Bandaríski bjáninn

Fjórðungur Bandaríkjamanna geta ekki bent á eigið land á landakorti og svipaður fjöldi veit ekki hvaða ár hryðjuverkin 11 september gerðust. Fjörtíu prósent íbúanna USA standa fastir á því að Írak hafi staðið að þessum hryðjuverkunum á Bandaríkin þó svo að búið er að sanna að sönnunargögnin voru fölsuð sem lögð voru sem sönnnunargögn fyrir innrásinni.

Ég hef heyrt einhverja menn í gegnum tíðina segja að þeir trúi ekki þessum staðreyndum og draga fullyrðingar mínar í efa. Ég sel upplýsingarnar ekki dýrar en ég keypti og miðað við sjónvarpsviðtöl sem ég hef séð t.d í Jay Lenno og annarsstaðar er nokkuð ljóst að sterk rök eru fyrir því að þetta sé ekki fjarri lagi. Svör margra Bandaríkja manna eru með ólíkindum þegar þeir eru spurðir út í heimsmálinn. Einn sagði t.d að Þýskaland sé öxull hins illla og að Bandaríkin sé að undirbúa að ráðast inn í Saudi Arabbíu en ekki Íran á næstu misserum. Í einu sjónvarpsviðtali var einn Ameríski Hamborgararassinn beðin að benda á Norður Kóreyju og benti hann á Fidji eyjar sem er við hlið Ástralíu. Einn stóð fastur á því að Tony blair fyrverandi forsetisráðherra Bretlands væri skautadansari og ein kona hafði aldrei heyrt talað um Bretland.  

Ef stór hluti Bandaríkja manna eru ekki betur upplýstari en þetta er þá nokkuð furðulegt að þeir kjósi yfir sig vitleysing eins og Bush fyrir forseta ?

Speglar hann ekki ágætlega þetta samfélag og að mörgu leiti holdgerfingur þess ?


mbl.is Bandaríkin eyða á þriðja þúsund milljarða króna í leyniþjónustu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú bara ótrúlegt að fólk sem er í háskóla viti gjörsamlega ekki neitt.. ég sá myndband þar sem verið var að taka viðtal við fólk úti á götu fyrir framan alls kyns háskóla (var þá verið að tala við nemendur) og fólkið spurt út í heimsmálin, t.d. hver Tony Blair væri, hvað Alqaida væri, hvað múslimi væri, og hvort og hvaða land Bandaríkin ættu að ráðast næst inn í!! Og svörin sem komu úr þessu maður!!! Og þetta fólk er í háskóla! miðað við svörin ætti það ekki að komast inn í grunnskóla liggur við!! 

Dexxa (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já segðu DEXA.. þetta er með ólíkindum...

Brynjar Jóhannsson, 30.10.2007 kl. 17:39

3 identicon

Smá athugasemd... það eru tvö X í DeXXa.. ef þér leiðist að skrifa öll þessi ex, skrifaðu þá bara Dex, er kölluð það dáltið.

Dexxa (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 17:53

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fyrirgafðu dexa mín Þetta kemur aldrei fyrir aftur

Brynjar Jóhannsson, 30.10.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

eins og þú sérð hér að ofan.... þá vita margir bandaríkja ekki einu sinni hvað ár hriðjuverkin 11 september gerðist..

Hvert mannsbarn á íslandi veit það en ekki fjórði hver bandaríkjamaður..

Með öðrum orðum.. stór hluti samfélagsins hrjáist af greindarskorti. 

Brynjar Jóhannsson, 30.10.2007 kl. 19:00

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hahah það er nú ekkert Arna...

Brittney spears langaði mikið af ferðast yfir höf til kananda og einvinkona mín sagðist vilja fara til Kanada og þá sagði einhver við hana í HÆÐNISTÓNI...HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ FARA Á SJÓSKÍÐUM ?

Brynjar Jóhannsson, 30.10.2007 kl. 20:52

7 Smámynd: Fríða Eyland

þú ert brattur Brylli, er það þá þannig að Ólafur Ragnar endurspeiglar okkur hehe og er okkar holdgerfingur?

Fríða Eyland, 30.10.2007 kl. 21:06

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á ekki orð...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.10.2007 kl. 21:30

9 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Ég átti eitt sinn tal við þann mæta mann Jón Höskuldsson, sem hafðist við í Bandaríkjunum um árabil. Hann hefur þá skoðun að það sé vatnið í Bandaríkjunum sem rýri heilabúið. Sjálfur fékk Jón alltaf sent ferskt vatn úr Gullfossi meðan hann bjó þar og segist þess vegna ekki hafa orðið fyrir neinum skaða.

Mér þykir þetta athyglisverð kenning hjá Jóni Höskuldssyni en síðast þegar ég vissi hafði hann í bígerð að skrifa bók um rannsóknir sínar á vatnsneyslu kanans og rýrnun heilans.

Það verður hin fróðlegasta lesning ef ég þekki Jón rétt.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 30.10.2007 kl. 23:50

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Lárus, þetta hefur trúlega eitthvað með flúorið að gera. Bæði Stalín og Hitler notuðu það í fangabúðum sínum til að deyfa og heiladrepa fangana og gera þá meðfærilegri. Kanar eru klárir í endurvinnslu og láta sem sagt liðið éta úrgang úr álframleiðslu og svo nota þeir úrgang úr kjarnorkuverum (sneytt úran) í sprengiskeyti - með skelfilegum afleiðingum fyrir þau lönd sem verða fyrir þeim trakteringum - en hvað með það, þetta er jú allt í þágu frelsis og lýðræðis og vel meint í kristilegum kærleika.

Baldur Fjölnisson, 31.10.2007 kl. 10:06

11 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Fríða Eyland...

Það er hægt að segja ýmislegt, bæði gott og slæmt ,um Ólaf Ragnar Grímssonn forseta okkar ,en ég er þess efins að nokkur maður geti sagt að hann sé vitlaus. Ef íslenska þjóðinn hefði viljað kurteisan en örlítið einfaldari mann en hann Ólaf, þá hefði hún kosið BALDUR Á BESSASTAÐI.  Reyndar er forseti Bandaríkjanna meira í líkingu við embæti forsettisráðherra Íslands og það er nokkuð ljóst að Geir H Harde spegli stjórnmálaskoðanir 35% íslensku þjóarinnar mjög vel sem forustumaður sjálfstæðisflokksins. 

Hahahahhaha.

Baldur Fjölnisson fer hamförum í pennaskrifum sínum eins og venjulega og svarar Lárusi æskuvini mínum mjög ítarlega um vatnið í Bandaríkjunum. Lárus þú verður að skrifa æfisögu þessa mans.

Gunnar. Ég held að það mætti draga þá áliktun að ástæða styrjalda bandaríkjamanna sé að læra landafræði

Brynjar Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 16:42

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sjálfsagt er fleiri efni sem valda þessu enda eru Bandaríkin jú hin glæsta fyrirmynd kapítalismans. Hann gengur eins og þið vitið út á það að hafa hlutina sem hagkvæmasta og að græða sem mest á þeim í leiðinni. Bandarískur landbúnaður er því últra hagkvæmur og nýting til fyrirmyndar og td. hafa kjúklingar áratugum saman verið fóðraðir á eigin skít (kjúklingakryddið fræga var sérhannað til að fela skítakeiminn af kjötinu). Þá hafa nautgripir einnig verið fóðraðir grimmt á kjúklingaúrgangi auk mjöls úr látnum beljum, og svo framvegis. Allt eykur þetta gróða og hagkvæmni og lækkar vöruverð.

Það mætti svo sem ræða líka miklar hormóna- og lyfjagjafir í bandar. landbúnaði og genafikt og fleira en bottom læn virðist vera að bandar. almenningur virðist mikið vera undir áhrifum (vafasamra) kemískra efna úr fæðunni. Svo skilst mér að stjórnvöldin sprauti einhverjum óþverra yfir landið úr flugvélum, amk. hefur lengi verið þrálátur orðrómur um það. Eitt er víst, þarna ráða ríkjum algjörir síkópatar sem eru í vasanum á gamalli olíu/hergagna/lyfja/banka og peningaprentunarmaskínu sem einskis svífst. Lyf og sjúkdómar og stríð er allt saman risabísness.

Baldur Fjölnisson, 31.10.2007 kl. 18:15

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heyr heyr.. Baldur..

Mín tilfinning er að upplýstir menn eins og þú eru upphrópaðir "samsæriskenningasmiðir" í dag en kyndilberar sannleikans á morgun. Því meira sem afhjúpast um skuggahliðar þessa samfélags þá furðar maður sig yfir því að það sé ekki hrunið til viðar. 

Lengi lifir í gömlum "Lygum" en ég trúi ekki öðru en þessi stærsta "svikamilla"(Bandaríkin) í heimi afhjúpist einhvern tíman.

Brynjar Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 18:33

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er sjálfur mikill aðdáandi Bandar.manna enda hef ég svo til alla mína visku og sýn á þá frá þeim sjálfum, þe. skarpari hluta þeirra. Þarna eru heimsins mestu snillingar til heimsins verstu rugludalla og allt þar á milli. Ég hef röflað við kana í 17 ár á internetinu og lesið þá mikið og þeir hafa gjörbreytt minni heimsmynd. Viðhorf mitt til þeirra er því jákvætt í það heila tekið.

Við þurfum að passa okkur að samsama ekki stjórnklíku þessa lands fólkinu sem í því býr. Slíkt er fasískur hugsunarháttur einræðishyggjumanna sem trúa á sterka leiðtoga og þess háttar. Bandarískur almenningur er fyrir löngu dottinn úr tengslum við stjórnendur sína. Það þykir gott ef helmingur kosningabærra manna nennir á kjörstað enda vita flestir að kosningar eru lítið annað en enn eitt hollywoodsjóið þar sem peningavaldið stillir upp sínum kandídötum og stendur með pálmann í höndunum hvernig sem fer. Þetta er mjög gamalt og sterkt vald og hefur alla strengi í hendi sér og allar strengjabrúður undir kontról. Þetta er sýndarlýðræði og hefur lengi verið og stefnan verið á einhvers konar nýfasisma. Bush er ekkert annað en rökrétt niðurstaða langrar þróunar.

Baldur Fjölnisson, 31.10.2007 kl. 19:38

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég... veit hvað þú ert að fara Baldur..

Ég er fyrir löngu búin að gera mér grein fyrir að það sé  bara einn stjórnmálaflokkur peningaaflanna í bandaríkjunum og taflið um völdin er tapað frá fyrsta leik. Að sjálfsögðu er mikið til af fyrirtaks fólki í Bandaríkjunum og þekki ég það af eigin raun. 

Það breitir ekki þeirri staðreynd að einhver hluti þessarar þjóðar er svo illa upplýstur að það er engu lagi líkt. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fjórðungur Bandaríkja manna haldi að Írak hafi staðið að hryðjuverkunum 11september og svipaður fjöldi fólks veit ekki hvað ár sá voðaviðburður gerðist ? Fjórði hver Bandaríkjamaður getur ekki bent á eigið landakort og margir halda að þeir þurfi að sigla yfir höf til að komast til kanada.  

Mín kenning er sú að í skugga slíkrar fáfræðar fá menn eins og góðvinur þinn Gorge Bush að dafna. 

Brynjar Jóhannsson, 31.10.2007 kl. 20:37

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er hönnuð fáfræði. Skólakerfið er heiladrepandi enda alfarið rekið "í þágu atvinnulífsins" sem þýðir að það framleiðir þægt og hlýðið fólk sem er afar duglegir neytendur auk þess að vera afar einsleitt. Fjölmiðlarnir eru síðan að mestu eftir sama módeli, dáleiðandi grautur af veruleika, sýndarveruleika, hálfsannleika, lygum og hártogunum. Nútíminn er afar mettaður af þessum ruglandi graut sem gerir fólki afar erfitt um vik að meta hvað er satt og hvað er logið. Ekki bætir svo úr skák að yfir vitleysunni tróna trúarlegar mýtur sem margir trúa eins og nýju neti sem gerir þá enn móttækilegari fyrir jarðneskum mýtum og tröllasögum frá stjórnvöldunum og kostendum þeirra.

Baldur Fjölnisson, 1.11.2007 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 185556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband