3.2.2008 | 19:14
ÓÞOLANDI HELVÍTIS FREKJUR
Frek og vanþakklát börn hegða sér eins og erfiðustu rokkstjörnur. Þau heimta að mamma (Rótarinn) færi þeim mat á silfurfati og pabbi (umboðsmaðurinn) gefi þeim pening fyrir nýjum fötum. Þeim þykir ekkert sjálfsagðara en að heimurinn snúist í kringum rassgatið á þeim og það sé fyrst og fremst tekið mið af þeirra þörfum. Þessir miðdeplar alheimsins, halda að peningar vaxi á trjám og tilveran gæti ekki lifað án þeirra. Ég sjálfur var engin undantekning þar á þegar ég var krakki, enda krónprins sem var hin mesta prímadonna sem fæðst hefur fyrr eða síðar. Einu sinni kom ég heim úr bakaríinu með vínabrauðslengju sem var ætluð öllum bræðrum mínum og ég át hana alla fyrir framan þá. Mér þótti ekkert sjálfsagðara enda keypti ég þessa vínabrauðslengju en var búin að steingleyma því að það var víst mútta gamla sem lét mig fá peninginn fyrir kræsingunum.
-MAMMA HVAR ER KORNFLEKSIÐ ?
-PABBI, PENING EINS OG SKOT, ÉG ER AÐ FARA Í BÍÓ .
Eiga litlu rokkstjörnurnar til með að segja þegar þeim vantar eitthvað. Heimtufrekja þeirra nær stundum ekki nokkurri átt en sem betur fer vex þetta úr börnum með tíð og tíma. Mér til mikillar blessunar var ég tuskaður til er ég fór yfir strikið og bent á að svona hegðun væri ekki æskileg.
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!EÐA BÍDDU NÚ VIÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!
Getur kannski verið að þetta sé öfugt ? HEGÐA ROKKSTJÖRNUR SÉR EKKI FREKAR EINS OG ERFIÐIR KRAKKAR ? Ég þekki nokkra tónlistarmenn sem halda að þeir séu ægilega miklar rokkstjörnur þó svo að þeir séu lítið meira en víðþekktir innan fjölskyldunnar sinnar. Þegar þeir fara upp í sitt háskýjaða EGOFLIPP minna þau mig á lítil börn í stórum líkama.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.2.2008 kl. 19:42
Brynjar minn, er það nú ekki fulllangt gengið að kalla börnin óþolandi helvítis frekjur ???
Greyin vita nú einu sinni oft ekki betur
Lárus Gabríel Guðmundsson, 3.2.2008 kl. 19:57
Það eru foreldrarnir gömlu rokkararnir sem koma krúttunum sínum á lagið!
Rock on .....
www.zordis.com, 3.2.2008 kl. 20:01
Gunnar... takk fyrir það..
Lárus... Ég held að þú sést að misskilja mig elsku hjartans kúturinn minn.. Þetta er ekki skot á blessuð börnin.. heldur rokkstjörnunar sem hegða sér eins og börn.. Mér fannst bara sniðugt að snúa dæminu- inside out...
Zordís...
Já það er rétt.. ungur nemur siðina sem gamall maður temur honum að gera..
Brynjar Jóhannsson, 3.2.2008 kl. 20:07
Góður eins og alltaf og nú hefurðu alveg rétt fyrir þér
Jónína Dúadóttir, 3.2.2008 kl. 20:14
Góður. Á einn 14 ára sem heldur að hann sé Elvis....
Og hvað með löggusöguna á ekki að segja manni svarið við gátunni?
Halla Rut , 3.2.2008 kl. 21:19
Jónína... Já mig grunaði það.. að ég hafði rétt fyrir mér í þetta skipti..
Halla... Já einmitt rokkstjörnur eru oft eins og 14 ára gamlir unglingar..
Og ég er búin að svara þér.. með löggusögna... Hugmyndin var sú að báðir hugmyndaheimanir væri draumur .. hann var að dreyma þegar krakkinn hafði hann undir og líka þegar hann vaknaði við hliðinni á konunnni sinni.
Brynjar Jóhannsson, 3.2.2008 kl. 21:48
jú þetta er svolítið svoleiðis,ég var samt ekki svoleiðis, alls ekki, en ég var samt sem áður leiðinlegur unglingur,bara ekki á þann hátt eins og þú varst að lýsa.. ég get þó sagt að minn er ekki svoleiðis ennþá.. ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að hann verði það aldrei, en ég verð samt sem áður hissa ef hann yrði það, í hreinskilni sagt sko..
í sambandi við löggusöguna:hvenær vaknar þá grey maðurinn, ef þetta var bæði draumur, er hann þá ekki ennþá sofandi
Guðríður Pétursdóttir, 4.2.2008 kl. 00:27
æ þetta var svo góður tími, takk fyrir upprifjunina (að vísu fékk ég aldrei peninga öðruvísi en að setja þá strax inná bók, það var svo lítið hægt að kaupa í afdalaþorpinu mínu hvort eð er)
mamma saknar þess líka pottþétt að fá að snúast svona í kringum mig
halkatla, 4.2.2008 kl. 00:44
Guðríður... Varðandi þá sögu.. gæti t.d Raunveruleikin verið draumur og því var lögreglumaðurinn alltaf vakandi í sínum draumi..... hahahahah vá þetta hljómar flókið.. en meikar sens fyrir mér...
Anna.... Já reyndar átti pistillinn að vera skot á tónlistarmenn sem haga sér eins og krakkar.... Mér finnst oft gaman að snúa út úr hlutum,, og það veldur oft misskilningi..
Brynjar Jóhannsson, 4.2.2008 kl. 00:52
Þessi saga þín af löggunni meikar ekki séns og það fer ýkt í taugarnar á mér.....Af hverju lá hann í pollinum á endanum?
Halla Rut , 4.2.2008 kl. 00:57
Þetta meikar víst sens.. halla... löggan lendir í áflogum við einhverja hulduveru (Barnið) sem aðeins hann sér. fólk í kringum hann verðu kvumsa að sjá lögreglumann sem virðist vera í slagsmálum við sjálfan sig því það sér ekki barnið..... og þegar hann Dettur á jörðina eftir að barnið fellir hann með judobragði, dreymir lögreglumanninn skelfilega martröð þar sem konan hans hafði breist í kött. þegar hann vaknar upp aftur í veruleikanum .. og spyr um barnið .. þá verður fólk undrandi því engin sá neitt barn..
Með öðrum orðum.. lögreglumaðurinn er farin yfirum..
ÞETTA MEIKAR VÍST SENS .... þú bara fattaðir þetta ekki..
Brynjar Jóhannsson, 4.2.2008 kl. 01:50
Klikkuð lögga.... Hvað ertu búinn að borða margar bollur það sem af er deginum ?
Jónína Dúadóttir, 4.2.2008 kl. 06:56
Ekki neina í dag.. Jónina.. en þrjár í gær...
Brynjar Jóhannsson, 4.2.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.