Dönsum DRUSLUDANSINN.

Í augum kvenna er ég drusla. Ekki vegna þess að ég er lauslátur heldur vegna þess að ég er ekki snyrtipinni. Ég hef átt í vandamálum með að halda íbúðinni þrifanlegri. Það má segja að ég hafi reynt öll trikkin í bókinni en allt hefur komið fyrir fyrir ekki. Nokkrum dögum eftir að ég hef náð að taka almennilega til virðist allt fara í sama farið án þess að ég taki eftir því. Tiltekt er fyrir mér svo yfirþyrmandi leiðinleg að ég get ekki nema tekið mesta lagi til í nokkrar mínótur en þá er ég ósjálfrátt búin að taka kassagítar í hendurnar og byrjaður að semja tónlist. Ef tiltektarviljinn væri jafn ástríðþrunginn og sköpunarþörfin væri ég án nokkurs vafa mesti snyrtipinni alheimssögunar. Raunar væri ég svo þrifanlegur að kvenfólk þætti ég örugglega óþolandi því ég væri allan daginn að skrúbba og bóna. Besta vinkona mín er farin að hafa áhyggjur að því að ég endi sem piparsveinn án nokkurs kvennmans en ég get sannarlega sagt að áhyggjur hennar eru með öllu óþarfar því ég hef fundið lausn við þessum vanda.

ÓVÆNT LAUSN Á ÞESSU LEIÐINDA VANDAMÁLI 

Í sunnudagsþynku þessarar viku horði ég aðgerðarlaus á matarleifar á borðinu og vissi ekki til hvaða ráðs ég átti að taka. Skyndilega fékk ég þessa ótrúlega sniðugu hugmynd sem varð til þess að ég fór allt í einu þrífa og taka til. Ég áhvað að dansa mig í gegnum tiltektina og viti menn að án þess að ég gerði mér grein fyrir því var ég allt í einu fara að henda rusli ofan í poka. DRUSLUDANSINN sem ég steig var sannkallað andans meðal og allt í einu var farið að sjá í borðið hjá mér. Woundering

Því segi ég til ykkar sem eruð í sama vanda og ég. EKKI GEFAST UPP.....  Hœkkið frekar í græjunum og STÍGIÐ DRUSLUDANSINN...

áður en þig vitið er ÍBÚÐIN ORÐIN FERMIINGAVEISLUHÆF

Eigið gott mánudagskvöld

Brylli Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert náttulega bara snillingur Drusludansinn

Jónína Dúadóttir, 25.2.2008 kl. 15:36

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það var eins og ég væri að lesa æfiminningar mínar
Ég var svona þar til ég kyntist Evu, sem ér algjör snirtipinni og hún hefur kennt mér allt um þrifnað.
Eva er Monica - típan í Friends
Ég er Ross - típan

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.2.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Bara Steini

Ahahahah ótrulegt. Ég sé þig ljóslifandi fyrir mér siglandi um subbuskapinn og í kjölfarið er bara glitrandi hreint hehehe.

Bara Steini, 25.2.2008 kl. 16:15

4 identicon

Ég dansa oftast í tiltektinni eins og eldamennskunni, það er einfaldlega bara skemmtilegra.

Ragga (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 16:34

5 Smámynd: Signý

hehehe... well.. ég mundi líkast til slasa mig við það að fara dansa við tiltekt, annað eins hefur gerst, plús það að ég get ekki gert nágranna mínum það til hæfis hérna á móti, að hann fái endalaust ókeypis rúnkmaterial...

En ég á við alveg nákvæmlega sama vandamál að stríða og þú með þessa helv. tiltekt... það er mér gjörsamlega lífsins ómögulegt að taka til... algjörlega óþolandi tímaþjófur

Signý, 25.2.2008 kl. 16:41

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína.. ég er sam meira drusluballetrína..

Gunnar... Ég er svona meir Clint Eastwood í good bad and the ugly ...eða nei   ég er DIRTY HARRY ÚÚÚÚÚÚÚJE

Steini. .. já eftir að ég lærði DRUSLUDANSINN .. þá er ég eins og handy andy stormsveipur um íbúðina mína..

Rauðka... Segðu gott að fá það staðfest... að MAÐUR GETUR ALVEGINS DANSAÐ TIL AÐ ELDA EÐA TAKA TIL ::EN EKKI BARA DANSAÐ TIL AÐ GLEYMA..

Signy.... hahahahah já það stelur svo miklum tíma frá almennri listsköpun.. tiltekkt =.  tímakrimmi..

Brynjar Jóhannsson, 25.2.2008 kl. 17:11

7 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Ég þarf algjöra sérkennslu í drusludansi...

Guðríður Pétursdóttir, 26.2.2008 kl. 13:44

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

HAHAHAH... Ekki málið Guðríður.... Any time... Rukkkaðu mig um Kennslu í drusludansi hvenær sem er

Brynjar Jóhannsson, 26.2.2008 kl. 15:06

9 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Kannast vel við þetta, finnst ákaflega leiðinlegt að taka til og hef oft notfært mér mína meðfæddu danshæfileika mér til aðstoðar og sálubjargar í baráttunni við ruslaskrímslin sem halda regluleg pókerkvöld/nætur/daga hér heima...

Sigríður Hafsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 15:22

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já grábrosleg ruslaskrímslinn .. þau halda að íbúðin mín sé þeirra félagsmiðstöð.

Brynjar Jóhannsson, 26.2.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband