Lokum bandaríska sendiráðinu á Íslandi

Hvernig í ósköpunum getur Bandaríkin gefið út þá skýringu á lokun sendiráðs Hvíta Rússlands í Washington sé vegna þess að forseti landsins sleppi ekki pólitískum föngum lausum ? Ég veit ekki betur en að ýmsir politískir fangar Bandaríkjanna dúsi þessa stundina í Guantanamo vegna engra saka þó svo að ástæðan sé gefin fyrir því að fangarnir séu hryðjuverkamenn. Ef einhver samkvæmisregla væri við lýði hjá þessu landi fáfræðinar, ætti Bandaríkin þá að loka einnig öllum sínum sendiráðum þar sem þeir eru síendurtekið að brjóta lög sem varða politíska fanga og hleypa þeim ekki úr haldi.

Þetta er enn eitt talandi dæmi um hvað bandarísk stjórnvöld eru grátbroslega sjálfhverf. Á sama tíma og þau setja sig á stall siðferðispostulans brjóta þau allar þeir allar þær reglur sem þau boða sjálf . Það er því óhjáhvæmilegt að persónugera þetta samfélag sem alvarlega geðsjúkan og siðlausan krakka sem lemur öll hin börnin fyrir eitthvað sem hann gerir sjálfur. Mér þyki sorglegt að mesta efnahagsveldi veraldarinnar sé stjórnað af mönnum sem eru ámóta siðlaus og skynlausir glæpamenn og sýni öðrum samfélögum hörku fyrir það sem þeir gera sjálfir.
 


mbl.is Bandaríkin loka sendiráði í Hvíta-Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Brynjar minn, og þökk fyrir allt gamalt og gott !

Kom inn á þetta; á minni síðu, fyrir stundu. Burt séð frá óaldarlýðnum, í Guantanamo, lýsir þetta, sem fyrr, hræsni bandarísku heimsvaldasinnanna.

Reyndu; að segja kaldastríðs tindátanum Birni Bjarnasyni þetta, þ.e., með lokun sendiráðs rummunganna, hér á Fróni !

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær pistill

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.5.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heill og sæll Óskar Helgi Helgason ...

Ég veit ekki hvernig það ætti að vera mögulegt að koma þessum skilaboðum til íhalds Bjarnarins og þætti nú líklegt að hann myndi taka þeim frekar sem miklum gleðitíðindum en sorglegum fregnum um hve bandarísk sjórnvöld eru siðlaus.

Brynjar Jóhannsson, 1.5.2008 kl. 18:35

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já og ég er 100% sammála mér líka Gunnar. Takk fyrir innlitið.

Brynjar Jóhannsson, 1.5.2008 kl. 18:37

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ótrúlega gaman að þessu.  Ég hef aldrei séð þig svona mikið sammála þér fyrr Brynjar. 

Anna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 19:45

6 Smámynd: Brattur

... ég bíð eftir fótboltabloggi...... en gef þó tilfinningalegt svigrúm...

Brattur, 1.5.2008 kl. 19:49

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

JÁ þetta er ótrúlegt ANNA yfirleitt er ég að hnakkrífast við mig um hlutina en ekki í þessu tilfelli.

Brattur ... hahahahahah Bíddu BARA .. .ÉG KEM MEÐ EINHVERJA SKILJANLEGA SKÝRINGU Á ÞESSU TAPI. ... 

Brynjar Jóhannsson, 1.5.2008 kl. 19:58

8 identicon

Heill og sæll; á ný, Brynjar og aðrir skrifarar !

Brattur ! Fótbolti er einungis fyrir þá; hverjir eru með heilabúið, neðan mittis.

Ömurleikinn uppmálaður !

Reynum; að halda okkur, við umfjöllun Brynjars, hér að ofan.

Með beztu kveðjum, sem oftar / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:13

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heill og sæll Óskar...

þetta er allt í lagi .. Hann Brattur vinur minn.. er meira fyrir fótbolta en heimsmál enda uneited maður

Brynjar Jóhannsson, 1.5.2008 kl. 22:37

10 identicon

Heill og sæll; sem fyrr, Brynjar og aðrir skrifarar !

Enda var þetta ekki, illa meint, gagnvart Bröttum. Án vafa; hrekklaus drengur, frómur og skikkanlegur og Guðhræddur, í bezta lagi.

En, ......... svona gerast kaupin á Eyrinni, Brynjar minn, hvar umræðan um Hvíta- Rússland er jú, í deiglu, að nokkru.

Með beztu kveðjum, á ný / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:23

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gott að vera svona sáttur við sínar skoðanir

Marta B Helgadóttir, 2.5.2008 kl. 01:17

12 identicon

Afhverju á að loka sendiráði BNA hér? algerlega tilgangslaust!.. Hvar ætti maður eins og ég t.d. að fá bandarískt vegabréf til að komast klaklaust aftur heim?

Charles (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 01:21

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bara að kíkja og bjóða góðan dag

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 07:26

14 identicon

Hvernig væri ef öll lönd myndu loka bandaríska sendiráðinu.. Hvað myndu þeir gera??

Dexxa (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 10:53

15 identicon

Breyttu þessum texta og settu múlímar í staðinn fyrir Bandaríkin og orð sem standa fyrir þau.  Þá myndi þetta flokkast sem rasismi og mannvonska og ansi margir "umburðarfasistar" myndu fá hland fyrir hjartað.

"Þetta er enn eitt talandi dæmi um hvað múslimar eru grátbroslega sjálfhverfir. Á sama tíma og þeir setja sig á stall siðferðispostulans brjóta þeir allar þeir allar þær reglur sem þau boða sjálfir . Það er því óhjáhvæmilegt að persónugera þeirra samfélag sem alvarlega geðsjúkan og siðlausan krakka sem lemur öll hin börnin fyrir eitthvað sem hann gerir sjálfur. Mér þyki sorglegt að einum fjölmennustu trúarbrögðum veraldarinnar sé stjórnað af mönnum sem eru ámóta siðlaus og skynlausir glæpamenn og sýni öðrum samfélögum hörku fyrir það sem þeir gera sjálfir."
 

marco (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 11:33

16 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heill og sæll Óskar Helgason..

Jú jú þetta er allt í góðu eins og þín er von og vísa.

Marta...

Enda ekki annað hægt.

Charles ????

Ég held að þú hafir ekki skilið greinina mína... Ástæða fyrir því að ég talaði um að loka bandaríska sendiráðinu er vegna þess að bandaríkja menn eru alveg jafn sekir í mannréttindarbrotum og hvítrússar sem þeir lokuðu sendiráðið hjá.

Jónína Dúadóttir

Já takk fyrir það góðan daginn sömuleiðis

Marco.

Þakka þér fyrir að benda mér á góðann púngt. Ég verð samt að viðurkenna það að mér þykir ekki neinn raismaháttur við þann texta þó svo að þessu væri breitt í múslima í stað Bandaríkjamanna. Í raun myndi það lýsa frekar nákvæmari mynd af því hvernig múslímsk trúarbrögð hafa þróast víðsvegar í miðausturlöndum. Samt myndi persónugeringin ekki ganga upp því að Bandaríkin eru án nokkurs vafa stóri krakkinn í sandkassanum en ekki þeir sem múslimar miðausturlanda. 

Brynjar Jóhannsson, 2.5.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband