í Einkavædda landi.

Í Einkavæddalandi kostar allt peninga. Við hvern stíg sem þú gengur er stöðumælir sem þú þarft að borga gjald fyrir að ganga yfir og gjaldsúrefnisreiknir sem reiknar út hve mikið loft þú andar að þér á meðan göngunni stendur. Meira segja ástin er til sölu. Móðirin rukkar barnið sitt tíkall fyrir hvert faðmlag sem hún gefur því og ef unglingspar fellur hug saman þarf það að borga stórfúlgur til þeirra sem hafa einkaleyfi fyrir "fyrstu ástinni. Gleðin er dýru verði keypt og í hvert sinn þegar þú brosir þarftu að greiða gleðigjafanum krónu fyrir".

Daglegt líf 

 Stærstur hluti einkavæðingar féll í hlut stórfyrirtækja sem afmáðu skuldir almúgans gegn því skilyrði að þeir gerðust gangandi auglýsingarskilti. Gjaldið greiddist þannig að fólkið klæddist Neonlýstum fyrirtækjagalla og hrósaði ágæti fyrirtækisins á fimm mínútna fresti. Ef þú fékkst góða hugmynd gat það verið dýrkeypt því einn kaupsýslumaðurinn hafði keypt einkarétt á öllum frumlegum hugsunum og annar viðskiptamaðurinn  rukkaði gjald fyrir allar framkvæmdir því hann hafði einkaleyfi á öllum framkvæmdum í Einkavæddalandi.Við hvert hjónabandsrúm voru tilfinningarskannar sem reiknuðu samviskusamlega út hvor gæfi makanum meiri umhyggju, betri drátt og meiri skilning þegar lagst var til hvílu. Ef annar makinn gaf meiri hlýu til hins neyddist sá sem fékk hlýjunni að setja pening í tilfinningarskannann til þess að halda sambandinu gangandi.Í sjónvörpunum var ekkert menningarlegt efni, heldur yfirvegaður maður með dingul í bandi sem hann sveiflaði dinglinum til beggja hliða.

       -Kaupa mat í Bónus. Húsgögnin í Ikea eru þægileg, bankastjórar eru góðmenni ....sagði yfirvegaði maðurinn eftir að hann hafði dáleitt alla þjóðina. Hvert barn, hver maður hlýddi boðunum og gekk dáleiðslusvefni kaupæðisins án þess að hugsa. Síðustu fréttir sem bárust í einkavæddalandi var að búið var að kaupa einstaklingsfrelsið. Almúginn var í eigu stórfyrirtækja og viðskiptajöfra og til þess að minka pappírsbruðl var hverjum manni bannað að bera nafn og bar kenni tölu sína í staðinn..

 þegar einhver dó.... stendur á legsteininum

Hér hvílir  121274-5489

Fæddur 1974

dáinn... 2008

Legsteinninn er í boði Baugs og Landsbankans. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð pæling...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hugmyndaflugið er óendanlegt

Jónína Dúadóttir, 14.1.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ekki langar mig að flytja þangað... er þetta einhverstaðar á norðurlöndunum?

Guðríður Pétursdóttir, 14.1.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jónína og gunnar .. takk fyrir... 

Guðríður...  Þú býrð þarna... Þetta er ísland eftir sirka tuttugu ár eða svo..

Brynjar Jóhannsson, 14.1.2008 kl. 16:34

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

nei eftir tuttugu ár verð ég sjálfboðaliði í einhverju þróunarlandinu  eða kannski einhverstaðar sem er löglegt að reykja hass 

annað hvort

Guðríður Pétursdóttir, 14.1.2008 kl. 20:27

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Arna... Ég þakka fyrir það..

Guðríður.. hér lendis er ekki löglegt að reykja hass... en það er löglegt að vera SKASS... það eru þó sárabót...

Brynjar Jóhannsson, 14.1.2008 kl. 21:03

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 14.1.2008 kl. 21:40

8 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

enda hef ég aldrei reykt hass ... en ég hef alveg prufað að vera skass

Guðríður Pétursdóttir, 14.1.2008 kl. 21:54

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahdhahha.. Guðríður... ertu kannski SKASSAHOLIK ? ... ferð á SA fundi og segir.. ÉG Heiti guðríður og ég er SKASS ...HALLO GUÐRÍÐUR heyrist svo....

Brynjar Jóhannsson, 14.1.2008 kl. 22:18

10 identicon

Fínt hjá þér, ótrúlegt hve margt er í boði hinna og þessara.

Varðandi loftalögin, þeir nenna örugglega ekkert að mæla hvað þú andar, það byrjar bara á að þú borgar auka fyrir fleiri en 2 (1?) börn, svo smám saman herða þeir gjaldtökuna (eins og kvóti er skorinn niður) þannig að þú þarft að drífa þig á heilsugæsluna og láta svæfa þig til að kaupa tíma fyrir barnið þitt.

Skattur á koltvísíring (kolefnisjöfnun eða hverju nafni sem það er nefnt) er ómanneskjulegur og okkur ber að vera á móti af öllu afli.

Ef menn vilja skattlegja mengun, þá skal skattleggja eiturefnin, ekki lífsandann (t.d. skattleggja flúor, brennistein, geislavirk efni o.s.frv.) 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 22:53

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Skordal... NEi ég efast um það að þetta sé mikið fjarri lagi... eitthvað þessu líkt gæti mögulega gerst.. t.d í bandaríkjunum..

Gullvagnin.. Hahahha.. það er kannski dálíkt ýkt að nefna þetta með að borga fyrir súrefnið hjá mér... en eins og þú gast til þá er þetta ekki fjarri lagi þegar það er skattur settur á koltvísýring nú þegar. Pælingin í þessum pistli hjá mér snýst um ef almenningur er eigu stórfyrirtækja, Við séum búin að selja frelsið og framtíðin okkar er að verða gangandi auglýsingavarningur... Þetta hljómar kannski fáranlegt hjá mér... en þegar maður spyr sig þegar það eru t.d Glitnishlaup eða landsbankamenning þá spyr maður sig hvirt að þessi pæling sé eitthvað svo fjarri lagi ?  

Brynjar Jóhannsson, 14.1.2008 kl. 23:11

12 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Mér dettur 1984 í hug eftir Orwell....ekki fjarri lagi.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 14.1.2008 kl. 23:32

13 Smámynd: Halla Rut

Þetta er byrjað.  Fólk bara áttar sig ekki á því. Þegar þú ferð t.d. í Kringluna að versla þá ertu í ca 70 til 80% tilfella að versla við eitt af þremur fyrirtækjum sem eiga svo til alla verslun á Íslandi.

Halla Rut , 14.1.2008 kl. 23:39

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus..
já eða Lovestar eftir Andra SNÆ ... margar bækur sem einmitt hafa fjallað um svona pælingu..

Halla Rut....  Nákvæmlega.. þetta er hin hliðin á viðskiptum þegar stórfyrirtækin eru búin að éta upp alla hina litlu og heilu bæirnir eru orðnir eign stórra fyrirtækja..

Brynjar Jóhannsson, 14.1.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband