15.1.2008 | 15:39
Fagbjáninn
Fagbjáninn er sá maður sem er með allt sem tengist vinnunni sinni á heilanum og er ekki til tals um nokkuð annað. Hver kannast ekki við smiðinn sem rausar aðeins um borvélar og timbur í kaffitímanum eða rafvirkjan sem veit allt um innstungur og raflagnir en ekkert um það sem er að gerast í heiminum? Í gegnum tíðina hef ég kynnst nokkrum slíkum grúldurkörum af báðum kynjum og stundum óska ég mér heitast að hafa fæðst heyrnalaus eftir að hafa hlítt á tal þeirra.
HVERNIG VÆRI ÉG SEM FAGBJÁNI ?
Ef ég væri fagbjáni væri ég hreint út sagt SKELFILEGUR. Öll bloggin mín myndu fjallla um bréfastærðir og endursendingar, póst sem kemur erlendis frá og lúgustærðir. Úti á skemmtanna lífinu myndi kvenfólk hlaupa æpandi undan mér eða skjóta af sér hausinn við fyrsta tækifæri og ég væri dæmdur til að vera einstæðingur alllt mitt líf. Auðvitað kemur vinnan mín til tals öðru hvoru en ég væri fyrir löngu búin að fá megnustu viðurstigð á sjálfum mér ef ég væri aðeins umræður um bréfburð.
SAGA ÚR VINNUNNI
Þegar ég og Kári félagi minn sitjum saman reykpásu í þægilegu spjalli, gerist stundum að við sjúgum sígarettuna í einum smók og fáum þessa ótrúlega vinnulöngum. Ástæðan er sú að einn náungi sem vinnur í fyrirtækjaþjónustunni á til með að trufla okkur með DÆMI GERÐU FAG-BJÁNATALI. Eina sem hann talar um er fyrirtækjarúnturinn og hvað hann er að taka margar sendingar. Við erum ekki lengi að flýja burt af palllborði umræðanna enda slíkt rausaraofbeldi, áskrift á dauðaþunglindi og sjálfsmorðslöngun. Maðurinn væri vís með að DREPA OKKUR ÚR LEIÐINDUM með þessu þrugli sínu þó svo að hann sé ottalega meinlaus að öðru leiti.
Enn er ég eitthvað skárri sjálfur ?
Þegar ég hugsa til þess þá er ég ekkert skárri sjálfur því ég er nefnilega áhugamála-bjáni. ÉG get talað endalaust við vini mína um söguna sem ég er að skrifa og hvernig á að smíða eða semja tónlist. Þó svo að ég sé umræðuhæfur um nánast allt fer stærstur hluti umræðu minnar við annað fólk í þessi viðfangsefni.
Ætli það sé ekki lítill áhugasviðs og fagbjáni í okkur öllum ?
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi náungi sem er að vinna í fyrirtækjaþjónustunni kann hann að lesa?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2008 kl. 18:05
Hahahahha..... Vonandi ekki Gunnar.......
Brynjar Jóhannsson, 15.1.2008 kl. 18:11
Hehe þar sem ég er öryrki þá væri mitt tal að röfla stanslaust um geðsjúkdóma, Tryggingastofnun, lækna og fleira sem tengist mínum veikindum. Baráttumálin verða jú að vera í hávegum höfð og það má ekki þegja um kjör öryrkja en ég held að ég getir talað um meira en bara þau. En þekki sona fólk bæði Fagbjána og þessa sem röfla bara um áhugamálið sitt sem fáir hafa áhuga á að heyra svona mikið um.
En þessi í fyrirtækjaþjónustunni er örugglega ekki á blogginu. Hann er örugglega bara heima að skoða kortið fyrir rúnt morgundagsins.
Helga Dóra, 15.1.2008 kl. 19:33
Nákvæmlega Helga... Hann er án nokkurs vafa að því... HANN er að stúdera ferðir til og frá stöðvinni fram og til baka
Brynjar Jóhannsson, 15.1.2008 kl. 20:19
Það getur verið gott að vera smá bjáni og ekkert að því að ræða um það sem fólk kann eða hefur áhuga á. Fólk þarf kanski að vingsa úr viðmælendur sína til að drepa þá hreinlega ekki.
Það má alltaf brydda upp á einhverju krassandi, svo sem hvað var í ríkissjónvarpinu, veiðum síðustu helgar eða lífríki sjávar, eða bara what ever!
Fagbjáni finst mér ágætisorð en greining þín á hafmeyju kom mér til að brosa .....
www.zordis.com, 15.1.2008 kl. 21:25
Zordís... UUUUUUUUU nei .. það er ekki hægt að ræða við þennan mann um neitt nema fyrirtækjadreifingar... Það skyggir á sólina þegar hann byrtist á svæðið
... Ég legg til að fagbjánavari verði hannaður svo maður geti komist í skjól undan svona mönnum.
Varðandi.. orðið Fagbjáni.. þá kemur það að gömlu orði FAGIDDIOT... mér fannst bara óviðeigandi að sletta þannig að ég notaði bjáni í staðin....
Það sem ég sagði um hafmeyjurnar var meira HEIMSPEKIKENNING AÐ HÆTTI DR BRYLL
Brynjar Jóhannsson, 15.1.2008 kl. 21:56
Vitiði að í vinnunni í gær þurfti ég virkilega að fara niður á annað hnéð til að þrífa undir rúminu, ég var með moppu með löngu skafti samt og lakið það varð ekki alveg eins slétt og ég vildi hafa það... þetta er blátt lak, gamla konan geymir lökin í efstu hillunni í skápnum frammi á holi ..... Halló, halló... hva´allir farnir
Ég sjálf væri löngu löngu stungin af frá mér, ef ég hefði aldrei neitt annað til að tala um
Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 05:56
Jónína:
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.1.2008 kl. 08:43
Rausaraofbeldi og Fagbjáni eru frábær orð.
1. Þekkti mann sem var leigubílsstjóri og heyrði leigubílasögur í 20 ár...
2. Þekkti mann sem flutti inn ákveðið vörumerki og heyrði ágætis vörumerkisins og allt í kringum það í 10 ár. Svo hætti hann að flytja þetta inn og skipti yfir í annað. Nú heyri ég allt um það....
Fólki sem á fötluð börn hættir líka til að gera þetta. Fá fötlunina á heilann og tala ekki um neitt annað. Ekkert annað kemst að. Ég er nú smá með minn dreng á heilanum og allt óréttlætið í kring um það, en ég reyni að passa mig.
Það er örugglega fullt af fólki orðið hund leitt á mér eins og t.d. (smella á nafnið) Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir en hún er svo þreytt á að heyra frá svona vandræðafólki eins og mér að hún hefur skellt í lás á mig...

Brynjar hvaða orð ætlar þú að koma með yfir foreldra sem eru með fötluð börn sín á heilanum????
En eru þeir ekki samt skárri en þeir foreldrar sem eru með "fullkomnu" börnin sín á heilanum og hæla þeim út í eitt og geta ekki talað um annað. Þekki svoleiðis fólk og er það óþolandi. Það má líka finna orð yfir það fólk.
Halla Rut , 16.1.2008 kl. 12:44
Í hinu fullkomna þjóðfélagi þyrfti fólk ekkert að hafa fötluðu börnin sín á "heilanum". Þá væri allt gert rétt og viðeigandi meðferð/úrræði til fyrir hvern og einn, en það er bara alls ekki svoleiðis og þess vegna verður fólk fatlaðra barna að vera með þau á "heilanum". Mér finnst það allt annað mál en að vera með vinnuna eða áhugamálið á heilanum. Ég tek undir þetta með foreldra "fullkomnu" barnanna, þoli það ekki heldur
Jónína Dúadóttir, 16.1.2008 kl. 15:51
jónína.... Þetta er nákvæmlega það sem ég er að tala um... Kokkurinn sem talar bara um matrétti og hotelþernan sem fjasar bara um rúmskiptingar..
Halla... Ég veit ekki hvaða orð það er nákvæmlega en þegar þau eru að tala um fötluðu börnin sín LEGJA ÞAU ALLT Í LAMASESS hahahahahahahahahaha
Jónína.. já svo er það annað... foreldrar eiga til með að tala um börnin sín, Og ekki umræðuhæft um neitt annað.. sérstaklega mæður finnst mér...
Brynjar Jóhannsson, 16.1.2008 kl. 16:30
Hey, þegar einstæðar mömmur sem eyða öllum sínum tíma með krökkunum fara út þá ná þær ekki að ræða neitt annað en krakkana sína því það er það sem maður er að gera allan fjárans daginn 24/7.... Það er sama hvað ég reyni, ég geri það alltaf líka. Ég hugsa nei núna ætla ég ekkert að tala um strákana... en ég hef ekki frá neinu öðru að segja, þetta er það EINA sem ég geri...
svo ég ákvað bara að hætta að fara út...
Guðríður Pétursdóttir, 16.1.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.