28.4.2008 | 00:41
Ég kippi mig nú ekki mikið upp við þessa frétt.
Stundum fæ ég samviskubit yfir því að fá ekki áfall. Þegar ég renndi yfir dánargreinar Morgunblaðsins um daginn, sá ég að stúlka hafði andast sem var góð vinkona mín fyrir um 10 árum. Ég kippti mig nákvæmlega ekkert upp við dánarkynningu hennar þó svo að mér fannst vissulega sorglegt að hún hafi andast. Mér var það kunnugt að líf dömunar var erfitt og hugsaði með mér að í raun væri betra að hún væri dauð frekar en að hún lifði í einhverri andlegri og erfiðri kvöð.
Þetta gerist líka þegar ég les fréttir í fjölmiðlum. Mér finnst ég stundum allt of sjóaður því að það þarf mikið að ganga á til að mér blöskri. Grimmd heimsins er mér það kunnug og ég hef einum of oft heyrt um myrkvaverk mannskepnunar að það er eiginlega ekkert sem hreifir lengur við mér. Þegar ég heyrði um karlmann sem hafði geymt barnið sitt í gíslingu í 24 ár vakti það visslega áhuga minn en ég væri lygari ef ég segi að ég hafi verið furðu lostinn.
"Enn ein talandi sönnun um sjúkleika heimsins " hugsaði ég með mér án þess að velta meira vöngum yfir því.
Beitti dóttur sína kynferðislegu ofbeldi áratugum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á erfitt með að trúa svona frásögn, þeim hluta sem snýr að mömmunni. Þó karlinn hafi verið klikk og dóttirin væntanlega orðin það "by now" hvernig gat eiginkona mannsins og móðir stúlkunnar " EKKI VITAÐ að hún væri með heila fjölskyldu í kjallaranum í húsinu sínu þar með talið þessa TÝNDU dóttur sína. Karlinn tínandi heim eitt barnið af öðru sem voru svo skilin eftir á tröppunum hjá mömmunni!! Kerlingin hlýtur að vera meðsek líka.
Marta B Helgadóttir, 28.4.2008 kl. 00:58
Ertu alveg frosinn Brynjar minn ? Eru Brynjar COOL ?
Sammála Mörtu.
Halla Rut , 28.4.2008 kl. 01:02
það er víst áreiðanlegt að sama hversu mikinn viðbjóð maður ímyndar sér. hann fyrirfinnst í raun og veru, einhversstaðar í heiminum.
annars reyni ég að fara ekki of djúpt í svona fréttir. ég er svo viðkvæm sál að ég má vart sjá minningargrein um einhvern sem ég þekkti ekki baun, án þess að klökkna.
Brjánn Guðjónsson, 28.4.2008 kl. 01:14
Marta....
Já en málið að ef við setjum þetta mál í stærra samhengi. Finnst þér virkilega skrítið að mér finnist svona mál kannski ekki svo sjokkerandi eftir að hafa vitað hvað gerðist í földamorðunum í Ruanda fyrir aðeins meir en áratugi síðan. Auðvitað er þetta viðbjóðslegt en ég hef heyrt svona sögur svo margsinnis áður að ég kippi mig ekki upp við þetta.
Halla..
nei það er nefnilega eins fjarri lagi og hugsast getur að ég sé frosinn. Ég er rosalega mikill tilfinningabolti og eins og brjánn þá er ég að mörgu leiti frekar viðkvæmur. Ég bara kippi mig ekki upp við dauða fólks einhvera hlutavegna en geri ráð fyrir að það sé vegna minna lífsviðhorfa. Ég er svo kunnugur um að heimurinn er fullur af viðbjóði að það kemur mér ekkert sem gerist á þessari jarðkringlu á óvart. Allaveganna þarf mikið til þess.
Brjánn ..
Já sammála þér.... þessi viðbjóður er allsstaðar og því finnst mér svo skrítið að fólk verði furðu lostið þegar það heyrir af honum.
Brynjar Jóhannsson, 28.4.2008 kl. 01:23
Ég er svona líka... ég held að ég geti kennt crimelibrary.com um mikinn part af þeim sljóleika sem ég ber þegar ég les um svona viðbjóð... En ég er held ég búin að lesa allt sem ég get mögulega lesið á þessari síðu. Ásamt því að vera bara búin að lesa um svo mikinn viðbjóð, eins og tildæmis um fjöldamorðin í rúanda og helling af bókum í þeim stílnum. Svo horfir maður á fréttir svona on daily basis og ekki er nú verið að skafa utan af hlutunum þar þegar verið er að sýna manni myndir frá vettvangi stríðs og alvarlegra glæpa... heimurinn er orðinn svo sjúkur að myndatökumenn eru farnir að keppast um að taka myndir af rennandi blóði á götunum úti og það er litið á það sem bónus er einhver lík skila sér heim í stofuna til manns í leiðinni.
Ég er algjörlega löngu hætt að kippa mér upp við svona hluti... Nema að því leitinu að ég er eins og Brjánn með það, að ég má ekki sjá minningargrein...sérstaklega minningargreinar um ungt fólk án þess að ég fái bara kökk í hálsin og tár í augun... svo ekki er maður algjörlega tilfinningalega þroskaheftur...
Signý, 28.4.2008 kl. 01:45
Þetta með að konan hljóti að hafa vitað eitthvað... kannski var hún algjörlega fangi manns síns líka. Ekki læst í kjallara, heldur bundin ósýnilegum böndum af "heimilisföðurnum."
En samt get eg alveg tekið undir það, að margt í því sem komið er fram, virkar með mestu ólíkindum. Auðvitað veit maður ekki. Kannski er eitthvað meira í þessu. Kannski er eitthvað óupplýst enn.
Sagt er að 3 barnanna, 5, 18 og 19 ára hafi alla tíð dvalist í kjallaranum með móðurinni og alldrei séð sólarljós eða yfirleitt farið útúr fangelsinu. Inngangur í það var hurð vandlega falin og þurfti kóda til að opna hana sem faðirinn, sem er verkfræðingur, einn kunni. Hin 3 voru skilin eftir fyrir utan húsið og bréf með frá móðurinni sem sagðist ekki geta alið þau upp og tóku þá karlinn (73) og amman (67) þau að sér og ólu upp.
Fyrir stuttu varð eitt barnanna í kjalaranum, 19 ára stúlka, fárveik, liggur í dái, og fór maðurinn þá með hana á spítala. Sagðist hafa fundið hana nálægt húsinu.
Læknirinn eða læknarnir fundu ekki út hvaða veikindi var um að ræða og auglýst var eftir eða skorað á móðurina að gefa sig fram til að gefa upplýsingar um lækna oglyfjasögu stúlkunnar (ekki veit eg þó nákvæmlega hvernig þessari áskorun til móðurinnar var háttað)
Þá gerist það, að karlinn losar hana og hin börnin úr kjallaranum og segir ömmunni að hún hafi ákveðið að snúa aftur heim. Fer með móðurina á sjúkrahúsið og uppúr því hafa læknar samband við lögreglu og þeir fara í málið.
Karlinn hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar um misnotkun og nauðungina en hann gaf þeim upp hvar hurðin var inní fangelsið og kódan til að opna.
http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/worldnews.html?in_article_id=562377&in_page_id=1811
Já... þetta er vondur heimur. Sjúkur heimur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2008 kl. 02:01
Signý..
Ég er nátturulega ekkert vélmenni en einhvern vegin þá hef ég ekki kippt mig mikið upp ef einhver hafi dáið í kringum mig. Auðvitað væri það öðruvísi ef það væri einstaklingur mjög náinn mér en sem betur fer hefur ekki reynt á það og vonandi aldrei mun.
Ómar.
Gott að þú minntist á það með konuna hans. Ég veit til þess að konur sem hafa orðið fyrir t.d heimilisofbeldi lýsa því hvað það getur verið hrillilega erfitt fyrir þær að losna undan ógninni, svo bugaðar eru þær af ótta.
Brynjar Jóhannsson, 28.4.2008 kl. 16:40
crimelibrary er bara snilld, ég er samt ekki að finna fyrir þessu með sljóleikann, jú ég get smátt og smátt höndlað meiri og meiri hrylling (sem er ekki gott) en ég fer samt oft bara að grenja næstum yfir hinum ýmsustu fréttum, það er líka ferlegt
halkatla, 28.4.2008 kl. 16:56
Þetta er nátturulega mjög misjafnt hvernig fólk tekst á við þetta Anna Karen. Þetta hefur líka dálítið með lífsviðhorf og uppeldi að gera. Meðan sumir eru tíndir í sínum Pollyönnuheimi eru aðrir miklu raunsærri út í lífið og tilveruna.
Brynjar Jóhannsson, 28.4.2008 kl. 17:18
Ég kippi mér yfirleitt ekki upp við svona fréttir.. en mér finnst samt alltaf jafn leiðinlegt að heyra hvað heimurinn er ömurlegur, hvað það er til mikið af hryllingi í heiminum..
Dexxa (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:03
Sammála þér Dexxa..
Viðbjóðurinn er allsstaðar..
Brynjar Jóhannsson, 29.4.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.