23.11.2007 | 19:05
Náunginn í breiðholtsblokkinni numer 20a
Það væri þægilegt ef hægt væri að gera einn mann að blóraböggli alls slæms sem gerist í þessu samfélagi. Segjum sem svo að sá einstaklingur gengi í daglegu lífi undir nafninu "náunginn í Breiðholtsblokkinni í íbúð númer 20a" og það væri hægt að skella á hann öllum vandamál landsins. Ef verðbólgan myndi rjúka upp úr öllu valdi og krónan fengi flensu, gæti Seðlabankinn sagt að þetta væri vegna kaupa íbúans á sjónvarpstæki Elko og ef Lögreglan væri með óleyst sakamál í höndunum gæfi hún út þá yfirlýsingu að líklegast væri það umræddur maður. Stjórnarandstaðan myndi sífellt að gagnrýna hversvegna ekkert sé gert til að stöðva þennan skaðvald í Breiðholtsblokkinni og ríkissjónin myndi svara að það væri nefnd að vinna í málinu.
-Ég kom að karlmanni sem var að riðlast ofan á konunni minni og hann flúði út áður enn ég sá framan í andlitið á honum... Myndi einhver barflugan segja sársveikt við sessunaut sinn...
-Ja þetta hefur örugglega verið náunginn í breiðholtsblokkinni númer 20a- yrði honum svarað til baka.
-HELVÍTIS HJÓNABANDSDJÖFULLINN öskrar þá barflugan og myndi bölva Náunganum í Breiðholtsblokkinni í sand ösku.
Fyrirsagnir blaðanna bendluðu öllu sem færi miður í daglegu lífi við þennan mann og hinn raunverulega seki maður gæti hvítþvegið hendur sínar á kostnað hans. Allir væru vandamála ausir í sínum Pollíönnuheimi og engin þyrfti að taka á sínum vandamálum því þetta væri íbúa í íbúð númer 20 a í breiðholtsblokkinni að kenna..
-Ef þessi helvítis náungi í breiðholtsblokkinni væri ekki alltaf með svona skæting þyrfti ég ekki að drekka svona mikið... myndi alkahólistinn segja
-Já og ég hefði ekki haldið fram hjá konunni minni í gríð og erg.. tæki kynlífsfíkillinn undir.
- Já og ég er viss um að krakkinn minn myndi losna við ofvirkni og athyglisbresti ...myndi uppgjafa húsmóðir samsinna.
- Við töpuðum landsleiknum um daginn því hann mætti á leikinn segði fótboltaáhugamaðurinn.
HELVÍTIS FÍFLIÐ ÞARNA Í BLOKKARÍBÚÐ 20A tækju þau öll undir í kór
En lífið er ekki svona auðvelt þó svo margir myndi óska sér að getað kennt einhverjum öðrum um sín vandamál. Mitt mottó er ofureinfalt. Allt er sjálfum mér að kenna hvort það er gott eða slæmt þó svo að það væri mjög þægilegt að kenna einhverjum íbúa í breiðholtsblokkinni um það sem fór miður..
En mér er spurn ??? ef lífið væri svona
myndi einhver vilja vera þessi náungi í Breiðholtsblokkinni númer 20a ?
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
Halla Rut
-
Anna Einarsdóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Signý
-
Kreppumaður
-
Fríða Eyland
-
Heiða Þórðar
-
Bara Steini
-
Marta B Helgadóttir
-
halkatla
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sema Erla Serdar
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Björgvin
-
Bjarki Tryggvason
-
Jón Þór Ólafsson
-
Brissó B. Johannsson
-
Tinna Jónsdóttir
-
Sigurlaug Kristjánsdóttir
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Aðalheiður Ámundadóttir
-
Eysteinn Skarphéðinsson
-
Ásgerður
-
Brattur
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Bergur Thorberg
-
Viktor Einarsson
-
Agný
-
Lady Elín
-
Guðfríður Lilja
-
Gunnar Axel Axelsson
-
Óskar Helgi Helgason
-
Sigurður Viktor Úlfarsson
-
Baldur Fjölnisson
-
Matti sax
-
Ingunn Jóna Gísladóttir
-
kiza
-
Huld S. Ringsted
-
www.zordis.com
-
Brjánn Guðjónsson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Jónína Dúadóttir
-
Páll Geir Bjarnason
-
Sigríður Hafsteinsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Stríða
-
Greta Björg Úlfsdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
S. Lúther Gestsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Ólöf Anna Brynjarsdóttir
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Sævar Einarsson
-
Gullvagninn
-
Kolgrima
-
Óskar Þorkelsson
-
Helga Dóra
-
Guðrún Birna le Sage de Fontenay
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Óskar Arnórsson
-
Kristín Jakobsdóttir Richter
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldóra Rán
-
Helga Magnúsdóttir
-
Guðrún Lilja
-
Mía litla
-
Íris Arnardóttir....vitringur
-
Þórhildur Daðadóttir
-
polly82
-
Andrea
-
Hdora
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Brynja skordal
-
SeeingRed
-
Benna
-
Villi Asgeirsson
-
Svartagall
-
Alfreð Símonarson
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Skattborgari
-
Aprílrós
-
Mál 214
-
Bwahahaha...
-
Isis
-
persóna
-
Vilhjálmur Árnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Vefritid
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Hlédís
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Eva
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
brahim
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.6.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Getum við bara ekki drepið hann og þá verður heimurinn fullkomin.
Halla Rut , 23.11.2007 kl. 23:00
Nei... þá höfum við engan til að kenna um misgjörðir okkar
......... þú verðum við að fara að horfast í okkar eigin barm... ÚFFF ég fæ skítahroll Hallla þetta er afleidd hugmynd.
Brynjar Jóhannsson, 23.11.2007 kl. 23:11
Nei takk,ég vill ekki vera náunginn í Breiðholtsblokkinni nr.20a, en gott væri ef einhver bara einhver annar tæki það að sér
Góða helgi 
Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.11.2007 kl. 23:28
pant ekki ver'ann !!!
Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 23:29
Ég kvitta hér með líka undir að mig langar ekki að taka að mér þetta hlutverk......
DEMIT .. það reynist þrautin þyngri að finna mann til að taka þetta hlutverk að sér.
Brynjar Jóhannsson, 23.11.2007 kl. 23:42
við hljótum að geta fundið einhvern sem getur verið maðurinn í breiðholtsblokkinni númer 20a
mundu svo eftir þunnadeginum á morgun
góða helgi
Guðrún Lilja, 24.11.2007 kl. 15:00
já. Bryndís.. við finnum bara þann sem býr þar og skellum á hann skuldum samfélagsins hahahha....
Já Guðrún Lilja .. ég man eftir þunnadeginum.. svo sannarlega..
Brynjar Jóhannsson, 24.11.2007 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.