Er Sjálfstæðisflokkurinn búin að skíta á sig ?

Í fyrirsögn Dv í dag stendur . "Sjálstæðis menn æfir út í SPAUGSTOFUNA" vegna Þess hvernig þeir fjölluðu um nýjan borgarstjóra. Mér sjálfum blöskraði hvernig spaugstofan fjallaði um Ólaf F Magnússon en í sannleika sagt fór umfjöllunin inn og út um gluggan. Mér finnst hægri menn vera orðnir alvarlega gjaldþrota ef það á í sífellu að vera að væla yfir slæmri meðferð á Ólafi og það sé verið að reyna að gera hann að einhverskonar píslavotti eða fara að benda á skemmtiþátt í ríkissjónvarpinu sem sökudólg fyrir því að sjálfstæðisflokkurinn sé að skíta á sig. Staðreyndin er sú að allir þeir Politíkusar sem ég hef hlítt á í stjónvarpinu, tala um Ólaf án fordóma og hafa haft gát á orðum sínum þó gagnrínir séu í hans garð. Ég held að það sé rétt hjá Degi B Eggertssynni að hægri menn hafa ekki rök til þess að ræða hlutina á málefnalegum grundvelli um hvernig þeir nánast rændu völdum í Reykjavíkjurborg með því að bjóða "veikasta" hlekkinum gull og græna skóga. Því bregða þeir á það ráð að láta málgagnið sitt. MBL.is og morgunblaðið varpa aur framan í smettið á fólki og búa til storm úr vatnsglasi til þess að fá fólk til að missa sýn að heildarmyndinni sem er BORGIN SJÁLF OG HVERNIG HENNI SÉ STJÓRNAÐ.

EIGUM VIÐ EKKI AÐ KENNA SPAUGSTOFUNNI UM ALLT SAMAN ?

Það er furðulegt hvað lifir lengi í gömlum politískum líkjum. Eitthvert "gáfumennið" í framsóknarflokknum fór að kenna spaugstofunni um slæmt álit fólks á Halldóri Ásgrímssyni. Hann vildi meina að stöugt gys sem gert var að honum hafi lagt politískan ferill hans í rúst. Persónulega á ég ekki orð yfir hvað þessi maður er hrjáður af miklum greindarskorti ef hann reynir að fara að kenna spaugstofunni um mistök Halldórs Ásgrímssonar. Það veit hver heilvita maður að Hallldór lagði sinn politíska feril í rúst einn og óstuddur og í raun var hann sjálfur miklu svartari brandari en spaugstofan getur nokkurn tíman verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Þetta er allt saman orðið að einum spaugstofu þætti hvort sem er.. en mér finnst ekkert sniðugt þegar er verið að ráðast á menn og gera grín að veikindum þeirra... en ég sá samt ekki þáttinn bara svona svo það sé á hreinu

Guðríður Pétursdóttir, 28.1.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já... en burt sé frá því Elísarbet... Málið er að það er verið að benda á grín spaugstofunar í borgarumræðunum í staðin fyrir að ræða um raunverulega stöðu mála. Mér finnst dálítið langsótt ef það á að fara að kenna Spaugstofunni um að að borgin sé á móti núverandi meirihluta og að hafa lagt feril Halldórs ásgrímssonar í rúst.. Einn hefur fullyrt að það sé spaugsstofunni að kanna að stjórnmálaferill Halldórs Ásgrímssonar sé eyðillagður og íhaldið hefur ekki við að ata auri í þá sem eru ekki hægri menn þessa daganna því þeir eru málefnalega gjaldþrota og geta ekki rætt um hlutina á málefnalegum nótum. Enda of uppteknir við að grilla á kvöldin og að safna peninga á daginn.. þeir hafa ekki tíma til að hugsa.

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já Gúðríður.. mér fannst það ekki sniðugt að það hafi verið gert grín af Ólafi F Magnússsynni.. en mér þykir samt miklu verra.. að Íhaldið er að nota þetta sem vörn í sínu máli því þeir geta ekki varið sig með neinum rökum.. Eins og td. að þeir rændu borginni á mjög vafasömum forsendum og Að ólafur hefur EKKERT BAKLAND .

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 18:49

4 Smámynd: halkatla

vá takk, nú hló ég! ég fylgist ekki mikið með fjölmiðlum en það er greinilega allt að gerast og spaugstofan er á bakvið þetta allt!

halkatla, 28.1.2008 kl. 19:04

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hahahahah....... Já nákvæmlega.. þetta er allt þeim að kenna Anna Karen..

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 19:06

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er þá sem sagt Spaugstofan farin að stjórna þessu öllu saman ?

Jónína Dúadóttir, 28.1.2008 kl. 19:28

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já.... það er þeim að kenna að halldór laxnes sé svona óvinsæll politíkus.. Raunar svo óvnisæll að hann sé hættur .... því líkar og aðrar afsakanir.. þetta er svipað eins og að kenna dómaranum um afhverju liðið þitt tapaði 40-0 í fótbolta.

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 19:33

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sagði ég halldór laxnes.. Ég ætlaði að segja HALLDÓR ÁSGRÍMSSON fyrirgefið

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 19:34

9 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Það eru margar ,,smjörklípurnar"; sem smurðar eru af sjálfstæðismömmum og fylgisveinum þeirra á síðustu dögum til að réttlæta valdarán Villa með aðstoð manns, Ólafs F. Magnússonar; sem þurfti að dveljast á sjúkrahúsi í átta mánuði eftir hjónaskilnað og vegna geðssjúkdóms sem sló Ólaf flatann ...Núna hefur Vilhjálmur skipað Ólaf í stól borgarstjóra en fólkið í borginni spyr...Getum við treyst manni sem þolir ekki mótlæti í sínu persónulega lífi, svo sem einn hjónaskilnað fyrir því að axla ábyrgð á yfirstjórn borgarinnar?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 19:43

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

JÁ það er ekkert skrítið að spyrja sig slíkra spurninga. Ég held að hann valdi þessu starfi og það verði honum ekki erfitt. Reyndar má hann ekki fá nema niðurgang og þá er stjórnin fallin.

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 19:55

11 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Svo það sé á hreinu Ólafur er eldklár og eitilharður nagli hann hlær að þessu öllu saman.  Hann er engin píslarvottur eins og Ólína og fleiri eru að halda að hann sé. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 28.1.2008 kl. 19:55

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég held að það sé málið Þordís... eins og með mörg hörkutól þá á hann til með að vera ósérhlífin og vinna yfir sig. Það held ég að sé raunverulega ástæða þessarar lægðar hjá honum auk skilnaðars sem hann lennti í.

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 19:58

13 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Ég legg til að við leggjum niður borgarstjóraembættið ! Heyr, heyr !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 21:36

14 Smámynd: Brattur

... maður greinir, þessa dagana, ekki alveg á milli hvort maður er að horfa á fréttir eða Spaugstofuna... mér finnst það sem hún Þórdís Bára segir hér að ofan um nýja Borgarstjórann ekki alveg það sem ég hef séð í fréttum/Spaugstofunni... "Eitilharður nagli"... hmmm.... mér finnst Kolbeinn Kafteinn vera "Eitilharður nagli"... Ólafur F. Eitilharður nagli"... skal ekki segja...

Brattur, 28.1.2008 kl. 21:49

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 HAHAH já Lárus....innleiðum anarkisma í pólitík í RVK .. er það ekki málið ?

Ég held alveg að Ólafur sé starfshæfur í augnablikinu Brattur.. en það breitir því ekki að ég er á móti því að hann sé borgarstjóri en það er út af málefnalegum forsendum og hvernig var farið að þessu máli, auk þess að hann á sér ekkert bakland...

Brynjar Jóhannsson, 28.1.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband