22.4.2008 | 17:08
ER EKKI Í LAGI ?
Ég hef nú ekki verið frægur fyrir að taka upp hanskann fyrir lögregluna en eftir að hafa heyrt nýjustu fréttir af tilræðum vörubílsstjóra get ég ekki orða bundist. Það vex greinilega meira gras en vit á milli eyrnanna á þessum "beggja kynja lessutrukkum" ef þeir fara í fýlu út í lögregluna vegna þess að hún skuli bregða á það ráð að mynda þá bak og fyrir. Að verðir laganna skuli sjá við þeim með því að parka lögreglubílum svo þeir geti ekki truflað för þjóðarleiðtoga er ekkert nema sjálfsagt. Ef vörubílsstjórar eru að væla yfir því að lögreglan skuli svara aðgerðum þeirra með því að láta krók mæta bragði og eru síðan með fýldar yfirlýsingar í fjölmiðlum enda þeir með því að fá almenningsálitið gegn sér.
Í sannleika sagt hef ég litla samúð með vörubílsstjórum. Það er auðveld leið að kenna stjórnvöldum um ástæðu þess að það sé minna á milli handanna hjá atvinnubílsstjórum. Ástæða hárra olíugjalda er ekki vegna mikilla skatta heldur vegna þess hvað olían sjálf hefur hækkað gríðarlega undanfarið á heimsmarkaði. Olíuverð hérlendis er sambærilegt og í nágrannalöndum okkar og megin ástæða þess að samgöngur haldist góðar innanlands. Ég tel mun brínara að lækka frekar matarskatt sem myndi skilja sér til alls fólks í landinu en ekki eingöngu bílstjórum. Að þeir séu að kvarta yfir því að lögreglan mæti með myndatökuvélar á svæðið segir mér að þeir hafa eitthvað að fela fyrir vörðum laganna. Réttara væri að þeir hefðu tekið með sér sínar myndavélar sjálfir og aflað sér sönnunarbyrði sjálfir.
VIÐ VÖRUBÍLSSTJÓRA VIL ÉG SEGJA...
HÆTTIÐ ÞESSU VÆLI....
Kreppan bitnar jafn á öllum í landinu.
Ósáttir við myndatöku lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þessir menn ekki í vinnu? Hafa þeir ekkert annað að gera en að vera til ama og leiðinda? Ég held að það sé kominn tími að lögreglan fari að taka á þessu með hörku!
Rómeó (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:01
Rómeó...
Ég skil að þér finnist það .. en er samt ekki samála þér að lögreglan þurfi að fara fram af of mikillri hörku.
Ég held að það sé best að lögreglan haldi sínu striki því núna hafa þeir ALMENNINGSÁLITIÐ MEÐ SÉR. Það hefur sýnt sig að of mikil harka skapar ekki vinsældir og lögreglan hefur oft farið offörum í starfi sínu.
Brynjar Jóhannsson, 22.4.2008 kl. 18:14
uuuuu... hvað ætli þeir séu búnir að eyða mikilli olíu á þessum mótmælum sínum? hehe...
Rut Rúnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 18:21
Ég veit það ekki Rut... En það fer örugglega að slaga í góða ferð í kringum landið.
Brynjar Jóhannsson, 22.4.2008 kl. 18:24
Jamm ekki er nú öll vitleysan eins....
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 19:06
Þetta er ástæðan fyrir því að við Íslendingar getum aldrei mótmælt einu eða neinu. Aldrei nein samstæða nema að gera ekkert! Sést mjög vel á viðbrögðum hér fyrir ofan. Vil frekar styðja trukkabílstjórana en að styðja ekki neitt!
Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:12
Auðvitað bitnar kreppan jafnt á öllum en er þá ekki komið að því að standa saman? Hvernig verður Þetta þegar að meðal kreppulýðurinn sem skuldbreytti og fékk sér Jeppa sem núna er farinn að eiða 30% meira í krónum talið og lánin hafa hækkað sem því nemur.
Komið nú gott fólk þetta er ekki í lagi stjórnvöld og seðlabankinn hafa sofið að feigðarósi ekki sinni eigin feigð heldur okkur skrælingjanna svo er formaður Samfylkingar með skítinn uppá bak og tekur ekki einu sinni á eftirlaunafrumvarpinu.
Við erum öll hugleysingjar
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:43
Þröstur.
Það eru engin rök fyrir því að lækka eldsneiti.. eins og ég sagði .. þá er olíuverð ekkert dýrara hér og í nágrannalöndunum og ástæða háss olíuverðs stafar af á oliuverði á alheimsmarkaði. Flest heilvita fólk er sammála um það að við eigum að borga skatta og eins og ég sagði fer stór hluti skatts í að borga t.d samgönguleiðir fyrir landan. Það væri miklu heldur að lækka einhvern annan skatt eins og matvælaskatt.
Vilbogi..
Ástæða kreppunar má rekja til vissra mistaka sem þeir gerðu... eins og að fara að búa til árvirkjun á góðæristímabili í stað þess að gera slíkt þegar kreppa er í landinu.. það er áhveðin hagfræðileg þumalputtaregl sem veldur slíku. Persónulega finnst mér allt önnur mál en mál vörubílsstjóra miklu mikilvægari og í sannleika sagt hef ég enga samúð með þeim ef þeir eru að væla yfir því að lögreglan sé að taka myndir af þeim... það er ekki eins og þeir hafi eitthvað að fela ?
Brynjar Jóhannsson, 22.4.2008 kl. 21:54
Við eigum að heita að búa við lýðræði og til þess að viðhalda lýðræði eru sett lög og reglugerðir. Lögregla og dómstólar eru til þess að framfylgja lögum. Það sem vörubílstjórar hafa verið að gera er að bjóta lög og á því ber lögreglunni að taka. Ef vörubílstjórar vilja mólmæla einhverju þá eiga þeir að gera það á lýræðislegan hátt en ekki með því að valda skaða hjá hinum almenna borgara. Krafan er því að lögreglan fari að sinna sínu starfi og stöðvi þau lögbrot sem vörubílstjórar eru að fremja.
Strax í dag ....Rómeó (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:27
Þetta er mjög góður púngtur hjá þér Rómeó með að vörubílsstjórar eru að brjóta lög og það gæti vel veirð að lögreglan ætti að grípa inn í þetta mál með harðari hætti. En það er einmitt tilgangur þessarar aðgerðar að beita "borgaralegi óhlíðni" og standa með áhvörðun sinni allt til enda.En það hefur aldrei gefið góða raun ef löggan gerir beiti of mikillri hörku. Hún fengi hinn almenna borgara upp á móti sér og mikið óorð. Mér fannst þesssi síðustu aðgerðir lögreglunar mjög skynsamlegar. Að loka einfaldlega bílunum á þá og koma þannig í veg fyrir að þeir yllu óþarfa truflunum.
Hafa ber í huga að það er EINN AF Tilgangi borgaralegrar óhlíðni að fá lögregluna til að beita ofbeldi eða of miklu valdi. Þannig fá þeir almennings álitið á móti þeim. Því finnst mér löggan vera að gera hlutina mjög vel í augnablikinu.
Brynjar Jóhannsson, 22.4.2008 kl. 22:43
bitnar kreppan jafnt á öllum ?!?!
mér þykir þú ansi fátækur milli eyrna að halda að við búum í jafnræðisríki þar sem allir hafa jafnmikið milli handana.ég veit þó það kreppan kemur frekar niður á mér en þeim halda um stjórnartauma lands og lýðs.
Einfeldningur
siggi (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:44
Það er svo sem gott og blessað að röfla um þetta fram og til baka en það er samt alveg á hreinu að eldsneytisverð er allt of hátt hérna "Veit vel að þetta er alheimsvandamál og allt það" en það er hægt að lækka álögur og vera að bera eldsneytisverð saman hérna og svo hjá Sandinövum frændum okkar þá er ég alveg til í að borga meir og fá þá sambærileg laun og þar þekkist.
Eða er ekki málið að skríða aftur undir pilsfaldinn hjá Dönum það virðist í tísku að bera sig saman við þá.
Menn eru svosem ekki að fara fram á samúð þetta er aðeins biti í enn stærri köku þessi mótmæli hjá Vörubílstjórum og hefur með hag okkar allra að gera.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:58
Siggi "einfeldingur"
Jafnræði er ekki tryggt með lýðræði, því er ekki hægt að segja að við búum í jafnræðisríki. Ég held líka að kreppan komi meira niður á þeim sem standa í fjárfestingum og eiga peninga, en líklega erum við bara ósammála þar.
Brynjar. Hvað er borgaraleg óhlíðni?
Lögreglan þarf ekki og mun ekki beita ofbeldi í þessu máli, hún einfaldlega beitir þeim löglegu úrræðum sem hún hefur til að halda uppi lögum og reglum. Ég sammála þér í því að löreglan hafi verið að gera vel í þessu máli, .. en ég held líka að fók sé búið að fá nóg. Þessar aðgerðir hafa ekki lengur sama gildi og í upphafi mótmælanna, þeir eru ekki að þessu fyrir fólkið í landinu eins og þeir héldu fram.
Rómeó (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:28
Siggi.. ÞÚ ERT MANNLEYSA og gúnga .
Þú ert nú meira karlmennið að tjá þig hérna í mynd og nafnleysi þínu með þessum hætti.Ég held að þú ættir ekki að auglýsa greindarskort með því að afbaka það sem ég segi. Sagði ég einhverstaðar að allir hefðu jafn á milli handanna? ég sagði að kreppann bitnaði jafnt á öllum. Á því er stór regin munur. Ég segi það og skrifa að það er miklu sniðugra að lækka miklu frekar aðra skatta en bílaskatta eins og td matarskatt. Það er barnalegt að krefja ríkið um að lækka skatta og skammast síðan á sama tíma að það sé ekki gert neitt fyrir öryrkja, að samgöngur séu ekki betri og að laun ríkisstarfsmanna séu ekki hærri. EINHVERSTAÐAR VERÐA PENINGARNIR AÐ KOMA svo ég held að þú ættir ekki að tala um einfeldi þar sem hagfræði byggir greinilega á því að peningarnir vaxi á trjánum.
Að lokum vil ég hvetja þig að vera málefnalegri í tali þínu þegar þú tjáir hérna .
Vilbogi ...
Olíuverð er samskonar á öllum norðurlöndum og er olíuverð meira segja ódýrara hér en í mörgum nágranna löndunum.Ég er því ekki sammála þér að olíálög séu of há hérna. Einhverstaðar verður skatturinn að koma og er ég hlinttari því t.d að minka miklu frekar annan skatt eins og t.d tekjuskatt. Því þá myndi lækkunin fara jafnt til allra.
Rómeó..
Borgaraleg óhlíðni er þegar menn spornast gegn reglum samfélagsins til að fá breitingu fram. Blökkumenn gerðu þetta í Bandaríkjunum á sínum tíma og Gandí á Indlandi.
Ég held að flestir séu búnir að fá nóg. Reyndar getur þú séð hérna t.d á þessu bloggi að ýmsir eru á bandi vörubílsstjóra og stiðja þá í þessum aðgerðum. Samúð mín gagnvart þeim er nákvámlega engin því ég tel margt miklu brínara í þessu samfélagi og að lækka álögur á eldsneiti.
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 05:50
Ég ætlaði að segja. Þar sem þín hagfræði byggir á því að peningarnir vaxa á tjánum.
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 05:52
olía er ekkert til að kalla fólk ónefnum yfir eða stressa sig á, svo ég styð Brylla (veit samt varla hvað þið eruð að tala um)
halkatla, 23.4.2008 kl. 06:06
takk fyrir það ANNA KAREN
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 06:43
En hvað segir þú í dag Brynjar, vinur minn kæri.
Halla Rut , 23.4.2008 kl. 17:07
hhahahaha.. ég er búin að svara því með síðustu bloggfærslu VINAN MÍN KÆRA.um vörubílsstjóra.
Brynjar Jóhannsson, 23.4.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.