óútreiknanlegur en samt innan skekjumarka..

Ég ákvað að klæða mig upp um leið og ég losnaði úr vinnunni dag. Setti gel í hárið og fór í eigulegustu jakkfötin mín. Það er ekki frásögum færandi en ég hafði ekki klætt mig upp í langan tíma.Mig langaði einfaldlega að gera dagamun. Mitt motto er að brjóta upp vanan með reglulegum millibilum og gera eitthvað algjörlega nýtt. Stundum sker ég ekki hár neinstaðar af líkama mínum svo vikum skiptir. Allt í einu tek ég upp á því að raka mig og hef ég enga hugmynd hvort ég raki skeggið af þegar ég er með rakvélina í hendinnni eða ekki. það kemur bara í ljós. Venjulega fer ég til rakara samdægus og ég ákveð það. Hef oftast enga hugmynd um hvernig eigi að klippa mig og læt rakarann oftast ráða. Í raun og veru er einni fasti pungturinn í mínu lífi vinnan mín jú og besta vinkona mín sem er að yfirfer sögu mína á föstudögum með mér. Allt annað er algjörlega óreglulegt og ófyrirsjáanlegt. Stundum fer ég jafnvel þrisvar sinnum í sturtu sama dag og oft líða margir dagar á milli. Eins og þið getið lesið á blogginu.. þá svaf ég nánast allan mánudaginn en er síðan glaðvakandi og hress núna í dag. Ekki veit hvað þessi lífstíll kallast hjá mér !

Pönkismi ,nýrómantík, hyppalíferni eða eitthvað annað !.. get ekki svarað því enn eitt er ljóst að ég er nautnasekkur fram í fingur góma sem nýtur lífsins fram í fingurgóma. Ég er sjálfstæðari en gengur og gerist og geri nákvæmlega það sem mér sýnist. Stend ekki á mínum skoðunum og segi oftast nákvæmlega hvað mér finnst enda er ég með eindæmum hreinskilin. Get ekki tekið neinu alvarlega og síst af öllu sjálfum mér.

Enn í dag klæddi ég mig upp í jakkaföt.

Hversvegna ?... einfaldlega því að mig langaði til þess.. Ekkert tilefni. engin gifting á sjálfum mér og engin átti afmæli. 

Á kaffihúsinu var aðeins tekið meira eftir mér en venjulega en ekki það mikið að fólk gapti úr sér augun. Ég hékk þar yfir skriftum svo klukkutímum skiptir við að púsla saman orðum og sötraði latte. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Eitt orð:

HVATVÍS

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.10.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

það er skilgreining.......... en fyrir mína parta passar ekki..............

Brynjar Jóhannsson, 24.10.2007 kl. 01:08

3 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.10.2007 kl. 01:17

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

jæja gott og vel...

Þú þekkir mig greinilega betur en ég sjálfur og þekkir mig betur en bestu vinir mínir gera.

Ekki ætla ég að deila við dómarann... 

Brynjar Jóhannsson, 24.10.2007 kl. 01:20

5 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Ég dæmi ekki heldur dreg ályktun út frá áralangri viðkynningu og sjálfslýsingunni í blogginu.

Eins og Jón Höskuldsson lífsspekingur, vinnuþjarkur, sauðfjárræktandi, kvikmyndaáhugamaður og hagyrðingur (svo fátt eitt sé nefnt !!! ) sagði svo eftirminnilega; "Enginn þekkir sjálfan sig".

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.10.2007 kl. 02:14

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jamm þú segir nokkuð...

fyrir mér er munurinn á ályktun og dómi svipað mikill og á kúki og skít.

Dómarar draga ályktanir og alhæfing ekki að dæma ?.... Að persónu gera manneskju með einni setningu "hvatvís" er fyrir mér það sama og segja að stafn sé skip..

Ekki ósvipað og myndi kalla þig það sem þú réttilega ert.....

ALHÆFINGARSAMUR.

voðalega er þessi Jón gáfaður að segja svona djúpa setningu sem ekkert vit er í.

Engin þekkir sjálfan sig.   Verr og miður en það meikar ekki einn einasta sens.. Ef þetta væri rétt þá þekkti engin sín takmörk og engin þekkti sitt eigið andlit í sepgli. Hvernig hann bregðist við ýmsustu aðstæðum.

Brynjar Jóhannsson, 24.10.2007 kl. 08:11

7 Smámynd: Anna Sigga

 Sæll Brynjar.... endrum og eins hef ég séð athugasemdir frá þér hér og þar og strax flaug mér sú fluga í höfuð að þú værir náskyldur mér, við værum systrabörn.  Við nánari myndskoðun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svo sé. (þó þú sérst ekki að gera glöggvi minni auðvelt fyrir með niðurlútu myndefni) Ég hafði þó fyrir nokkru athugað hvort þetta stæðist en ákvað að setja þá pælingu í bið þar sem myndin ein að ofan gef ekki tilefni til ályktanna. Hins vegar hefur þú og endurskoðun myndarinnar staðfest grun minn....  þú er systursonur móður minnar.

Anna Sigga, 24.10.2007 kl. 08:50

8 Smámynd: Halla Rut

Ég klæði mig upp alla daga.

Halla Rut , 24.10.2007 kl. 12:26

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sæll Gunnar frændi...

ja mér líkar nú betur við að vera titlaður bohemi fremur en hvatvís eins og æskuvinur minn Lárus fullyrðir og getur víst lesið úr úr lýsingu minni og fyrri kynnum. Fyrir mér er hvatvís sá sem framkvæmir áður en hann hugsar en nautnasekkur eins og ég hugsar nú oftast áður en hann framkvæmir. 

Sæl Anna frænka,

væntanlega frá Stóra Núpi.

Bóndadóttir og heimasæta. 

Að mér skuli ekki hafa dottið það í hug fyr að þú værir frænka mín fyrr en ég sé þig blogga hjá honu Gunnari er að sjálfsögðu ekkert annað en argasta hneisa.

Halla

Hvað áttu við með að klæða þig upp ?

Er það að klæðst í sínum hversdagslegu klæðum eða draga fam þína fínustu dragt ? 

Brynjar Jóhannsson, 24.10.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 185560

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband