Persónuleg reynsla eru vísindalegar rannsóknir.

Vísindalegar rannsóknir lýsa sér þannig að gerðar eru síendurteknar tilraunir á sama ferlinu sem leiða til ákveðinnar niðurstöðu. Ég spyr því ykkur ágæta bloggverja eins og fávís maður.  Hver er þá munurinn á vísindalegum rannsóknum og venjulegri lífsreynslu ? Mitt svar er að það er nákvæmlega enginn munur. Þegar við byrjum á nýjum starfsvettvangi þurfum við að prufa okkur áfram til að vita hvað meigum og hvað við eigum ekki að gera. T.d dæmis í vinnu þá lærum við smám saman haghvæmustu leiðina til að auðvelda okkur vinnuna eða þá leið sem er okkur æskilegust. í mannlegum samskiptum lærum við okkar takmörk og með tíð og tíma vitum við hvernig við eigum að "hegða" okkur í kringum annað fólk. Barn hegðar sér án nokkurs vafa öðruvísi í kringum annað fólk en fullorðin persóna og oftar en ekki er því fyrirgefið sakleisi sitt einmitt vegna þess að það er ennþá í sinum "vísindalegu" rannsóknum um hvernig það á að hegða sér. Ég geng svo langt að fullyrða að við séum ítrekað að gera vísindalegar rannsóknir í lífi okkar með einum eða öðrum hætti. Við erum alltaf að prufa okkur áfram því annars myndum við staðna og standa í sömu sporunum fyrir alla lífstíð. Lífið er í rauninni ekkert neitt annað en "persónulegar" vísindalegar rannsóknir sem leiðir okkur að ákveðinni niðurstöðu. Afhverju vitum við að heróín eða kókaín eru skaðvænleg og ávanabindandi ? ástæðan er slæm reynsla annara samverja á þessum efnum. Hvernig lærðum við að smíða hús ? Fyrst reyndum við að negla saman spítur en smám saman neiddummst við til þess að stúdera hvað þarf til að halda kofanum saman.

Er þetta ekki alveg borðliggjandi staðreynd ? Persónuleg reynsla er ekkert annað en vísindalegar rannsóknir ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

vísindalegar rannsóknir sína að ég get ekki hætt að borða súkkulaði

Guðríður Pétursdóttir, 24.1.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Hahahahaha... áttu þá við að þín lífsreynsla hefur kennt þér það Guðríður ?

Brynjar Jóhannsson, 24.1.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

það var allavega ekki hópur háskólafólks sem var að stúdera það

Guðríður Pétursdóttir, 24.1.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Guðríður.. þú ert miklu klárari en þú heldur .. HÁSKÓLAFÓLK MITT RASSGAT..

Brynjar Jóhannsson, 24.1.2008 kl. 22:33

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Ég hef gert vísindalegar rannsóknir á súkkulaðiáti Sigríðar og þær hafa leitt í ljós að henni er gjörsamlega ómögulegt að hætta að borða súkkulaði. Langaði bara að koma því á framfæri.

Einnig er vísindalega sannað að Sylvester Stallone er lélegur leikari, langaði líka að koma því að.

Takk.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 22:43

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hhahah Nákvæmlega Lárus.... Það eru síendurteknar tilraunir Stalone sem leitt hafa að þeirri niðustöðu að hann sé lélegur leikari..

Brynjar Jóhannsson, 24.1.2008 kl. 22:51

7 Smámynd: Halla Rut

Varstu að velta þessu fyrir þér í póstburðinum í morgun???

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 00:30

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skemmtileg pæling og mínar vísindalegu rannsóknir gefa til kynna að niðurstaðan sé hárrétt hjá þér

Jónína Dúadóttir, 25.1.2008 kl. 06:35

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já...Halla Líklega þegar ég var að bera út á grenimelnum..

 Gunnar.... mikið rétt

jónína... Ef þínar persónulegu rannsóknir segja hið sama þá hlítur það að vera rétt 

Brynjar Jóhannsson, 25.1.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband