Gríptu daginn og njóttu hans til hins ítrasta.

Þvílíkur og annar eins dagamismunur á mér. Eftir að lagt dauðþreittum líkamanum upp í rúm strax eftir vinnu klukkan 13.00 og sofið og fastar en lík til 17.30 , lagt mig síðan aftur klukkan 10,30 sem er óvenjusnefnt af næturuglu eins og mér, vakna ég stálslegin klukkan 5.30 í morgun. Eina dagsverkið sem ég gerði í gær var að fæða hvítu heimilstíkina mína (nýkeyptu þvottavélina mína) af órheinum fatalöfrum. Í morgun var mitt fyrsta verk  rífa þvottin aftur úr gini hennar og setja upp á snúru,  kjaftfyllta hana aftur að skítugum þvotti og setja hana í gang. klukkan var ekkert að flýta sér í morgun og þegar öllu þessu var lokið var klukkan enn þá um 6.30 og ég nennti ekki einhverju hangsi. Eftir litla umhugsun ákveð ég að fara í vinnuna svo morgunhress í bragði að það er tekið eftir því í vinnunni. það tekur venjulega tvo til þrjá tíma að flokka póstinum ofan í tösku en að þessu sinni var ég hraðari en manísk verksmiðjuvél og var búin að öllu langt fyrir klukkan níu. Síðasta bréfinu hendi ég í lúgu næstum því á slaginu 11.02 og held heim á leið.  Áður enn ég byrja að blogga þessi orð tek ég þvottin enn og aftur úr þvottatíkinni minni og fylli aftur. Klukkan er að verða 12. og framundan sannkallaður sæludagur sem ég kem til með að eyða við skriftir á kaffihúsum. 

Ég er svo alsæll með aðstoðarþrælin minn, hvítu þvottatíkina, að ég er alvarlega að spá í að kaupa aðstoðarvinkonu handa henni sem sér um að vaska upp fyrir mig. Eftir að ég lét gera við þessa elsku þá þrífur hún þvottin minn þegjandi og hljóðalaust og ólíkt menskum vinkonumkonum er hún algjörlega laus við leiðindi og tuð.  Ef af kaupum á uppvaskaþrælisins verður fær hún viðurnefnið uppvasksbeljan.Ekki mega vinkonunar vera karlmannslausar svo ég er einnig að spá í að fjárfesta í örbylju töffara sem heitir "Herra Heitur" en hans hlutverk verðu að sjá um matseldina.  

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að vinnutæki eru vinnuþrælar millistéttarinnar. Í stað þess að gera mér heimilshöld framtíðarinnar erfitt fyrir ætla ég að fjárfesta í brínustu nauðsinjum því ég hef betra við tíma minn að gera enn að eyða dýrðmætum tíma í tiltekt..

eigið góðar stundir...  

Bless í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þú virðst eiga alveg bráðskemmtileg heimilistæki, hvar versla þú svona tæki með þvílíkum persónutöfrum? Mig langar bara að forvitnast hjá þér, þú virðist endalaust vðað vera að troða í tíkina þína, ertu með svona stórt heimili, ertu með tiltektarbrálæði eða sóði?

Fjöryrkjakveðja Ingunn 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 23.10.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég keypti... þvotta tíkina í Elco og svo ég hljómi ekki eins og auglýsing fyrir það fyrtæki þá vil ég að það komi skýrt fram að ég glæddi persónutörfa þvottatíkarinnar fram sjálfur. Ég hef minstu hugmynd um hvar ég fjárfesti í verðandi uppþvottabelju eða hvort að þeim þrælakaupum einhvern tíman verður og hvort það verði af kaupum á "hjálpa örlbygjukokkinum" mínum herra heiti. Eitt er þó viss að mig langar samt í fleirri þjónustuhjálp í formi véla til að auðvelda mér heimilishaldið.

af konum og karlkynspempíum myndi ég tiltast sem sóði en ég titla mig sem sóða í uppreisn gegn sjálfum mér. Mér finnst tiltekt óhemju leiðinleg og hafa vinir og vandamenn hótað margsinnis að siga á mig "allt í drasli" liðinu á mig.  Ég stend reyndar fastur á því að ég sé ekki á sóðakvaleberi allt í drasli og leiðist það hrikalega  að besta vinkona mín notar þessa grílu á míg í tíma og ótíma. ÉG ER BARA ALVÖRU KARLMAÐUR Sem kallar ekki allt ömmu sína,,, nema ömmu sína.... í það minnsta ætla ég einhvern daginn að vera það snyrtilegur að ég væri vísari að taka snyrtipinna vinkonu mína í þrifnaðarkennslustund fremur en hún mig.  

Sannaðu bara til.  

Brynjar Jóhannsson, 23.10.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heyr heyr .. Gunnar ....

að væri heimilishjálp í lagi 

Ég held samt að ég þurfi ekki á slíkti aðstoðarkonu að halda

Ég veit samt hvað ég myndi kalla þess háttar ryksugu. 

SJÁLFVIRKI SORAKJAFTURINN


Brynjar Jóhannsson, 23.10.2007 kl. 20:52

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

 Þakka þér ábendinguna Gunnar...

Ég.. er búin að kvitta mitt álit og nafn á umræðunar....

Brynjar Jóhannsson, 23.10.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 185560

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband