17.3.2008 | 21:18
Efnahagur 101... einfaldleikinn er alltaf bestur.
Mín efnahagsstefna er ótrúlega einföld og skýr og hún er eins óíslensk og hugsast getur. Ég kaupi mér aldrei neitt nema að ég eigi innistæðu fyrir því og reyni helst að skulda ekki neinum. Þessa aðferð kenndi karl faðir minn mér og hefur reynst mér mjög vel í gegnum tíðina. Allir mínir reikningar eru í greiðsluþjónustu einfaldlega vegna þess að ég þoli ekki peninga og ég nota aldrei greiðslukort, heldur fer ég í bankann á hverjum virkum degi og tek út "beinharða" peninga. Þó svo að ég sé tekjulár get ég samt sett pening í sparnað og hef nóg að bíta að brenna út mánuðinn á mínum bréfberalaunum. Þessa stefnu mína í peningamálum kalla ég almenna skynsemi og það þarf engan fjármálasérfræðing til að finna hana út. Samt sem áður lýður mér eins og ég sé í augum sumra manna hinn mesti furðufugl. "Hvað notaru ekki bankakort ?" "Skuldaru ekki neitt ?" spyrja mig sumir furðulostnir og margir hverjir með hæðnistóni. Ég hef heyrt skuldunautanna reyna að útskýra ýmislegt fyrir mér eins og að það sé hagstætt að skulda á Íslandi. Þeir koma með hin ýmsustu rök fyrir máli sínu sem ég botna hvorki upp né niður í, því mér finnst svo augljóst að það hljóti alltaf að vera hagstæðast að skulda ekki neinum.
Eitt er þó víst !
Íslenska góðærið er ekki mér að kenna og því eru timburmenn þess sem eru að berja höfuð íslensku þjóðarsálarinnar um þessi misseri ekki heldur mín sök. Sölufólk sem vann í búðum í kringlunni hefur sagt mér að fólk hafi tekið út skuggalega "háar" lánsfjárhæðir fyrir nýjum gsm-símum, nýtískufötum og öðrum hégóma. Þessi umframeyðsla kúnnanna hefur vissulega skapað kaupmönnum vinnu og orðið þess valdandi að margir þeirra hafa grætt á tá og fingri. Með aukinni lánsgetu og kaupæði íslendinga hefur ótal fólk atvinnu sína.En er ekki augljóst að einn biti er annars brauð ? Er það ekki augljóst að tækjaæði íslenskra samverja minna hefur gert þá í raun að tekjulágum einstaklingum og þrælum vinnunnar sinnar ? Afborganir lána með miklum vöxtum hefur orðið þess valdandi að þetta fólk hefur sífellt minna á milli handanna. Á meðan ég sigli minn lygna sjó á mínum lágu launum og er að safna mér pening, vinna margir myrkranna á milli fyrir skuldunum sínum. Hefur þetta fólk efni á því að hæðast að mér á meðan einu skuldirnar sem ég eyði í eru kaup á íbúðinni minni ?
nei ég held ekki.
Kærar kveðjur
Brylli
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæri Brylli bloggvinur, þú með helling af viti í höfðinu og líka í veskinu og ég held ekki að fólk sé að hæðast að þér, það er að öfundast út í þig !
Jónína Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 21:39
Já... ætli það ekki Jónína.... Eða bara að það veit einfaldlega ekki betur. Mér finnst eins og sumir haldi að peningar vaxi á trjánum..
Brynjar Jóhannsson, 17.3.2008 kl. 21:43
Þú veist greinilega betur
Jónína Dúadóttir, 17.3.2008 kl. 21:46
hahahahah vonandi.. ... Allaveganna betur staddur en margir sem eru niðursokknir í skuldasúpunni um þessi misseri ...
Brynjar Jóhannsson, 17.3.2008 kl. 21:55
Ég er því miður ekki eins klók og þú en verð að játa að það kæmi mér og pyngjunni minni betur ef að svo vaeri..
En það er ekki skrítið að ýtt sé undir að fólk spreði og bruðli sem brjálað sé hvort sem það á fyrir því eða ekki þar sem að hagvöxtur er (var allavega) reiknaður út frá eyðslu...En mér hefur alltaf fundist það skrítið að eyðsla yki hagvöxt þjóðarbúsins en svo á sama tíma er alltaf vissum hóp í þjóðfélaginu bent á að leggja nú frá til mögru áranna af sínum mögru launum...Er það kanski til þess að þeir sem eru með x fleiri núll í launatölu sinni en ég og þú geti leyft sér að spreða án samviskubits...þeir eru jú búnir aðp segja okkur að hafa vit á að leggja fyrir...Mér finnst líka alltaf skrítið að þeir sem eiga að herða sultarólina að mati /ráðum stjórnmálamanna séu þeir sem eiga rýrustu sjóðina og launaumslögin... Held að sé kominn tími til að þessir einstaklingar byrjuðu á að reyta arfann í eigin garði áður en þeir hanna garðinn minn....
Agný, 18.3.2008 kl. 03:38
Ekki flókið en virðist mörgum svo afskaplega snúið!
Þú ert greinilega skynsamur maður sem nýtur lífsins.
www.zordis.com, 18.3.2008 kl. 06:52
Ég er sammála Jónínu og hennar kommenti Brynjar! Það eru margir öfundaðir fyrir það eitt að vera skynsamari en almennt gengur og gerist..
Óskar Arnórsson, 18.3.2008 kl. 12:58
Vá hvað ég væri til í að gera það sem þú gerir. Ég veð ekki í vitinu þegar kemur að peningum og finnst afar gott að setja höfuðið í sandinn þegar kemur að mánaðarmótum og treysti alfarið á karlpening heimilisins til að sjá um þetta. Ég segji bara húrra að það sé til einn og einn sem er með vit í kollinum þegar kemur að peningum. Við ættum að fá þig til að stýra borginni, já eða jafnvel öllu landinu.......
Helga Dóra, 18.3.2008 kl. 15:20
Agný...
Auðvitað er ég í vissri úrvalsstöðu.. ég hef engan barnskjaft til að brauðfæða og á enga kærustu sem heimtar lífstíl að hennar skapi. Samt held ég að það verði endilega ekkert sultarlíf þegar ég fer í þannig aðstæður einfaldlega vegna þess að þá sjá tveir einstaklingar um að fjármagna til að ná endum saman. Allaveganna verður mín tilvonandi að þola það að ég lýði ekki einhverja góðærærisfroðu með tilheyrandi. eyðslu.
Óskar .. takk fyrir það...
Helga... Já þú ert ekki ein um það... Flestir sem ég þekki mættu vera skynsamari í peningamálum. Það má kalla mig gamaldags að nota ekki vísakort né önnur greiðslukort en það sem kemur á móti er að ég er þá ekki að fara yfir um á heftinu og að koma mér í skuldafen sem bankanir stórgræða á.
takk fyrir komentin..
Brynjar Jóhannsson, 18.3.2008 kl. 16:05
hjartanlega sammála þér. þrátt fyrir að hafa alla tíð vitað betur átti ég mín ár í skuldabransanum og VISA- og yfirdráttarfangelsi. þar til ég þroskaðist og losaði mig úr því. ég skulda þó námslán og íbúðalán, en ðats itt. fyrr í vetur fékk ég mér greiðslukort, eftir margra ára frelsi frá þeim. það gerði ég einungis í tengslum við utanlandsför og gerði það með óbragð í munni. ég hef ekki notað það síðan, enda eins og alkunna er eru greiðslukort uppfinning andskotans.
líka mun skemmtilegra að fá vexti af innistæðunni í bankanum en að greiða vexti af yfirdrættinum.
Brjánn Guðjónsson, 18.3.2008 kl. 16:19
Ég skulda í yfirdrátt, var aldrei með svoleiðis fyrr en ég fór að leigja og þurfti að pranga út fyrirframgreiðslu og tryggingu sem ég fékk svo aldrei til baka út af brotinni eldhúskáphurð
svo nú er ég með 300.000 kr yfirdrátt sem ég hata...
HATA
og ég öfunda þig af skuldleysi
Guðríður Pétursdóttir, 18.3.2008 kl. 17:29
þessi bjargar deginum #Ég hef heyrt skuldunautanna reyna að útskýra ýmislegt fyrir mér eins og að það sé hagstætt að skulda á Íslandi.
Fríða Eyland, 18.3.2008 kl. 18:51
æi til hamingju með skuldleysið litli varkári póstberi.......
Lárus Gabríel Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 21:49
Brjánn...
Ég prufaði að nota depetkort á sínum tíma og lenti í vandamálum vegna þess útaf þeirri ástæðu að kortið var þannig upp sett að það fór yfir umsamin pening. Eftir nokkur skipti fékk ég nóg og braut kortið með tilþrifum í bankanum. Þannig að við erum margir sem höfum prufað að nota "kort" djöfullsins með dræmum árangri. Ég var svo lánsamur að kaupa mína íbúð árið tvöþúsund sem þýðir að afborganir af húsinu mínu eru fremur lágar og í raun það lágar að ég er mörgum tekjuflokkum ofar en þeir sem eru á sömu launum og ég að kaupa sína fyrstu íbúð í dag.
Guðríður... ÚFF.. þegar þú segir þetta dettur mér bara lagið baby blue í hug þegar þú lýsir mér "lánleysi þínu" tíbikal að tryggingarnar hafa svona á þig.
Fríða Eyland. Jú ég hef marga vera með fullyrðingar í þessum dúr sem ég á erfitt með að skilja, ... Það getur reyndar verið haghvæmt að taka lán fyrir tólum sem tengjast fyrirtækjarekstri og þá vegna þess að tólið gefur af sér arð. í flestum tilfellum er samt alltaf að skulda ekki neitt. Það segir sig sjálft.
Lárus..
Já takk fyrir það litli kæri glerblásari og eigðu gott kvöld..
takk fyrir komentin.
Brynjar Jóhannsson, 18.3.2008 kl. 23:31
málið að fá síhringikort. þá er alltaf hringt eftir heimild
en þar fyrir utan á maður auðvitað að fylgjast með innistæðunni til að fara ekki fram yfir
Brjánn Guðjónsson, 19.3.2008 kl. 12:23
Eða bara.. eins og ég Brjánn.. Ekkert kort, bara beinharðir peningar..
Brynjar Jóhannsson, 19.3.2008 kl. 16:42
Peningaáhyggjur brjóta marga en ekki þig.
Bankarnir eiga flesta en ekki þig.
Brynjar þú ert svo sannarlega einstakur.
Halla Rut , 20.3.2008 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.