Pelsasjóður handa tilvonandi eiginkonu.

Fyrir nokkrum árum stofnaði ég pelsasjóð handa tilvonandi eiginkonu í formi sparibauks. Ég losaði ofan í baukin klink úr vösum og innan tíðar var sjóðurinn orðin sneisafullur. Alltaf þegar leið á mánuðinn fór að grinnka úr sjóðnum því eins og sönnum hræsnara sæmir var ég alltaf að stela úr sjóðnum.Í blankelsi mínu fór ég ofan í pelasjóðinn og safnaði mér fyrir einhverju eins og t.d ódýru æti úr næstu búð og án þess að irðast endurgreiddi ég ekki aftur í sjóðin peninginn sem ég skuldaði. Nú er svo komið að sjóðurinn geymir næstum undantekningarlaust aðeins óskilgetnar krónur. Rétt eins og þegar sýldin fór af íslandsmiðum vegna ofveiðar hurfu 50 og 100 kallanir úr sjóðnum á hallæristímum. Peningur Pelsasjóðsins er svo lítil upphæð að ég á ekki einu sinni fyrir margnotaðari regnkápu úr Kolaportinu handa minni tilvonandi og því út í hött að láta sér dreyma um kaup á loðfeld handa henni. Ég gæti mögulega krunkað fyrir einum dvd disk og keypt handa henni sleikjó.

Það er því eina leiðin að bauna yfir tilvonandi eiginkonu feministaáróður og benda henni á að það sé HÁLFPARTIN svívirða að kaupa pels á konur. Það sé engu ólikara að fjárfesta í dýrum pelsi á konu og að kaupa sér hóru í rauða hverfinu eða fylgi dómu á stefnumót og það væri miklu meiri sjálfvirðing af hennar hálfu ef hún myndi kaupa jakkaföt á mig.

Einhvern vegin held ég að engin kona muni gleypa við þessum rökum mínum Frown

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

En myndi þig í alvörrunni langa til að eiga konu sem gengur um í pels???

Helga Dóra, 6.11.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

gunnar... Já hundurinn þinn er að borða bréfbera.. það er málið....

Helga dóra... Nei ekkert sérstaklega... Þetta getur alveg eins verið sólgleraugnasjóður...  

Brynjar Jóhannsson, 6.11.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Fríða Eyland

Ja hérna hér, skyldi snillingurinn Jón Höskuldsson hafa eitthvað að seigja um svona stjórnleysi ?  Ég veit að þrórgerður Una væri ekki lengi að hugsa sig um.

Ungt fólk nú til dags kann ekki með aura að fara og veit ekki hvað það er að fara vel með og spara, væri það sem hún hefði til málanna að leggja sveiandi, það vantar alla sjálfsbjargarviðleitni ekki sökum að spyrja, kæmi svo í kjölfarið, á innsoginu.....hjá henni. 

Fríða Eyland, 6.11.2007 kl. 21:25

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já... eina sem ég veit er að Jón Hösskuldsson talar tungum og er þversagnarkenndur þöngulhaus. 

EN SJONNI. hann er annað mál.... Sjonni stevens hefði getað orðið betri en bítlarnir sem fótboltamaður..  

Brynjar Jóhannsson, 6.11.2007 kl. 21:55

5 identicon

Svo eru ekki nærri því allar konur sem vilja að það séu keyptir einhverjir hlutir handa þeim.. það þarf ekki að múta okkur Eldaðu bara fyrir tilvonandi.. þegar þú finnur hana..

Dexxa (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahahahha.... já og í sameiningum munum við elda GRÁTT SILFUR SAMAN

Brynjar Jóhannsson, 6.11.2007 kl. 22:40

7 identicon

hahaha - ekki gefa upp vonina, það eru til margar tegundir af konum 

rétt eins og það eru til margar tegundir af ykkur gaurunum

Ranný (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:37

8 identicon

Þú finnur þér bara einhverja dollu í einhverjum dýraverndunarsamtökum og málið er dautt

alva (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:55

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ranný ég skal ekki  gera það

Alva... ERtu brjáluð og þá má ég ekki borða neitt nema grænmetisblöð á sunnudögum og því hún er á móti kjötáti..

Brynjar Jóhannsson, 7.11.2007 kl. 00:12

10 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Eins og Hörður Torfa segir: Gefðu henni blóm og rúsínupoka með hnetum !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 01:09

11 Smámynd: Fríða Eyland

hefur jón HÖSKULDSSON ekki neina hendingu  varðandi pelsasjóðinn eða veit hann kannski ekkert um hann blessaður....

Fríða Eyland, 7.11.2007 kl. 01:24

12 Smámynd: Fríða Eyland

Nýrómantíker geturðu verið Lárus, hvernig hnetur pistasíu eða valhnetur

Trúlega er þetta besta ráðið sem hans Hátign..hefur fengið í gjöf frá sönnum félaga í lífsins ólgusjó...þetta með rúsínurnar er náttúrulega alveg brylljant hugdetta....Rómó....það finnst konum held ég  .....síðan er ekkert vittlaust að kaupa þessa einnota regnkápu sem hann talaði um að hann ætti fyrir....gæti gagnast og er öðruvísi ......það er frægt að íslenskar konur heillast af frumleika .....fyrst og fremst á nýöld...það er málið ...  þá er ekki verra að bæta á kökuna skrautinu...með nýrómantík.. 

Fríða Eyland, 7.11.2007 kl. 01:39

13 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Fríða: Jón Höskuldsson hefur svör við öllu en eftir lygamakk Brynjars Jóhannssonar í sambandi við hann hef ég ákveðið að láta nafns hans ekki framar getið í tengslum við svör mín við masi Brynjars. Það væri vanvirða við þann mæta mann Jón Höskuldsson sem hefur ekki verðskuldað þá útreið sem hann hefur fengið af hálfu Brynjars.

Ef til vill angrar það Brynjar að vita af mikilfengleik manns sem hann kemst aldrei í hálfkvisti við ?

Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 01:43

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

  Frábær.

Marta B Helgadóttir, 7.11.2007 kl. 09:11

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Lárus.... Ég held ég sé búin að leysa þetta... Ég býð henni út að borða á lækjabrekku ...Ég býð,,,,Hún borgar..

Fríða.. Já lárus hefur alltaf verið miklu lagnari við þetta en ég... Meðan hann gefur dömunum hnetur þá gef ég þeim þorrabakka..

Já.... Ég kemst ekki á hálfkvist við Jón Hösskuldsson.. Jarmara .. og því beiti ég þessum lúsabrögðum á hann

Brynjar Jóhannsson, 7.11.2007 kl. 12:34

16 Smámynd: Ólöf Anna

bíddu skil ég rétt. áttu ekki konu en ert samt að safna í bauk fyrir hana. kallast þetta ekki að byrja á vitlausum enda 

Ólöf Anna , 8.11.2007 kl. 00:03

17 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sko.. þetta er framlag mitt gegn kapitalismanum og lífsgæðakapphlaupinu ...  Ég verð einhvern vegin að getað fjárfest í minkapels handa minni tilvonandi ef hún biður um það...

Brynjar Jóhannsson, 8.11.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 185560

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband