31.1.2008 | 22:29
Tölvubeiglan mín er geðhvarfasjúk...
Verr og miður er tölvan mín orðin alvarlega geðveik og neyðist ég að senda hana til geðlæknis. Geðhvarfasveiflur hennar eru gríðarlegar, annað hvort er hún hrókur alls fagnaðar eins og á þessu augnabliki eða hún frýs að tilefnislausu og gerir ekki nokkurn skapaðan hlut . Ég sé mig því knúin til að leggja þessa elsku inn tölvugeðdeild og athuga hvort ekki sé hægt að gefa henni einhverjar pillur við þessum vanda sínum. Allaveganna er hún með öllu óferjandi og óalandi þessa stundina og eingengis skugginn af sjálfri sér. Hún er án nokkurs vafa besti heimilisvinurinn minn og sá sem ég á get síst verið án. Hvíta heimilistíkin (þvottavélin) er mér náttúrulega trygg og trú og herra heitur ( Örbylgjuofinn) stendur sig gríðarlega vel í matseldinni. Það er samt ekki nokkur spurning að besti vinur minn er tölvubeyglan mín er mér mesti gleðigjafinn.Gleðistundir okkar hafa verið margar í gegnum tíðina. Saman höfum við skrifað eina skáldsögu sem er að verða búin og þar að auki hef ég samið gríðarlega mikið magn af tónlist þar sem hún er upptökustjórinn minn. Í reynd er tölvubeyglan mín mér eiginlegur einkaritari sem hingað til hefur hlítt skipunum mínum þegjandi og hljóðalaust en upp á síðkastið hefur hún verið eitthvað óþekk og farin að hugsa eitthvað sjálfstætt. Og hvað gerir maður við beyglur sem hugsa sjálfstætt ? nú auðvitað tekur maður þær og flengir þær eða tekur af þeim sjálfræðið og hendir þeim inn á geðdeild.
Eigið góðar stundir.
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sorglegt, reyndu nú að taka BAKK ÖPP af öllu meðan þú getur ef hún er á leiðinni með að gefa endanlega upp öndina ! Mundu það BACK UP, BACK UP, BACK UP !!!!!!!!!
Lárus Gabríel Guðmundsson, 31.1.2008 kl. 23:37
Það er nú ekki nógu gott brynjar minn
Guðrún Lilja, 1.2.2008 kl. 00:01
Lárus.. ég er búin að því... og þökk sé Kára vini mínum er ég með snúru og get því vafrað inn á netið endrum og eins..
Guðrún Lilja.. Já satt er það... en ég finn lækni sem reddar þessu fyrir mig..
Brynjar Jóhannsson, 1.2.2008 kl. 00:17
Já það er frábært vona að læknirinn verði góður við tölvuna
Guðrún Lilja, 1.2.2008 kl. 01:34
Og hvað gerir maður við beyglur sem hugsa sjálfstætt ? tekur úr þeim batteríin(af þeim peningana) og klippir á snúruna (kreditkortin)
Guðríður Pétursdóttir, 1.2.2008 kl. 01:55
Er mjög langur biðlisti á þessu tölvusjúkrahúsi ?
Jónína Dúadóttir, 1.2.2008 kl. 06:54
Já mín fór nú líka yfirum og hún fékk alveg æðislega meðferð og langt síðan að henni hefur liðið svona vel og er bara eins og ný núna.
Guðrún Lilja, 1.2.2008 kl. 09:40
Ég er með auka "hard drive" þar sem ég spara allt mitt efni.. svo ég þurfi ekki að tárast ef tölvan mín klikkast.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.2.2008 kl. 16:08
Guðrún...Já ég finn einhvern sem kann sitt verk...
Guðríður.. HAHAHHAHAHAHA...Nákvæmlega... eina leiðin er að taka eyðsluklónna úr sambandi..
Jónína... vegna mikillra vinnu anna undanfarið hef ég ekki gefið mér tíma til að hugsa út í það.
Bryndís... Já það er kannski réttnefni að kalla tölvubeigluna .. viðhaldið sitt.. EKKI SLÆM HUGMYND.
Guðríður.... ég trúi nú ekki öðru en hún komist til sjálfs síns með tíð og tíma þessi elska.
Gunnar... Ég ætlaði einmitt að kaupa mér svona HÖRKUDRIF en gítarkaup voru tekin fram yfir
Takk fyrir komentin bangsanir mínir...
Brynjar Jóhannsson, 1.2.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.