Er einkavæðing alltaf besta lausnin ?

Það sem mér þykir sorglegast við Rei málið  er að mér er fyrirmunað að komast inn í hvað átti sér stað og veit ekki nægjanlega mikið um þetta fyrirtæki til þess að vita hvort það sé æskilegt að selja þetta fyrirtæki til einkaaðila eður ei. Reyndar tel ég fullljóst að Villhjálmur sannaði "leiðtogahæfileikaleisi" sitt með afgerandi hætti á sínum tíma og þessi frægi 15 manna listi var vanhugsaður og algjörlega út í hött. Ef málin yrðu útskýrð nákvæmlega fyrir mér með hlutlausum hætti hvað gerðist gæti ég mögulega haft fastmótaða skoðun um hvað sé réttmætt að gera. 

Ég get ekki séð að einkavæðing geti gengið upp án samkeppnis og mér finnst fáranlegt ef reykjavík ætlar að selja fyrirtæki sem kemur líklega til með að vaxa gríðarlega á næstu árum. Fyrirtæki sem skilar borginni miklum tekjum og skilar væntanlega miklum peningi í sjóði borgarinnar.  Ef mér yrði sýnt að borgin myndi hljóta varanlegan gróða af þessari sölu skal ég gangast við þeim rökum en mig langar fyrst að sjá það á borði en ekki í ÓLJÓSU ORÐI: Hugmyndir t.d um að einkavæða landsvirkjun eða orkuveituna valda mér miklum efasemdum því ef að einn aðili myndi hneppa allt hnossið er hann líklega komin með fasta tekjulind því rafmagn er nauðsin sem allir þurfa á að halda. Vegna engrar samkeppni getur hann ráðið verði og gæðum þjónustunar af eigin villd því það er engin andstæðingur á markaðnum til að halda verðinu niðri.  Sömu auðvaldshringinir eiga nú þegar bankanna og fjölmiðlanna hérlendis og því er mér spurn hvort að það sé samfélaginu fyrir bestu að selja slík fyrirtæki til einkaaðila.  Væri það ekki óþarfa mikil gjöf ?

Fyrir mér er þetta mjög einfalt reiknisdæmi.

GRÆÐIR BORGIN Á ÞESSARI SÖLU EÐA EKKI TIL LENGRI TÍMA LITIÐ? 

Bóndar slátra ekki bestu mjólkurkúnna sinni til að fá sér tímabundið kjöt til að japla á.  


mbl.is Tekist á um sölu á REI?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þekki þetta ekki nógu vel til að tjá mig um það svo vel sé En mjög rökrétt  síðasta setningin hjá þér

Jónína Dúadóttir, 18.4.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já nákvæmlega Jónína..

Þetta er ein af þeim ástæðum að ég er efins fulltrúapolítík .. því að í svona málum er dálítið erfitt að sjá hvaða erinda politíkusar fara.. , Sem sagt þeir eru erindrekar sinna hagsmuna eða eru fyrst og fremst að gera það sem þeir telja vera borginni fyrir bestu. 

Brynjar Jóhannsson, 18.4.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband