Ég er að vinna með elskulegum náunga sem er á svipuðum aldri og ég. Hann er greiðvirkur og tiltölulega klár, auk þess að vera vel út lýtandi. Um daginn spurði hann mig hvort ég væri eitthvað menntaður ? Þegar ég svaraði honum neitandi og að ég sæi ekkert eftir því, sagði hann mér að hann mér að hann væri uppfullur af eftirsjá að hafa ekki skólað sig betur. þegar ég fór að grennslast fyrir ástæðu þess að hann væri svona hnípin yfir menntunarleysi sínu, kom í ljós að ástæðan var sú að stelpa var að skammast yfir því að hann væri að starfa sem bílstjóri hjá póstinum.
Working class hero is somthing to be ( John Lennon)
Ég er komin með upp í kok á þessu helvítis menntasnobbi á þessum klaka. Ástæða þess að ég skil þennan góða dreng svo innilega er að í augum margra kvenna er ég annars flokks samfélags þegn fyrir það að hafa valið mér að vera sjálfmenntaður listamaður sem vinnur í póstinum. Mörgum þeirra þykir ég vera hæfileikalaust skítaplagg sem veit ekkert í sinn haus, algjörlega metnaðarlaus einstaklingur sem er uppbyggður úr fúapítum. Með tímanum hef ég komist að því að ég þarf ekki að skammast mín fyrir mitt hlutskipti og ætti miklu frekar á að vera stoltur af því að vera sú manneskja sem ég er. Ég er hamingjusamur og sáttur við lífið og tilveruna. Að fólk skilji ekki þennan einfalda lífstíl minn er ekki mitt vandamál og að einhverjar konur hunsi mig vegna þess, er þeirra missir en ekki minn. Ekki ætla ég að bugta mig og beygja fyrir svo hégómlegum duttlungum kvenna, heldur að standa fyrir því sem ég er. Ég er ég á þeirrar skoðunnar að fleira fólk í minni stöðu ætti að gera slíkt hið sama. Hvort sem það eru karlmenn eða konur.
Þegar allt kemur til alls skiptir mestu máli að vera góð manneskja.
Eigið góðar stundir
Brylli
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 185556
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já... þetta er alveg óþolandi þetta helvítis menntasnobb. Ég er stúdent, sem þykir nú ekki merkilegra í dag en endurunninn skeinpappír... held reyndar að endur unni skenipappírinn sé merkilegri. Bræður mínir eru allir menntasnobbarar dauðans. Svo miklir að maður gæti ælt stundum, og þeir eru alveg með tremma yfir því hvert skipti sem við komum saman hvað ég sé nú illa menntuð og ómerkileg...(segja kannski ekki að ég sé ómerkileg en ég fæ það alltaf á tilfinninguna)...
Ég veit að ég get gert hvað sem mig langar til, málið er bara að það skiptir mig engu máli. Enda sé ég mig ekki fyrir mér sem einhverja skrifstofublók í pilsi og jakka og háum hælum... eða bara yfir höfuð í einhverri svona pappírs 8-4 vinnu..eða 8-4 vinnu for that matter... ég tolli mjög illa..
Fólk bara fattar þetta ekki. Mér finnst þú töff að sækjast bara eftir þig sem þig langar að vera, listamaður. Staðinn fyrir að sitja kannski í skrifstofustólnum í KBbanka að hafa áhyggjur af því hvort þú hafir vinnu á morgun... þú með alla þína menntun... (dæmi sko...)
Held að Lennon segi það einmitt best í þessu lagi sem þú vitnar í.... einn besti texti sem skrifaður hefur verið...
"When they've tortured and scared you for twenty odd years then they expect you to pick a career when you can't really function you're so full of fear"
til hamingju með þig bara!
Signý, 6.3.2008 kl. 19:26
Takk fyrir þetta innleg Signy.
Ólíkt þér finn ég ekki fyrir einum einasta þrýstingi frá minni fjölskyldu fyrir því að mennta mig þó svo að ég komi frá "hámenntaðari" fjölskyldu þannig séð. Allir bræður mínir eru hámenntaðir nema ég og aldrei hef ég upplifað eitt né neitt bögg vegna þess. Þrístingurinn kemur úr samfélaginu og þá oftar en ekki frá konum á viðreynslustiginu. Stundum hugsa ég með mér afhverju KONUR FARI EKKI Á HAGSTOFUNA Í LEITINNI AÐ MANNSEFNI i staðin fyrir að getað lennt í mönnum eins og mér úti á skemmtannalífinu, sem er nátturulega ekkert annað en ómenntaður ónytjungur í þeirra augum.
Brynjar Jóhannsson, 6.3.2008 kl. 19:57
Það er enginn betri eða meiri manneskja þó hann/hún hafi farið í skóla
Jónína Dúadóttir, 6.3.2008 kl. 20:05
bring that masege to the world
heyr heyr Jónína..
eða eins og tvíhföfði sögu svo skemmtilega..
"Maður getur sko alveg verið gáfaður þó svo að maður hafi ekki studentspróf!"
Reyndar vil ég ítreka að þetta er mjög persónubundið. Flest hámenntaðfólk sem ég þekki er laust við þetta menntasnobb, en það er ÖRUGGLEGA vegna þess að ég þekki SVO SKRÍTIÐ FÓLK.
Brynjar Jóhannsson, 6.3.2008 kl. 20:12
... góður Brylli... að vera maður sjálfur og rækta sjálfan sig og þroska í gengum lífið er það besta sem maður gerir sjálfum sér... svo á maður að bera virðingu fyrir öllum störfum og fyrir fólki sem vinnur þau... ja hérna... nú var ég alvarlegur...
Brattur, 6.3.2008 kl. 21:52
já,ég er frekar sammála, svo lengi sem við förum ekki á plan þessara snobbara og dæmum alla þá sem vilja mennta sig og segja að það sé snobb...
ég nefninlega þekki svoleiðis fólk og það fer mikið í taugarnar á mér, eiginlega bara alveg jafn mikið og mennta snobbið
annars er ég hrifin af þeim sem vilja mennta sig, en ég er ekkert minna hrifin af þeim sem vilja það ekki...
eins og þú segir, þá er það allta svo persónan sem stendur uppi þegar allt annað fer
Guðríður Pétursdóttir, 6.3.2008 kl. 22:16
Já.. og meira segja fólki eins og þér sem heldur með MAN UND litle red dewil.
Brynjar Jóhannsson, 6.3.2008 kl. 22:18
FÆRSLA NUMER SJÖ ER TIL BRATTS.. MAN UND AÐDÁENDA...
guðríður.. Ég dæmi ekki neinn sem vill mennta sig og tel það hið besta mál. Það sem pirrar mig er að fólk sem kýs það ekki að fara menntaleiðina sé fordæmt eins og ég hef upplifað með sjálfan mig. Raunar pirrar það mig meira að það sé gert við einhvern annan en sjálfan mig. því ég er minnar gæfusmiður.
WORKIN CLASS HERO IS SOMTHING TO BE..
Brynjar Jóhannsson, 6.3.2008 kl. 22:22
Það er allt of mikið af velmenntuðum heimskingjum í heiminum...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 22:36
Hey Brylli.....þú ert foli dauðans......kvenmenn þessa lands munu snarlega finna það út.....menntun eða ekki menntun !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.3.2008 kl. 22:42
Gunnar... það eru þín orð
Lárus..
nei ekki foli.. í vinnunni minni er ég meira líkari burðarhesti.
Brynjar Jóhannsson, 6.3.2008 kl. 22:46
Það að vera maður sjálfur án þess að velta vöngum yfir tapi (allt í lagi að sjá sigrana .... það bara hjálpar) þá erum við komin í raunveruleikann, þess að vera og snerta og sjá!
Hef aldrei skilið snobb né fyrirmennsku. Við erum öll jöfn kóngar sem aðrir kóngar! Þú ert frábær eins og þú ert og sennilega miklu skemmtilegra að dreypa á kampavíni með þér en einhverjum öðrum. Þú nottla færð þér bara bjór ef það hentar betur!
Að vera en nákvæmlega það að VERA, ekki sýnast!
www.zordis.com, 6.3.2008 kl. 22:49
Ég hef ekkert mikið ólíkari sýn á veruleikanum en þú zordís eins og þú segir þá erum við öll kóngar og drottningar. Allir eru subermenni á bak við klark kennt búninginn.
Brynjar Jóhannsson, 6.3.2008 kl. 23:19
Alfa.. eins og ég hef margítrekað þá set ég mig ekki upp móti því að fólk MENNTI sig. Mér finnst það hið besta mál. Eina sem ég er að benda þér á að fólk stundum er sett í ósýnilega dilka eftir því hvort það hefur lokið burtfaraprófi úr háskóla eður ei. Margir kvenvina mína eru með góða menntun að baki, Stjórnmálafræðingur, lögfræðingur, Þjóðfræðingur, Arkitekt. Allar þessar konur eru lausar við þetta snobbviðmót sem ég var að nefna og svo virðist sem að þessi "ætlar þú ekkert að mennta þig" viðhorf spyrji ekki um stétt né stöðu. Ég er að benda á hvernig það er litið á suma menn eins og tildæmis sem annarsflokks þegn vegna þess að ég er ekki hrifin af skólagöngu.
Brynjar Jóhannsson, 7.3.2008 kl. 19:00
Það sem er mest heillandi við þig Brylli er nákvæmlega það að þú þorir að vera þú sjálfur, hamingjusamur og laus við lífsgæðakapphlaup, og ferð þínar eigin leiðir. Þú ert sko mörgum sinnum þroskaðri en margir yfir-sig-menntaðir menn sem ég þekki. Samt ertu auðvitað stórskrítinn.
Anna Einarsdóttir, 7.3.2008 kl. 20:15
Já.. stórskrítin eins og
LAXNES,
ÞORBERGUR,
EINSTEIN,
MEGAS;
ÚJE
Brynjar Jóhannsson, 7.3.2008 kl. 21:37
Þú gleymdir...... ANNA
Anna Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 12:42
Já það er eðlilegt Anna.. þar sem þú ert alnafna ömmu minnar sem er fallin frá... sú Anna Einarsdóttir var ekki skrítin heldur meira svona venjuleg en mikil kjarnakona.
Brynjar Jóhannsson, 8.3.2008 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.