Hin alvarlegu luxusvandamál

Hvað hafa mörg vinaslit orðið út af einhverju sem skiptir nákvæmlega engu máli? Ég get ekki gefið nákvæmt svar en er sannfærður um að það séu óteljandi dæmi um slíkt. Deilur um hvor sé betri lagasmiður John eða Poul er örugglega ástæða fyrir því að margir nánir vinir talast ekki saman í dag! Allaveganna er nokkuð ljóst að aðhangendur sitthvorra fótboltaliða hafa endað þrasræður sínar í blóðheitum slagsmálum með þeim afleiðingum það hefur þurft að hringja á lögreglu eða sjúkrabíl.  Það er ótrúlegt hvað dægurmál getur verið fólki hjartfólgið og hlálegt að hugsa til þess að hlutir sem skipta engu máli geta orðið að brennidepli umræðnanna.

um hverja einustu heimsmeistarakeppni í fótbolta berast fregnir um súrialíska voðaviðburði eins og að maður kveiki í konunni sinni vegna þess að liðið hans tapaði í fótbolta. Í Svíþjóð fengu þónokkuð margir hjartaáfall þegar þeir sáu, Ingimar Steinmark frægasta skíðahetju Svíþjóðar fyrr eða síðar, detta í snjóbrekkunni eða það sem grátbroslegra er að það var ekki einu sinni hann heldur birti sjónvarpið mynd af vitlausum manni. Íslenska handboltaliðið veldur gríðarlegum geðsveiflum hjá þjóðarsálinni, annaðhvort virðist hún vera í skýjunum þegar allt gengur vel eða grátbölvandi öllu í sand og ösku. Fólk getur tekið ótrúlegustu hluti inn á sig eins og hvaða smekk á tónlist eða bíómyndum maður hefur og orðið alveg brjálað ef einhver leikari sem þeim líkar er ekki mér að skapi. 

En hvað veldur þessari vitfirringu ?  

Mín kenning er sú að þörfin fyrir að hafa átrúnaðargoð sé gríðarlega mikil hjá mörgu fólki. Stór hluti fólks lifir lífinu sem það vill lifa í gegnum sjónvarpshetjur sínar og tekur því svona gríðarlega inn á sig ef það er vegið af þeim. Auðvitað eru flestir léttir á bárunni gagnvart þessu en ég get samt alveg viðurkennt að ef ÍSLAND VÆRI EVRÓPUMEISTARI Í HANDBOLTA og LIVERPOOLVÆRI EFST Í ENSKU DEILDINNI þá væri það örugglega vítamín fyrir sálina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Margir lifa lífi sínu í gegn um líf annarra.

Halla Rut , 7.2.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Brattur

Paul var betri lagasmiður... samt var hann frá Liverpool....  United - United...... UNITED....

Brattur, 7.2.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar.. Þú stendur með ÍA.. en haukar eru bestir..

Halla.. já það er rétt og mér þykir það virkilega sorglegt..

Brattur... PAUL VAR JAFN BESTUR LAGASMIÐUR og eins og ALLIR ABURÐARMENN KOM HANN FRÁ LIVERPOOL -Dont let me down- lucy in the sky with the daimont- Across the unwersial- julice guy- strawberry field - eggman- Help- hide your love away- doktor robert- nowhere man- imagine - give pease a change eru til dæmis lög sem eru ekki eftir sir Poul...  

Brynjar Jóhannsson, 7.2.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

SUmt fólk tekur þessu persónulega því fyrir þeim er að setja út á eitthvað "uppáhalds" hjá þeim bara eins og að gera árás á manneskjuna sjálfa.. það lítur á þetta "uppáhalds" sem hluti af sinni persónu skiluru

Svo fer nú líka eftir því hvernig fólk setur fram skoðanir sínar og ber þær saman við skoðanir þeirra sem eru ekki á sama máli þegar er verið að ræða saman svona "viðkvæm" málefni....

Guðríður Pétursdóttir, 7.2.2008 kl. 22:23

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Það verður DAGUR LÍFS MÍNS þegar GEIRMUNDUR VALTÝSSON VINNUR EVRÓVISJÓN !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.2.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Bara Steini

Er ekki best að vera sín eigins Hetja og átrúnaðargoð...

Bara Steini, 8.2.2008 kl. 14:45

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér hefur alltaf fundist með ólíkindum, hvað fólk getur tekið skemmtun eins og t.d. fótbolta hryllilega háalvarlega. Á þetta ekki að vera gaman ?

Jónína Dúadóttir, 8.2.2008 kl. 14:56

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

guðríður

Sjónvarpshetjunar þeirra eru orðnar svo mikill hluti af þeim að það er eins og það sé verið að ráðast á fjölskyldumeðlim ef það er ráðist af honum

lárus..

Geiri Valtýrs vinnur þessa keppni ef við myndum senda hann.. ég skil ekkert í íslendingum að þeir séu ekki búnir að sjá það

Steini..

allaveganna reyni ég að vera það... dr bryll .. man of thrill

Jónína..

JÁ.. fótbolti eru trúarbrögð í augum sumra.. þetta er ekki gaman hjá þeim heldur lífið sjálft..

takk fyrir komentin.. 

Brynjar Jóhannsson, 8.2.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 185562

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband