hreinræktaður íslenskur hugsannaháttur...

Netsambandið er óvenju hægvirkt hjá mér í dag.Ég hef kveikt og slökkt á routernum og tölvunni án árangurs og er ég úræðalaus gagnvart þessu vandamáli. Mig grunar að það séu snjóþyngslin eða símatengingin inn í húsið sem valda seinaganginum en líklegasta ástæðan er hvað ég er ljóshærður í tæknimálum. Þolinmæði vinnur þrautir allar "nema tímaþrautir" og þar sem ég er ekki sérstaklega biðlundaður er ég búin að gefast upp á leitinni að rót tölvuvandans.

Æ gerum þetta bara á morgun

Samkvæmt óskrifuðum landslögum á fólk að  hafa það náðugt og þægilegt frá föstudegi til sunnudags. Það er óleyfilegt að láta smámuni slá sig út af laginu og þar sem ég er sérstaklega löghlíðin maður ætla ég að sleppa áhyggjum af netsambandinu fram til næsta mánudags.

     -Nei ég fer ekki að gera eitthvað mál úr þessum titlingarskít ég er of þreyttur til að fara að gera eitthvað í tölvumálum mínum á mínum fyrsta virka vinnudegi .......segi ég örugglega við sjálfan mig á næsta mánudegi og á hverjum degi fram til föstudags verð ég með óteljandi afsakanir svo ég þurfi ekki gera neitt í málinu. í 99 prósent tilvika lagast þetta af sjálfu sér og ef þetta fer að verða mér óberanlegur baggi á herðum mínum hringi ég örugglega að endingu í tækniver símafyrirtækisins sem ég versla við og málinu verður þá líklega reddað í gegnum síman.

GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ

Mér skilst af aðfluttum útlendingum að  "ÆI GERUM ÞETTA BARA Á MORGUN" hugsanaháttur eins og ég var að lýsa sé mjög inngróið í okkur Íslendinga. Það sem er furðulegra er að þetta værukæra kæruleysi er einmitt ástæðan fyrir því að þeim geðjast svona af okkur eyjaskeggjum. Aldrei hefði mér órað fyrir því að þetta væru þjóðaeinkenni íbúa þessa steinrunna ísjaka okkar en það hvu vera staðreynd samt sem áður. Það er því hlálegt en satt að ég er ÓTRÚLEGA MIKILL ÍSLENDINGUR Í MÉR og ef eitthvað er þá verð ég meiri og meir íslendingur með árunum.

Eigið góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Hérna.... er þetta ekki MBL? ég allavega er bara í veseni með mbl... tekur alveg þrjá daga að hlaðast niður...

Signý, 25.1.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

já þetta er allstaðar svona slow.. allavega mbl-ið

Guðríður Pétursdóttir, 25.1.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Halla Rut

Það er í fréttum á mb.is að þetta er bilun hjá þeim....

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Okei.... það hlaut að vera... gat ekki annað verið.

Brynjar Jóhannsson, 25.1.2008 kl. 17:36

5 Smámynd: Halla Rut

Ég var búin að hundskamma manninn minn og frumburðinn fyrir að vera með svona lélegt net, en þeir bera algjörlega ábyrgð á tækjamálum á heimilinu og bregst ég hvumsa við ef eitthvað er ekki í lagi.  "En þetta virkar hjá mér" vældu þeir hvað eftir annað báðir jafn hissa. Mér tókst svo að komast á mbl.is síðuna og sjá þá fréttina af biluninni hjá þeir. Sagði þá bara við strákana. æj, þetta er allt í lagi núna.... og skammaðist mín fyrir fussið.

Við vorum heima í dag enda starfsdagur á leikskólanum og litlu grísirnir í fríi.  

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 18:38

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þannig að þú hugsaðir ekki með þér..

ÆÆÆ ég geri þetta á morgun

heldur skellltir skuldinn á blásaklaust fjölskyldufólkið í kringum þig...

Brynjar Jóhannsson, 25.1.2008 kl. 18:42

7 Smámynd: Halla Rut

Nei það geri ég ekki. Stundum segi ég við kallinn (í gríni auðvitað): All sem miður fer í mínu lífi er þér að kenna.

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 19:20

8 Smámynd: halkatla

þetta er samt alveg stórmál!!! ég er heppin, tölvan mín er frekar fín og leyfir mér meiraðsegja að horfa á sjónvarpið

halkatla, 25.1.2008 kl. 19:31

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það var lélegt netsamband eftir hádegi í dag, í vinnunni gekk allt hægt og illa

Marta B Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 20:14

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.1.2008 kl. 23:26

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æ, ég kommenta bara á morgun.

Anna Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 00:59

12 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

jamm og jæja, mér finnst íslendingar almennt svona "drífum þetta af" fólk...en það er kannski bara ég sem hef þá skoðun.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 26.1.2008 kl. 02:31

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Halla... Auðvitað er það manninum þínum að kenna... hverjum öðrum ?

Anna Karen... Ég spyr HVAR VÆRUM VIÐ ÁN INTERNETS ?? VAR EINHVERN TÍMAN LÍF ÁN INTERNETS ?

MARTA ..JÁ þetta er SKANDALL.

Skordal... Það er svona svipað hjá mér... annað hvort leggst ég í drykkju eða reyki úr mér lungun

Gunnar þór.... já þetta er kannski bara meira norrænt en íslenskt...

Gunnar helgi takk fyrir það svíafari

Anna.... já þá ætla ég að rukka þig um það þá ef þú gerir það ekki

Lárus... ég kannast mjög vel við þann þankagang að drífa þetta af og finnst það eiga meira við útlendinga... MÉR ÞÓTTI því skrítið að það voru útlendingar sem sögðu mér þetta sem fluttu hérlendis.. 

Brynjar Jóhannsson, 26.1.2008 kl. 15:13

14 Smámynd: Signý

En ef þú pælir í því, þá erum við óttalega mikið "æji þetta reddast" týpur... svona ef við náum ekki fyrir lokun til sýsló útaf mjög mikilvægu máli þá kemur þetta upp í hugan á mér allavega... eða ég týni vegabréfinu mínu útí usa og er alveg í paniki í svona núll komma eina sek og svo kemur "æji... geri þetta bara á morgun...þetta reddast" afþví að ég nenni ekki að eyðileggja fyrir mér nokkra daga í usa á einhverju svona smáatriði...

Signý, 28.1.2008 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 185713

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband