28.10.2007 | 02:29
Kvenfólk er STÓRFURÐULEGT..
Kvenfólk er stórskrítin apa-kynstofn sem ómögulegt er að skilja til hlítar. Í raun má líkja konum við krossgátu sem gengur ekki upp eða stærðfræði dæmi með vitlausa útkomu. Ég er farin að íja að því að þær stundum botni minst í sér sjálfar og viti ekkert hvað þær eru að fara.
AFHVERJU HELD ÉG ÞAÐ ?
Í kvöld hitti ég stúlku sem ég kynntist lítillega í sumar og hélt ég að við værum að hittast undir þeim formerkjum til að talast saman sem vinir. Þar að leiðandi tók ég laptoppinn með mér þar sem hún sagðist ætla að koma með skrifblokk og við myndum skrifa og talast. Ég vissi það fyrir að þessi stúlka væri létt flippuð ( you now that shes half crasy but thats why you wanna be there/ Leonard choen) og mér var það kunnugt að hún væri sláandi falleg. Þegar hún kemur á staðinn sé ég að hún er búin að lita á sér hárið og við föðmust og hún sest á móti mér. Í fyrstu er henni mikið í mun að koma mér inn í sín hugðarefni og lætur mig fá bæklinga til að lesa. Allt í einu spyr hún hvort ég vilji bjór, sem ég neita um enda var ég með kaffibolla en þygg skömmu síðar enda ginkeyptur fyrir öli. því næst tekur hún kaffi bollan minn og drekkur hann fyrir framan mig .Eftir örlítin tíma fer samtalið að verða vægt til orða vandræðalegt því hún hættir skyndilega að tala og byrjar að horfa á mig. Ég segi þá við hana í hæðnistóni að ef hún fari ekki að fylla ofan í þessa vandræðalega þögn þá fari ég að tala við hana um veðrið. Ég hélt að þetta væri toppur inn á vandræðaleika kvöldsins en þá var daman bara rétt að hita sig upp. Einhverra óminnugra hluta vegna sest daman skyndilega við hliðina á mér, dregur fram ermina mína og fer að skrifa á handleggin minn án þess að blikka augum. Ég veit ekki almennilega hvernig ég átti að bregðast við framferði hennar enda hafði ég lúmst gaman að þessu hátarlagi en þegar hún fer að krefjast þess að ég teikni á handlegginn sinn þá er ég allur. Ég afbíð kallið með öllu en þá krefst hún þess af mikillri hörku að ég skrifi á sig og ég læt slag standa. Skömmu eftir að ég skrifaði á handlegg hennar ákveðum við að borga og fara út. Eftir það reynir hún að draga mig út á djammið sem mistekst hjá henni því ég ætlaði bara að vera rólegur í kvöld. Við aðskiljumst niðri í bæ og hún heldur sína leið út í nóttina.
Ég geng algjörlega áttavlltur heim til mín og botna ekki í einu né neinu. Ég er löngu hættur að sjá hvenær kvenfólk vill bara vera gott við mig eða þegar það er að reyna við mig. Mörkin þarna á milli eru svo hryllilega óskýr fyrir mér og þar sem ég reyni að halda mér réttum megin við strikið þá liggur við að ég GARGI þegar kona hegðar sér eins og hún í kringum mig.
Þegar ég kem heim til mín poppar daman inn á msnið mitt klukkutíma síðar og segir það mér að hún hafi nú ekki skemmt sér vel án mín. hún segir að ég sé frábær og þakkar mér fyrir að hafa leyft sér að hitta mig..
AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
ég held ég gerist semi munkur...
KVENFÓLK ER ÓSKILJANLEGT...
Um bloggið
Brynjar Jóhannsson
Tónlist
www.brylli.com
Heimasíðan MÍN..
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Halla Rut
- Anna Einarsdóttir
- Kristinn Theódórsson
- Signý
- Kreppumaður
- Fríða Eyland
- Heiða Þórðar
- Bara Steini
- Marta B Helgadóttir
- halkatla
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sema Erla Serdar
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Björgvin
- Bjarki Tryggvason
- Jón Þór Ólafsson
- Brissó B. Johannsson
- Tinna Jónsdóttir
- Sigurlaug Kristjánsdóttir
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Ásgerður
- Brattur
- Jóna Á. Gísladóttir
- Bergur Thorberg
- Viktor Einarsson
- Agný
- Lady Elín
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Axel Axelsson
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Baldur Fjölnisson
- Matti sax
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- kiza
- Huld S. Ringsted
- www.zordis.com
- Brjánn Guðjónsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Jónína Dúadóttir
- Páll Geir Bjarnason
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Jón Steinar Ragnarsson
- Stríða
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Georg P Sveinbjörnsson
- S. Lúther Gestsson
- Markús frá Djúpalæk
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Ólöf Anna Brynjarsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Sævar Einarsson
- Gullvagninn
- Kolgrima
- Óskar Þorkelsson
- Helga Dóra
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Kristín Jakobsdóttir Richter
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldóra Rán
- Helga Magnúsdóttir
- Guðrún Lilja
- Mía litla
- Íris Arnardóttir....vitringur
- Þórhildur Daðadóttir
- polly82
- Andrea
- Hdora
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Brynja skordal
- SeeingRed
- Benna
- Villi Asgeirsson
- Svartagall
- Alfreð Símonarson
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Skattborgari
- Aprílrós
- Mál 214
- Bwahahaha...
- Isis
- persóna
- Vilhjálmur Árnason
- Þráinn Jökull Elísson
- Vefritid
- Guðmundur Óli Scheving
- Hlédís
- Aldís Gunnarsdóttir
- Eva
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
get the point, eins og Jón Höskuldsson sagði oft !!!
Lárus Gabríel Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 04:30
Kræst! Þú mundir ekki finna belju þó þú héldir í halann á henni!!!
Heiða B. Heiðars, 28.10.2007 kl. 11:26
Lárus....
Ég legg til að þú giftist honum jóni hösskuldssyni
Skessa....
Þetta er ekki spurningin hvort að ég finni beljuna heldur hvort beljan vilji að ég klóri á sér bakið eða mjólki sig..
Brynjar Jóhannsson, 28.10.2007 kl. 11:47
Já.... segðu Ólafur...
ENN KVENFÓLK YNDISLEGT... PIFF NEI
ég segi að þær eru engu skárri kvikindi en karlmenn,,,,,, bara öðruvísi....
eða jú jú .. þær eru fínar til síns brúks
Brynjar Jóhannsson, 28.10.2007 kl. 12:01
Hún er óð í þig, sérðu það ekki maður. Hún var bara að bíða eftir að þú tækir af skarið. AULI.
Halla Rut , 28.10.2007 kl. 13:59
Hvað skrifaði hún á handlegginn ?? Það skiptir máli.
Anna Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 14:03
Og tókstu laptoppinn með þér á dait? Hver er stórfurðulegur hér ég bara spyr.
Þú grerir útaf við mig.....
Halla Rut , 28.10.2007 kl. 14:22
Ææææiii þú yrðir nú svo sniðugur semi munkur. Smella þér úti í Papey bara kallinn. En einmitt eins og halla segir......tókstu með þér lappann...
Bara Steini, 28.10.2007 kl. 14:28
Arna.... ef allir væru eins og ég væri heimurinn frábær..
Halla...ÞAð getur vel verið að hún sé það... En í sannleika sagt er ég ekki viss.. ég hef lent áður í að konur daðri svona við mig og meini ekkert með því. ÉG TÓK LAPTOPIN MEÐ MÉR ÞVÍ ÉG HÉLT AÐ ÉG VÆRI AÐ HITTA VIN MINN .... en ekki að fara á deit..
STEINI ... ÉG ENDUR TEK ég tók LAPPAN ÞVÍ ÉG HÉLT AÐ ÉG VÆRI AÐ FARA AÐ HITTA VIN MINN.
Anna hún krassaði eitthvað handleggin sem hún kallaðir lotusblóm og rósir..
Brynjar Jóhannsson, 28.10.2007 kl. 14:44
úúúpppsss.... Ég fæ bara Caps á mig og allt....
Bara Steini, 28.10.2007 kl. 14:56
Af hverju heldur þú að kona (stelpa) biðji þig um að hitta sig? Veistu ekki neitt? Þú ert nú bara KRÚTT.
Halla Rut , 28.10.2007 kl. 15:10
ja ég myndi halda að hún myndi vilja hitta mig vegna þess að hún vilji tala við mig en ekki til að krota á handleggin á mér...
Brynjar Jóhannsson, 28.10.2007 kl. 15:18
LOL Ég hló svo mikið við lesturinn að ég fékk hlaupasting! Þú ert engum líkur!! ENGUM!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.10.2007 kl. 00:41
... þakka þér fyrir það..
ég tek því sem hrósi...
Brynjar Jóhannsson, 29.10.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.