ADOMKYNBOMBAN

 Ég hef oft velt fyrir mér hvort að það sé ekki hægt að virkja kenkyns kynbombur. Í dægurlagaperluni Adomkynbomban sem er eftir einn minn besta vin Jón Indriðason tjái ég mig á einlægan hátt um hvað kynþokkafullar íslenskar konur geta haft truflandi áhrif á karlþjóðina. Ef mig réttminnir þá er ég eini maðurinn sem kem nálægt þessu lagi sem hefur ekki verið kenndur á einhverjum tíma við kisulórubandið Jagúar. Jón Indriðason trommuleikari Davíð þór orgelleikar og bassaundrið Ingi hafa allir verið í þeirri hljómsveit á einhverjum tímapúngti. Þannig að ég get sagt að ég hef sungið með hljómsveitinni Jagúar. Cool Þó það sé reyndar haugalygi þá hljómar það svo eitthvað svo flott í meðmælaskrá. Blush

LAGIÐ ER HÉRNA

 

Leiðbeining.. 

1,settu lagið í gang.

2. hækkaðu í græjunum

3. lestu textann 

4. á sama tíma og þú lest textan Hlustaðu þá á lagið.  

 

Adomkynbomban

 

Frá karlmönnum slefast út slóttugar tungur

sem slyngjast til jarðar og mynda þar sprungur

Sem nátturhamfarir jörðin  hún nötrar

er nærstadda karlmenn með brosinu fjötrar 

og hún maskarar augun og andlitið farðar

og adomkynbomban hún fellur til jarðar 

 

Það verður umferðaröngþveiti og flugvélar farast

fjölgun á stórslysum er kynbomban snarast

munkum rís hold og siðaðir syndga

er sjarminn frá augum prestanna blindgar

 Í námunda hennar fer hár mitt að funa

og mitt fölleita hörund nær þriggja stigsbruna

 

því kynþokki henanar er lögmálalaus

sem lamar frá mitti og uppi að haus

Við Austurvöll grasið það grænkar hjá henni

þó geislavirk kynorkan nærstadda brenni

Brynjar Jóhannsson. 

 

EIGIÐ GÓÐAR STUNDIR. 

 


mbl.is Sólarorkubrjóstahaldari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég þarf lykilorð til að komast inn á síðuna...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er rétt hjá þér Gunnar ... Ég er búin að laga þetta...

Eini vandin er að þú getur ekki lesið textan og lagið um leið ... en það verður að hafa það

Brynjar Jóhannsson, 15.5.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég gat lesið textann og hlustað á lagið. Virkilega sértakt og flott lag.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 18:29

4 identicon

Las textann.. en get ekki hlustað á lagið.. ekki í þessari tölvu.. En textinn er helvíti flottur

Dexxa (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband