Boxið á milli Bubba Monthæns og Bigga

Það er engu líkara en Bubbi Monthæns líti á sig sem Mohameth Ali íslenskrar tónlistar og þeir sem dirfast að túlka tónlistarsöguna öðruvísi en eftir hans höfði eru sannkallaðir "sögufalsarar". Fyrst "kóngurinn" vill líkja tónlistinni við box þá ætla ég að taka hann á orðinu og lýsa fyrir ykkur hvernig boxið á milli Bigga og Bubba byrjaði og endaði eins og íþróttaritari.

 

Keppnin byrjaði með kynningu

 

Ágætir áhorfendur, mig gleður að kynna keppendur þessa boxarakeppni á milli tveggja mikilfönglegra andstæðinga.  Frá "sjónarhorni blaðarmansins" kemur YFIRMAUSARINUM Biggi "BÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖMER" og hinum megin frá hinu þröngsýna sjónarhorni sjálfselska hrokagikksins er hinn eini sanni "Bubbi MOOOOOOOOOOOOONTHÆNS" Konungur íslenska rokksins.Wizard

Fyrsta lota.

Í fyrstu lotu glumdi bjalllan og Mausarinn hóf innreið sína með því að klappa Bubba monthæns á bakið með vel skrifaðari grein.  Monthænsinn fór þá í fíluvörn og gaf Bigga "falskt" Högg undir beltisstað. Dómarinn (almenningsálitið,fjölmiðlar) reynir að stoppa Bubba monthæns af því monthænsinn, heldur áfram að rjúka í hann með því að hamra "falska" högginu í Bigga. Biggi svarar þá fyrir sig með "málefnalegum og vitrænum móthöggum" og Bubbi liggur steinrotaður í valnum.

1, 2.,3,4,5,6,7,8,9,10.

Bardaganum lauk strax í fyrstu lotu með sigri óvæntum sigri BIGGA...

BIGGI TIL HAMINGJU ÞÉR HEFUR TEKIST TIL AÐ SIGRA MONTHÆNSIN OG ÞAÐ FYRSTU LOTU.

Uuu er þá ekki Biggi orðin konungur islenska rokksins ? Woundering hugsuðu áhorfendur með sér...

Batnandi mönnum er best að lifa  InLove

Aldrei átti ég von á því að ég fengi aftur álit á slagsmálahundinum og "steinaræningjanum" Árna Johnsen... En eftir að hann bubbi lá í valnum skoraði Árni Bubba í hólm um hvor héldi betur tón eða væri betri á gítar en Monthænsin hafði margoft hæðst að tónlistargetu þingmansinns. Þegar Bubbi þorði ekki þá skoraði Árni hann í Box og enn og aftur þá skoraðist Monthænsinn undan ENDA EKKI NEMA VON ÞVÍ AÐ BUBBI ER FALLINN, af stalli sínum sem kóngur íslenska rokksins. Hinn nýi kóngur rokksins "Biggi bömmer" í maus varð óvænt titilhafi í keppni sem hann vissi ekki einu sinni að hann væri í. 

Ég verð að viðurkenna að mér fanst þetta frábær hugmynd frá samflokksmanni Monthænsins og Árni fær alla mína plúsa fyrir þetta skondna athæfi sitt. InLove

 

Eigið góðar stundir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

FRÁBÆR FÆRSLA!

Ég á mér marga uppáhalds bloggvini hér á blog.is (og einn á blogg.visir.is) ... þú ert einn af þeim

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.3.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Halla Rut

En Bubbi mundi taka hann....

Halla Rut , 15.3.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég er nú ekki aðdáandi Birgis Mausins en alls ekki heldur Bubba Monthænsn... en síður aðdáandi Árna Þjófsen

Ég læt þetta mál fara alveg einstaklega í taugarnar á mér, þótt ég viti í raun ekki neitt hvað þetta snýst um og hef passað mig að lesa EKKERT sem tengist þessu máli...

nema þessa færslu og þrátt fyrir að hún snerist um þessa þrjá þá náði hún að láta mig brosa allavega þrisvar

Guðríður Pétursdóttir, 16.3.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Snilld

Jónína Dúadóttir, 16.3.2008 kl. 13:08

5 identicon

Flott færsla að vanda..

Dexxa (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 16:28

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar... Þakka þér fyrir að segja mér frá þessu .. Ég lofa að halda mér á jörðinni þrátt fyrir hólið sem þú gafst mér ...

Halla.. Já örugglega myndi bubbi gera það, enda þrautþjálfaður. Kannski var það vitrænt hjá honum að svara þessu ekki.

Guðríður..

Ég læt þetta mig kannski varða því mér finnst frekar barnalegt að fólk hefur sig frammi, sama hver á í hlut. Líklega pirrar mig að Bubbi segi svona því ég geri vissar kröfur til tónlistarmanna sem eru svona vinsælir að tala af vissri virðingu um annað fólk.

Jónína.. Takk fyrir það..

Dixxa.. sömuleiðis.. takk fyrir það

Brynjar Jóhannsson, 17.3.2008 kl. 18:20

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Kannski satt.. en það er ekki eins og Bubbi hafi ekki rétt fyrir sér í þessu samt sem áður

Guðríður Pétursdóttir, 18.3.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband