nafn eða innihald...

 Vangaveltur fyrir helgina

 

Eftir hvern er þetta ljóð ? Lestu kvæðið hægt og njóttu þess til hins ítrasta. Skoðaðu myndlíkingarnar og reyndu að skilja inni hald þess.

 

Nafn eða innihald

Fallegra kvæði ég hafði vart heyrt
Hrifnæma og kjarnyrta speki
Með hjúkrandi orðum gat harminn minn eirt
og hleypt í mig kjörkuðu þreki

Vandann minn útskýrði á einfaldan hátt
Opnaði lokaðar hurðir
Hjartanu mínu gaf sefandi slátt
og smyrsli í meinin mín smurði

Það hversdagsins áhyggjum breytti í bros
Bandið frá augunum leysti
Krafturinn meiri en glóandi gos
er gustur þess kringum mig þeysti

Það hafði svo fallegt og hrífandi fas
sem heillaði alfarið mig
en breyttist til verra er loksins ég las
að ljóðið það var eftir þig

 Ef ég hefði skráð Jónas Hallgrímsson,Davíð Steffánsson, Megas eða Jóhann Sigurjónsson fyrir ljóðinu væri kveðskapurinn mögulega betri ? Væru setningarnar dýpri og heimsspekin gáfulegri ? Skiptir nafn meira máli en innihald ?

 

Þetta ljóð er eftir mig og ég samdi það í vikunni sem leið.

 

Góða helgi 

YKKAR YNDISLEGI BRYLLI Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á einn bróðir sem hefur samið ljóð frá því ég man eftir mér.  Það fór oft afskaplega í pirrurnar á honum að ég skildi ekki hafa gaman af ljóðum. Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að dæma, en mér finnst þetta vera frábært ljóð.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þakka þér fyrir hólið..  Gunnar..

Meginpælingin hjá er sú.. hvort það skipti máli hver yrki ljóðið  frekar en hvort ljóðið sé gott eða slæmt.  

Getur verið að málverk sé samstundis meira snilldarverk því það er eftir Kjarval eða Picaso, eða einhvern virtan samtímamálara ?   

Brynjar Jóhannsson, 11.1.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Okkar yndislegi Brylli, þetta er frábært ljóð og ég tel mig alveg vera réttu manneskjuna til að dæma um það. Það talar til mín og ég skil hvað það er að segja Verk eftir þá frægustu eru ekkert endilega góð, þau eru oftast bara fræg Ég skil ekki fólk sem kaupir ljótt málverk á milljón, bara af því að það er eftir frægan, í stað þess að kaupa á þúsund kall þaðeftir Jón á Horninu, sem því þykir fallegt. En það er kannski bara viturleg fjárfesting og í þeim málum er ég náttulega alveg á gati 

Jónína Dúadóttir, 11.1.2008 kl. 14:12

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Nákvæmlega Jónína...

LJÓÐIÐ ER UM SNOBB.... 

Mér finnst einmitt mörg ljóð eftir Jónas Hallgrímsson rísa undir nafni sem undurfögur listaverk. Til eru kvæði eftir hann og öll ofannefnd mikilmenni sem mér þykir ekkert sérstök. Einnig hef ég tekið eftir því að fólki líkar ekki list ýmisa listamanna því persóna þeirra fer í taugarnar á þeim eða öfugt. Mér finnst að þegar fólk nýtur listar á ekki að blanda persónunni í það. Verkið á að standa undir sér sjálft. 

Brynjar Jóhannsson, 11.1.2008 kl. 14:47

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þarna er ég 100% sammála þér Brynjar

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 15:22

6 identicon

mér finnst þú líka frábær.... :o)
Hlakka til að heyra endinn af bókinn góðu...

kv. Frá baunalandinu.....

heiðagella (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 16:43

7 Smámynd: Halla Rut

Mikið finnst mér þetta "flott" og fallegt ljóð.

Má bæta við eða verður höfundundinn móðgaður...Ég tek sénsinn ég er hvort sem er alltaf að móðaga þig óvart...

Mér fannst vanta eitthvað í endann. Fannst það of snubbótt svo ég bætti við. 

Það hafði svo fallegt og hrífandi fas
sem heillaði alfarið mig
en breyttist til verra er loksins ég las
að ljóðið það var eftir þig; Brylli.

Halla Rut , 11.1.2008 kl. 18:15

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Fattaði strax að ljóðið var eftir þig.   Flott ljóð.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 11.1.2008 kl. 20:06

9 identicon

Hvernig væri nú Brynjar að skella inn nokkrum ljóðum úr Demantstári? Þetta ljóð er flott, þarf ekki að deila um það, en afhverju ekki að deila með okkur MEISTARAVERKUNUM þínum

Knús og kram

Aðdáandi númer 1

Berglind (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:45

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég var ekki hálfnuð með ljóðið, þegar ég vissi að það var eftir þig.  Þú hefur þinn eigin stíl..... flottan.....  

Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 20:54

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heiða...  Við finnum örugglega tíma til þess.. einhvern tíman..

Halla...  Nei ég verð nú engan vegin móðgaður.. Sannleikurinn er LJÓÐ sagna bestur..  Til að útskýra betur.. þá er þetta laga texti... og það vantar viðlagið... sem kemur í restina.. þar sem viðkomandi byrjar að úthúða ljóðinu..

Þordís.. Takk fyrir það.

Þetta er ekki spurningin um hvort að þú fattaðir að þetta ljóð væri eftir mig.. Heldur ef að þetta væri eftir eitthvað stórskáldið, Væri ljóðið þá samtímis orðið betra ? Önnur spurning.... væri ljóðið betra ef þú héldir að þetta væri eftir Jónas Hallgrímsson. Jóhann Sigurjónsson eða Megas ? 

Berglind ...

Já mögulega.... einhvern tíman við tækifæri.. 

Anna Einarsdóttir... Enda var ég ekki að reyna að skrumskæla kvæði eftir einn né neinn heldur eingöngu að koma ákveðinni hugmynd á framfæri.. og varpa þeirri spurningu hvort að nafnið skipti meira máli en innihaldið. 

Takk fyrir komentin..  

Brynjar Jóhannsson, 11.1.2008 kl. 22:39

12 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Fínasti kveðskapur...

myndirnar ættu að vera á bryllino meilinu....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 23:07

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já ég sá það.. takk fyrir það lalli...

Brynjar Jóhannsson, 11.1.2008 kl. 23:09

14 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Ég vissi að þú værir skáld þegar þú varðir vítið þegar við vorum 8 ára

Eysteinn Skarphéðinsson, 12.1.2008 kl. 01:06

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

SAGÐI ÉG EITTHVAÐ VÍTA-VERT ? ... þá Eysteinn...  sko ef ég mann rétt þá hefur það verið á TOMMAMÓTINU ... þá VORUM VIÐ ALVÖRUKARLMENNI

Brynjar Jóhannsson, 12.1.2008 kl. 01:19

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nr:15

Jónína Dúadóttir, 12.1.2008 kl. 07:00

17 Smámynd: www.zordis.com

Andlit og þeir sem bera þau eru stórlega ofmetin, vanmetin og ég vil meina að listin gangi út á að snerta hjörtu þeirra sem á horfa eða hlusta, skyna etc.  Fegurð er í augu sjáandans og í skynjun sálarinnar ... augun = spegill sálarinnar.

Við hjónin heillumst sem dæmi ekki af sömu myndinni né fílum sömu tónlistina. 

Ljóðið þitt er grípandi og auðlesið.  Til lukku með þetta, það verður gaman að heyra laglínua við textann!

www.zordis.com, 12.1.2008 kl. 10:15

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er gott ljóð hjá þér. Auðlesið og lipurt. Til hamingju með þetta og takk fyrir að sýna.

Af þvi þú spyrð hvort heiti ljóðs annarsvegar og innihald þess hinsvegar hafi meira vægi, ef ég er að skilja spurningu þína rétt. Ég held að hvorutveggja sé mikilivægt, til að hrífa okkur lesendur, eins og Zordís okkar yndisleg segir, til að snerta hjartað í okkur. Hvað eru rósir án stilka? 

Marta B Helgadóttir, 12.1.2008 kl. 11:48

19 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já takk fyrir það zordís... Ég legg einmitt mikið upp úr því að hafa stílinn auðlesin, að hann hljómi eins og hann sé talaður. Textar sem eru áreynslulausir án klunnalegra endaríma höfða oft betur til mín.. 

Martha... Auðvitað er nafnið og innihaldið máli..en oft skiptir nafnið meira máli..

SANNSÖGULEGT DÆMI 

 Kennari  hélt spilakvöld heima hjá  sér og bauð vinum og vandamönnum í heimsókn. Á heimili kennarans var málverk sem engum líkaði þar til þau heyrðu að það var eftir MUNK. Eingöngu við að heyra að þetta málverk væri eftir þennan mann breittist málverkið úr óreglulegu klessuformi í snilldarverk. 

Brynjar Jóhannsson, 12.1.2008 kl. 14:03

20 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hahah skondið dæmi... eða í raun ekki skondið, heldur hallærislegt.. ekki dæmið hjá þér, heldur sú staðreynd að verkið hafi breyst við að heyra hver það væri sem hafði málað það..

Þetta er bara svona eitthvað týpískt snobb dæmi.. ég þoli ekki snobb

Hlutir þurfa bara að vera á vissan hátt fyrir mig til að mér finnist þeir fallegir... ég skammast mín ekki fyrir að hrósa einhverju "verki" sem kemur svo í ljós að er keypt í ikea eða hallmæla öðru sem kannski er eftir erro..

Mér finnst sem mér finnst

Guðríður Pétursdóttir, 12.1.2008 kl. 22:48

21 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skil hvað þú meinar, "labels"  eða merkimiðar eru sorglega mikilvægir í hugum fólks, sérstaklega þeirra sem treysta sér ekki til að meta frá eigin brjósti. Þetta sama fyrirbæri hefur líka orsakað að einstaka listamaður leyfir sér að senda frá sér næstum hvað sem er bara af því hann er orðinn mjög vel þekktur og gleypt er við öllu frá honum. Hættir að nenna að gefa allt, af sjálfum sér í list sína (psst ...sbr Tolli)

Marta B Helgadóttir, 13.1.2008 kl. 09:45

22 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Guðríður.. ég er alveg eins og þú að ég hika að ekki að hrósa því sem mér þykir mjög vel gert.. annars slepppi ég því..

Nákvæmlega martha .. Menn eru komnir í helgan setin og eru ekki að leggja sig allan framm...

Brynjar Jóhannsson, 13.1.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband