1.2.2008 | 18:08
HEILSUÁTAK BRYLLA
Þegar ég segi vinkonum mínum að ég vilji grenna mig glotta þær út í annað eða hlæja framan í opið geðið á mér. Þeim þykir vangaveltur mínar um aukakíló ekki líkar sjálfum mér og finnst ekki sjáanleg ástæða fyrir þessum áhyggjum mínum. Staðreyndin er sú að það sést ekki utan á mér hvað ég er þungur og ef ég fylgist ekki með þyngdinni minni ríkur hún upp úr öllu valdi. Frá blautu barnsbeini hef ég alltaf haft sterka þörf fyrir að hreifa mig og þegar ég var í íþróttum á sínum tíma gat ég étið "heilan" hest án þess að að þyngjast um eitt milligramm. Nú er svo komið að þó svo að ég starfi við póstburði er kílóþungin utan á mér orðin óþægilega mikill. Um miðbik þessarar viku sá ég að þetta gengi ekki lengur og ég yrði að gera eitthvað í mínum málum. Ég tók þá ákvörðun að fjárfesta í ............ VIGT.
JÁ EN AFHVERJU EKKI LÍKAMSRÆKTARKORTI ?
Mér er það ljóst að stærstur hluti þyngdarinnar minnar er vegna mataræðisins og þar sem ég er í erfiðisvinnu tel ég mig ekki þurfa á líkamsræktarkorti að halda. Besta leiðin til að fylgjast með mataræðinu mínu fyrir mig er að fá mér vigt vegna þess að hún áminnir mig ef ég set óvenjulega mikinn mat ofan í mig. Með því að ég sjái hve þungur ég er á hverjum degi verð ég varari um hvað ég læt ofan í mig og borða af meiri skynsemi en ég hef gert áður. Ég hef sett áhveðna tölu í hugann á mér um draumamarkmiðið og hef einsett mér að vera komin sem næst þessari tölu á fjórum mánuðum. Ég geri mér grein fyrir því að ég verð að nærast vel en forðast að að átvaglsæðið komi ekki yfir mig og fá mér morgunmáltíð sem ég geri ekki að staðaldri.
JÁ EN ER ÞETTA EKKI BARA BÖLVAÐ KJAFTÆÐI og munt þú ekki ofgera þér ?
svarið er nei. Í gegnum tíðina hef ég komist í þrumuform á nokkrum mánuðum með því að einsetja mér það. Afhverju ætti ég ekki að gera það núna þar sem ég veit hvernig ég á að fara að því ? Eini munurinn á mér er að ég er miklu skynsamari og því til rökstuðnings hef í hyggju að breyta eingöngu mataræðinu til að byrja með en ekki að fara á kaf í hreyfingu. Eina sem þarf er viljinn og ákvörðun og vita hvernig á að fara að markmiðinu. Ég þegar byrjaður á þessu átaki og læt ekki staðar numið fyrr en ég verð komin á áfangastað.
DRAUMATAKMARKIÐ.
Í morgun var óvenjumikill póstur og þar að auki neyddist ég til að bera mikið magn af auglýsingum í hús. "Draumatakmarkið er að klára þetta á tveimur klukkutímum" hugsaði ég með mér og fannst ég ansi frakkur því venjulega er ég miklu lengur. Þó ótrúlegt megi virðast kláraði ég undir draumatakmarkinu og er ég sannfærður að ég hefði ekki gert það án þess að hafa sett mér þessi takmörk. Í raun og veru er þetta markmið svipað varðandi að grenna sig nema að það tekur aðeins lengri tíma.
GÓÐA HELGI..
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel í átakinu, leyndarmálið er að vera ákveðin og standa með sjálfum sér í hvers kyns sem er.
Það væri lag að finna gömlu skipavogina og hala hana inn ...... G óða helgi!
www.zordis.com, 1.2.2008 kl. 18:18
Góða helgi Zordís.. og takk fyrir
Brynjar Jóhannsson, 1.2.2008 kl. 18:22
PIFF.... nei frændi kemur ekki til greina... vinnan heimskar manninn að vinna er sama og að tapa
Brynjar Jóhannsson, 1.2.2008 kl. 19:44
Borða reglulega.... það er málið.
Í eina skiptið sem ég hef fitnað, var þegar ég fór til Spánar 91 og fann ekki almennilega veitingastaði. Ég borðaði því lítið og var satt að segja að drepast úr hungri þegar ég kom heim. Kom svo heim og borðaði eins og vanalega... á við meðalkarlmann... og bætti þá á mig 2-3 kg.
Niðurstaða: Megrun er fitandi.
Anna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:29
hahaha.. Já það er rétt anna... en meðan ég er að búa til matarvenjur.. þarf ég að veita mér aðhald..eins og með vigt. ég er soddan hákur....
Brynjar Jóhannsson, 1.2.2008 kl. 20:37
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.2.2008 kl. 21:25
Er þetta ekki bara bjórinn????
Halla Rut , 1.2.2008 kl. 21:29
Gangi þér vel og : bjór er mjöööög fitandi
Jónína Dúadóttir, 1.2.2008 kl. 21:51
Gunnar.... takk fyrir það
Halla og jóna..hahahaha...... Ja bjórinn... ég reyndar hef það sem reglu að smakka aðeins um helgar og oftast bara annan daginn. Ég held að þetta sé reyndar mest átvaglið á mér sem veldur þessu en ekki bjórinn.
takk fyrir komentin..
Brynjar Jóhannsson, 1.2.2008 kl. 22:10
Brynjar minn, þú ert kroppur eins og þú ert ! Ef ég væri kvenkyns myndi ég varla geta stillt mig um að þukla á þér !
Lárus Gabríel Guðmundsson, 1.2.2008 kl. 22:23
Lárus... ÞÓ ertu að reyna við mig ??? ... ég fer hjá mér
Brynjar Jóhannsson, 1.2.2008 kl. 22:43
oj hvað þú ert duglegur, ég er heillengi í minni grenningu.. ég á erfitt með að setja mér eitthvað svona,eða nei ekki erfitt að setja mér eitthvað, bara að fara eftir því
Guðríður Pétursdóttir, 2.2.2008 kl. 14:36
Já.. Guðríður eða nei þetta er spurningin um þolinmæði og setja sér takmörk sem eru þolanleg..
Brynjar Jóhannsson, 2.2.2008 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.