23.4.2008 | 17:14
Í gær hrósaði ég lögreglunni en í dag bölva ég þeim í sand og ösku.
Miðað við það sem ég hef séð hér í fréttum á mbl.is þá er ég efins að aðgerðir lögreglunar hafi verið réttlætanlegar gegn mótmælaöldu vörubílsstjóra, þegar laganna verðir mættu með sérsveitina á svæðið og beittu á þá táragasi í dag. Reyndar stendur skoðun mín og fellur á því hvað nákvæmlega gerðist og ég er búin að heyra sjónamið beggja aðila. Í morgun þegar ég heyrði af þessum stimpingum á milli lögreglu og vörubílsstjóra hugsaði ég með mér að vörubílsstjórar hafi fengið það sem þeir áttu skilið en eftir að hafa séð þær aðfarir sem gerðar voru af hálfu lögreglunnar náði ég ekki alveg samhenginu.
Í færslunnni minni í gær <---- (smelltu á þetta) um þetta mál, hrósaði ég lögreglunni fyrir vel unnin störf við Bessastaða afleggjara. Þar fannst mér þeir hafa unnið sína vinnu af skynsemi og sá viss framfaraspor í vinnu þeirra. Í dag er ég á öðru máli og álít að þeir hefðu getað unnið þessi mál öðruvísi. Það hefði t.d verið nóg að gera bílanna upptæka og forðast ofbeldi. Ég er því ákaflega montinn af því að í fyrstu færslunni svaraði ég manni sem kallar sig Rómeó að það væri glapræði af hálfu lögreglunnar að beita of harkalegum aðgerðum því þá gætu þeir fengið almenningsálitið gegn sér.
Ef það er rétt sem vörubílsstjórinn segir í þessu viðtali ... þá tel ég þessar aðgerðir algjörlega út í hött.
Mín skoðun er sú að verðir laganna eigi eingöngu að beita ofbeldi í sárustu nauðsyn og tel þá nauðsin ekki hafa verið í þessu tilfelli miðað við það sem ég hef séð.
Alltof harkalegar aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er á sama máli. fannst, fyrst eftir að hafa frétt af þessu, að tími hefði verið kominn til að gera eitthvað gegn þessum mótmælum.
hinsvegar virðist, á þeim myndum sem birst hafa, sem aðgerðirnar hafi verið allt of harkalegar og jafnvel tilefnislausar.
ég ætla samt ekki að dæma neitt um það. fyrst þarf ég nánari og traustari upplýsingar.
Brjánn Guðjónsson, 23.4.2008 kl. 17:59
Ég er orðlaus. Framganga löreglunnar í dag var henni til skammar, notkun piparúða á mannfjöldann var algjörlega að tilefnislausu.
Rómeó (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 18:06
Sko svo virðist sem orð eru gegn orði í þessu Brjánn.
Hörður Jóhannesson lögreglustjóri sagði áðan í viðtali við mbl.s að vörubílsstjórar hafi fengið marg ítrekuð fyrirmæli um að færa bílanna og þeim sagt hvað biði þeirra ef þeir gerðu það ekki. Ég heyri ekki betur að þessi vörubílsstjóri segir í raun þveröfugt. Hvað er satt og rétt veit ég ekkert um en af fenginni reynslu þá veit ég að lögreglan á bæði til með að ljúga og segja hálfsannleika. Ég er þeirrar skoðunnar að það þurfti að grípa til einhverra atgerða gegn vörubílsstjórum því vörubílsstjórar eru að brjóta umferðalög en miðað við myndskeið sem ég sá hjá Hrafnkeli Davíðssyni virkuðu vinnubrögð lögreglunar alltof harkaleg og út í hött.
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 18:09
Já. fannst þér það ekki Rómeó eftir allt saman ? .. það var ekki að ástæðulausu sem ég nefndi þetta við þig í gær að lögreglan ætti að forðast ofbeldi eftir fremsta megni. Ástæðan vegna þess að ég hef persónulega reynslu af lögreglunni og hef ég marg oft orðið vitni af ýmsu misvitru sem þeir hafa gert af ser.
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 18:11
Þetta eru ekki orð gegn orði Brynjar, því þetta er allt saman til á teipi. Bæði rúv og stöð 2 voru á staðnum allan tíman, og það sem maður hefur séð af því er algjörlega ótrúlegt.
Það hræðir mig hinsvegar allir þeir sem taka upp hanskan fyrir lögregluna og segja að þeir hafi verið og linir í þessum átökum. Ég vil ekki lifa í samfélagi þar sem skoðanir mínar eiga það á hættu að vera barðar niður með valdi ef því er að skipta.
Þó að það hafi verið þarna leiðinda fólk sem var kastandi grjóti í lögreglu, og er ekkert sem réttlætir það. Þá er einfaldlega ekkert sem réttlætir ofbeldi lögreglunnar þarna í dag.
Með lögum skal land byggja og eiga, að ég hélt lögreglan að halda uppi þessum orðum sínum en ekki gangast gegn þeim á þann hátt sem þeir gerðu. Þessar aðgerðir voru lögreglunni til skammar og minnkunar og ættu þeir sem þarna voru að skammast sín.
Signý, 23.4.2008 kl. 18:28
Signy.
Ef þú ert að segja að þetta séu ekki orð gegn orði.. ertu þá að segja mér að lögreglustjóri hafi verið að segja ósatt ? ... ég get ekki skilið það öðruvísi ?
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 18:46
Lögreglustjóri segir bara það sem hentar hans málsstað. Menn sem reyndu að gera tilraunir til þess að færa bíla sína voru meinað aðgangur að bílum sínum, þeir barðir og handteknir... af þessu eru til myndir, bæði video og ljósmyndir. Svo já ég tel að lögreglustjóri hafi verið að ljúga, í það minnsta ekki að segja allann sannleikann
Signý, 23.4.2008 kl. 19:08
Já það segja bílstjórar og ég væri til í að sjá þetta myndband sem þú ert að tala um Signy.. Samkvæmt Ruv... voru þeir margítrekað beðnir um að færa bílanna en þeir fylgdu ekki fyrirmælunum.
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 19:52
horfðu á ísland í dag... á vísi.is... þá sérðu hvað fór fram áður en allt þetta havarí byrjaði... þar segir lögreglumaður meðal annars við Sturlu "við erum alveg 200 hérna við pökkum ykkur bara saman".... eða eitthvað í þá áttina...
Signý, 23.4.2008 kl. 20:19
ég ætla að kíkja á það..
En það vita nú allir samt Signy að Löggan eru fúlheimskir bjánar í ÁTFITTI.. og því fer maður eftir því sem þeir segja. Þú ræðir ekki við slíka menn af skynsemi..
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 20:29
Ég held að fólk verði að fá rétta mynd af þessum aðgerðum í morgun. Ég kom sjálfur snemma til þess að styðja strákana og vorum við búnir að stöðva umferð þarna í gegn í sennilega klukkutíma þegar þarna voru komnir menn frá sérsveit lögreglu. Á þessum tímapunkti fór allt vel fram, fólk stóð þarna í góðu yfirlæti þótt kalt væri og hálfhló að lögreglu. Aðgerðir lögreglu sem á eftir komu gerðu hinsvegar ekkert nema að egna upp aftur mótmæli sem voru að lognast útaf, með hótunum um líkamsmeiðangar, táragas og barsmíðum með kylfu.
Það var vel greinilegt á þeirra aðgerðum að hér átti að sýna styrk sinn og berja þetta niður með valdi, það hefði engu máli skipt þótt að menn hefðu farið eins og þeir voru að gera þegar lögregla lét til skara skríða. Eftir ítrekaðir aðvaranir og valdsýningu lögreglu sem gerði ekkert annað en að auka blóðhita mótmælanda og keyra hvað eftir annað upp mótmæli sem hefðu lognast útaf að sjálfu sér löngu áður en þurft hefði að grípa til aðgerða var reynt að leysa þetta upp og færa þann bíl sem var aðalstöðvunin á veginum, við þetta rýkur lögregla til og hreinlega ræðst á mótmælendur.
Þessu var lokið á þessum punkti og verið var að klára þessi mótmæli, í staðinn ræðst lögregla að fólki með kylfum og mace og hellir olíu á eldinn með því sama. Það skal tekið fram að lögregla átti að einu og öllu leyti fyrsta höggið hér, hvorki höfðu þeir verið grýttir né nokkuð annað haft til þeirra til að storka þeim til að beita slíku ofbeldi.
Þegar allt lendir í óeirðum þarna fær maður sem að stóð utan vegar sem var einfaldlega ekki nógu snöggur að flýja, nærri hálfan brúsa af mace í andlitið af mesta lagi 1.5 m færi og við hlaupum nokkrir til til að aðstoða þennan mann. Hann liggur í götunni og er gjörsamlega varnarlaus og við reynum að hlúa að honum þegar lögregla gerir aðra atlögu án þess að þeim sé storkað, það bökkuðu allir umsvifalaust þegar táragasinu var beitt enda var ekki verið að leita eftir slagsmálum við lögreglu, en þeir gengu þarna fram með slíku offorsi og níð að ég á ekki orð. Ég og annar maður þurftum að reyna að vernda manngreyið og draga hann uppúr götunni þar sem lögregla gekk fram sparkandi í hann og berjand till okkar með kylfum sem stóðum og reyndum að verja varnarlausann manninn gegn kylfuhöggum og spörkum og hreinlega því að lögregla myndi ekki bara troða hann niður í götuna, við vorum farnir að setja líkama okkar á milli til að taka við höggum og spörkum lögreglu meðan við reyndum að draga manninn í skjól, það var eftir þetta sem grjótinu víðfræga var kastað.
Ég stóð svo að segja í miðjunni á þessum átökum þegar þau brjótast út, það sem ég sá í dag og þurfti að reyna vegna hendi lögreglu hefði ég aldrei trúað að gæti gerst á Íslandi. Ég er venjulegur fjölskyldufaðir sem mætti þarna til að mótmæla á friðsaman hátt á stað þar sem mjög einfalt var að færa umferð í gegnum aðra leið og þarna var enginn sem að beið eftir að komast framhjá allan þann tíma sem mótmæli stóðu yfir þangað til lögregla réðst að mótmælendum og vegfarendum.
Nú spyr ég ykkur gott fólk, þegar þið hafið kannski heyrt betur um það sem fór fram þarna í dag, finnst ykkur það skrítið að svarað sé með grjótkasti og ofbeldi þegar lögregla sýnir slíka valdníð og í rauninni dómgreindarleysi, það voru að mestu leyti aðgerðir lögreglu sem keyrðu áfram þessi mótmæli og kynntu undir þessum potti svo sauð uppúr. Ég spyr ykkur sem skrifið hér hörð mæli gegn þeim sem voru þarna hérna útum allan vef, skoðið myndböndin og annað vel því þið hafið svo langt í frá séð heildarmyndina á þessu máli og getið í raun að engu leyti dæmt um.
Aðgerðir lögreglu í dag voru ekkert annað en valdsýning gerð til þess að æsa upp í mönnum til að þeir gætu sínt vald sitt svo af bæri.
Ég er ekki vörubílstjóri, eða á einn eða annann hátt tengdur þeim en fór þarna til að mótmæla háu bensínverði og uppskar að vera barinn af lögreglu með kylfum, sparkað í og maceaður við það eitt að reyna að vernda varnarlausan mann frá því að ver troðinn niður, barinn með kylfum og sparkað í við aðgerðir lögreglu.
Vona þeir sem lesi þetta átti sig betur á aðstæðum og staðreyndum málsins.
Mótmælandi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:59
Kæri Mótmælandi,,, Ég þakka þér greinagóð skrif..
Ég er búin að skoða ýmis mynd skeið og fyrir það fyrsta verð ég að segja að mér þótti aðgerð lögreglunar allt of harkaleg. Það kemur mér samt ekkert á óvart að hún beiti almúganum óþarfa valdnýðslu og kúgunum því ég þekki það að eigin raun. Ég hef sjálfur lent í lögreglunni fyrir engar sakir og hef lært það að víkja alltaf undan henni og framfylgja vilja hennar eftir í einu og öllu. Á nokkrum myndskeiðum sem ég sá fór Lögreglan algjörlega yfir strikið eins og þegar þeir fó réðust á mótmælanda sem virtist vera að rífa eingöngu vera að kjaft. Slíkt er mjög ófagleg vinnubrögð og ég trúi því einnig að það sem vörubílstjórinn sagði sem var fyrst handtekin að lögreglan hafi stungið putta upp í nefið á þeim. Slíkt er með öllu óþarft.
Hitt er að ... það var ítrekað búið að gefa vörubílsstjórum fyrirmæli um að færa bílanna. Þegar sá fyrst var handtekin fór hann ekki eftir fyrirmælum lögreglunar og hefði því mátt vita að hann kallaði yfir sig þessa ógæfu.
Mín reynsla af laganna vörðum er sú að það er ekkert sniðugt að ræða við þá á vitrænan hátt. Raunar er það ávísun á vandræði. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir hafi verið að espa mótmælendur upp til átaka því ég get staðfest það .. að þegar ég var árið 2001 í löggælsu einmitt vegna mótmæla. þá var ætlun lögrelunar að æsa okkur upp sem voru inni í bílnum til þess að lumba almennilega á okkur eins og þeir sögðu sjálfir.
Því furða ég mig á því að þeir sem stóðu að mótmælunum skyldu ekki bera sig öðruvísi að því það veit það hver heilvita maður að ef maður óhlíðnast lögreglunni er oft von á svona harkalegu ofbeldi eins og þeir sýndu.
Reyndar vil ég meina að vörubílsstjórar höfðu betur í þessari rimmu. Þeir hafa fengið almennings álitið með sér og stjórnarandstöðuna líka. Þar að leiðandi græddu þeir á því ... að lögreglan hegðaði sér með þessum hætti...
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 21:15
Ef þið viljið vera í friðsamlegum mótmælum, hvað er að því að fylgja lögum? Tilgangur lögreglu er að fylgja lögum. Ergo, þið eigið heimtingu á svona viðbrögðum frá lögreglu
Halldór (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:00
Halldór..
Jú það er rétt hjá þér að lögreglan á að framfylgja lögum.. Það er bara spurningin hvernig það er gert. Ef það er gert með of miklu offorsi fara hlutinir oft út í svona vitleysu.
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 22:15
Mótmælandi: Ég óska eftir að þú dritir þessum skrifum þínum út um allt blogg.
Halla Rut , 24.4.2008 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.