Getur einhver tölvunörðurinn hjálpað mér með þennan vanda ? Ég efast um það þetta er of flókið

Ég á við gríðarlegt tölvuvandamál að stríða sem eru engum lík. Þetta er furðulegur kvilli sem stigmagnast dag frá degi og virðist aðeins verstna. Ég á nefnilega til með að sta sta sta sta stama þegar ég rita á takkaborðið. Stó stó stórfurðulegt ekki satt ? Woundering Einnig bergmála orðin hjá mér oft á tíðum og bergmálin eiga til með að ríma gríma síma víma tíma. Crying Þetta hefur va va va valdið óþægilegum mi mi mi misskilningi og fólk heldur að ég sé stundum hinn mesti durtur,surtur. Eins og um daginn þá skrifaði ég konu og sagði " F F F FFFF RÍÐA hýða níða" .. og var ég úthýstur burt af bloggi hennar með upphrópunum um að ég væri forhertur dóni róni marmóni. Ég vo vo vonast að ei ei einhver tölvuspekingurinn kunni ráð við þessum tölvukvillla mínum og veiti mér hjálp úr þessum geigvænlega vanda. Áhyggjur mínar stigmagnast dag frá degi vegna þessa erfiðleika.

ímyndið ykkur bara ef ég hefði sagt ?

Ómar er þras-isti rasisti nasisti fasisti..

ÚFFFFFFF Crying.. .það væru nú margar millunar sem ég þyrfta að greiða upp úr mínum eigin vasa vegna þess. 

Einlægar kveðjur frá einum sem er komin á KAF Í STAFARUGL.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... Brylli, vinur minn lenti nákvæmlega í þessu sama í fyrra... svo einkennilega vill til að hann heldur með Liverpool í fótboltanum... hann stamaði og stamaði bæði þegar hann skrifaði og hugsaði...

Svo hætti hann að halda með Liverpool og fór að halda með MANCHESTER UNITED ... og viti menn, stamið hvarf...

... prufaðu þetta kæri Brylli...

Brattur, 7.3.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég get því miður ekki hjálpað þér... en það sem ég get gert er að segja að þú ert skámær sárfær frábær flokkari plokkari bloggari 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 20:09

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Brattur... FYR SKAL ÉG VERÐA ÞÖGLUMÆLTUR ,sístamandi ÞRUGLUBULLUKOLLARI DAUÐANS en að halda með RAUÐU DJÖFLUNUM: PIFFF

LIVERPOOL NEVER WALK ALONE.. 

Gunnar.. Þakka þér fyrir hólið sólið skjólið bólið..  

Brynjar Jóhannsson, 7.3.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Eins og Jón Höskuldsson sagði um árið: FÁTT ER TIL BRAGÐS AÐ TAKA EN ÁFRAM VEGINN FYRIR ÞVÍ !!!

Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.3.2008 kl. 22:05

5 identicon

Frábær færsla ;) Þú ert snillingur, þetta er allt svo flott hjá þér, ég veit eiginlega ekki afhverju mér finnst það, enda hef ég enga skoðun á því, þetta er bara frábært! Frábært er fallegt orð, snillingur er ekki síðra orð, orð eru bara orð...borð, morð?.....þessi einkahúmorsfærsla  er í boði, soði, moði, hroði mínu...

Berglind (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:07

6 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er líka með einhverskona villulyklaborðs syndrome.. ég veit ekki alveg hvað það er en ég þarf allt í einu oftar að stroka út og skrifa upp á nýtt.. skrifa bara ALLT vitlaust.. en stama þó ekki né bergmála.... ennþá

Guðríður Pétursdóttir, 7.3.2008 kl. 22:13

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus... Já Jón þessi er mikill maður greinilega.. Afhverju bloggar hann ekki ?

Berglind .... ég sé að þetta er SMITANDI ÞETTA BLOGG GOGG DOG FOG.. og rýmin eru farin að SLETTA í ríminu ... AAAAAAAAAAAAAAAAAA  þetta er kannski FURÐUFUGLAFLENSUFARALDUR 

Brynjar Jóhannsson, 7.3.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Nei guðríður.. ég er líka með þann kvilla sem þú nefndir.. BÉVÍTANS STAFSETTNINGARPÚKINN sem er allltaf að stríða MÉR BER SÉR ER HVER

Brynjar Jóhannsson, 7.3.2008 kl. 22:15

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahah frábært orð VILLULYKLABORÐS SYNTROME. hjá þér...

Brynjar Jóhannsson, 7.3.2008 kl. 22:17

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég hef greiningu vandamálsins.

þú hefur greinilega notað makkíntoss allt of lengi. það er aldrei of seint að kippa því í liðinn. þú munt jafna þig á fáeinum vikum og vera farinn að skrifa óaðfinnanlega áður en þú veist af.

Brjánn Guðjónsson, 7.3.2008 kl. 23:53

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ertu nú viss um það ??? BRJÁNN .. allt þetta vírusrusl sem gerir ekkert annað en að rífa af pc eigendum hárið ? ÉG HELD NÚ SÍÐUR....

Brynjar Jóhannsson, 8.3.2008 kl. 00:20

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það vantar kannski bara vírusvörn í þig, Brylli.. snilli

Jónína Dúadóttir, 8.3.2008 kl. 10:23

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já.... þá þyrfti það að vera í formi HÓSTASAFTS

Brynjar Jóhannsson, 8.3.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband