Stefnumót í draumalandinu við stelpu sem ég er að vinna með

Bréfberavinna er akkorðsvinna. Ég fæ borgað frá 8-16 en ef ég er búin t.d klukkan 14.00 þá er vinnudegi lokið. Í dag lauk vinnunni klukkan 13.00 og þegar ég kom heim fór ég beinustu leið upp í rúm. Þegar ég hef orku fer ég iðulega á kaffihús til að skrifa en í þetta skipti ,sem og mörg önnur skipti, féll ég fyrir koddanum og sænginni og fer að sofa. Mig dreydi undarlega. Einhverra hluta vegna dreymir mig iðsnskólann og vinnustaðinn minn. Sérkennilegt er með arkitektur drauma hvernig þeir tvinna saman byggingum. Vinnan mín sem er við mýrargötu púslaðist óaðfinnanlega við Iðnskólan í Rvk. Ein af sætu stelpunnum í vinnunni minni var komin í Iðnskólan og ég var í einhverju riddarahlutverki, henni innan handar. Merkilegt nokk því ég er ekki einu sinni skotin í þessari dömu þó sæt sé. En svona eru draumar.. stórskríttnir.

Þegar ég vakna þá lýður mér eins og nýfrelsuðum manni. Klukkan er 17.30.  Ég fer og athuga hvernig Hvítu heimilstíkinni vegnar (þvottavélin mín). Ég dreg úr gini helvítis tíkarinnar allan þvottinn og fylli hana aftur af einhverjum fatalafraósóma.

Eftir situr vangavelta í hausnum á mér...

Jafn mikið og mér finnst dásamlegt að sofa þá skil ég ekki þessa þreitu mína.  Ég lagði mig nefnilega snemma í gær og átta mig því ekki almennilega á því að fílhraustur eins og ég þurfi á svona mikillri hvíld að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert bara búinn að hvíla þig of mikið! Farðu út að skokka addna

Heiða B. Heiðars, 22.10.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

piff...nei

skokka...

og trufla fyrir mér  værukærðina sem ég er í komin í kjölfar hvíldarinnar

Heldu nú síður... 

kemur ekki til greina.. 

Brynjar Jóhannsson, 22.10.2007 kl. 20:09

3 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Það var nú varla hundi út sigandi í þetta veður í dag, hvað þá að fara að skokka, þá hefði ég nú frekar breytt upp fyrir haus.

Ingunn Jóna Gísladóttir, 22.10.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú nokkuð Ingunn. Ætli þú hafir ekki þónokkuð til þíns máls að taka .Ég held nefnilega að ég sé veðurtengdur og ástæðan er að þegar þessar djúpu haustlægðir arka yfir landið þá er ég þreittari en venjulega. Ekki keina ég því nú er ég vaknaður og klukkan að verða hálf sex að morgni og ég hef allan tíman í heiminum núna til að plotta heims yfirráð áður en ég fer í vinnuna á eftir

Brynjar Jóhannsson, 23.10.2007 kl. 05:20

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég veit ekki hvað er eiginlega að mér.. ég ætlaði að segja ...ÞÚ SEGIR NOKKUÐ INGUNN... 

Brynjar Jóhannsson, 23.10.2007 kl. 05:21

6 Smámynd: halkatla

Draumar eru svo geggjaðir. Þegar ég bjó í RVK var mig alltaf að dreyma Nesk og núna er það einhver blanda, mig dreymir td mjög oft að ég labba uppá fjall einsog ekkert sé. Eða þá að ég fer í frí með ÖLLUM sem ég kannast við og þekki - það getur orðið heví rugl og vesen og ég vakna dauðþreytt eftir þannig drauma

en jámm, þessi þreyta er óskiljanleg næstum, það geta verið ýmsar skýringar á henni.

ég er líka sammála sjónvarpsfærslunni þinni, úff. Sjónvarpið er svo klikkað að ég er alveg hætt að horfa á þap, sérstaklega raunveruleikaþætti (nema antm)

halkatla, 24.10.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 185560

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband