjölmiðlar eigi að endurspegla áhugamál fjöldans.
En fjölmiðlar geta auðvitað tekið sjálfstæða ákvörðun um að láta svona frásagnir eiga sig. Mér finnst mest um vert að fjölmiðlar eins og Mogginn séu fjölbreyttir og geri allt í senn; upplýsi, fræði og skemmti og að í fréttaflutningi sé hvergi slegið af við að sinna skyldu fjölmiðilsins gagnvart lýðræðislegri umræðu. Ég er ekki þeirrar skoðunar að Mogginn sé augljóslega að gleyma sér þótt ein og ein "kjánaleg" frétt sé í blöndunni. Ekki nema fyrir liggi að Mogginn hafi þurft að sleppa einhverri "alvöru" frétt í staðinn.
Friðrik Þór Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 22:44
svona er þetta bara, alltaf þarf ég óvart að kynda undir óeirðum og djöfulgangi
halkatla, 16.5.2008 kl. 23:01
Jú jú Friðryk ... auðvitað eiga blöð að stuðla að því að vera fjölbreitt og spanna helst allt litróf samfélagsins. Persónulega finnst mér fáranlegar fréttir eins og þessar lang skemmtilegastar því þá fæ ég einmitt nægjanlegt tækifæri til þess að fussa og sveja yfir heimsku mannapans. Eitt vil ég nú leiðrétta hjá þér að ég er í sjálfu sér ekki að glíma við þann fjölda sem las fréttina enda grunar mig að flestir séu á svipuðu máli og ég yfir fáranleika hennar. Ég er miklu frekar að hneikslast yfir því fólki sem hneikslast yfir því að mávar skuli dirfast að éta fuglsunga sem þykja fallegir. Enda skrifaði ég hér að neðan að neðan að blaðamenn mbl.is færu ekki FÆÐINGARHÁLFVITAR því það væri hægt að hafa gaman af svona fréttum vegna "skemmtannagildi" hennar.
Í sannleika sagt vissi ég ekki hvernig ég átti að taka þessari fregn því mér fannst hún lituð upp sem fúlasta alvara. Menn hálf sorgmætir og bit yfir einhverju sem engum heilvita manni ætti að undrast. Að því leitinu til var hún tilvalin sem bloggfrétt því hún skapar umræður.
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 23:13
hahahaha Anna já þetta er ALLT ÞÉR AÐ KENNA:.
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 23:13
Góðan daginn
Jónína Dúadóttir, 17.5.2008 kl. 07:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.