Það hefur ALDREI VERIÐ LÝÐRÆÐI Á ÍSLANDI.

Það er ekki lýðræði á íslandi heldur flokks og fulltrúarræði. Ef raunverulegt lýðræði væri ríkjandi þá gæti ég valið um menn sem málsvara mína bæði í borgarstjórn og inni á alþingi en kysi ekki stjórnmálaflokk í heild sinni. Eins og með aðra íslendinga stendur mér það ekki til boða heldur verð ég að krossa við stjórnmálaflokk sem er mögulega ekki talsmaður minn nema að litlum hluta.

HVERNIG VIL ÉG AÐ HLUTUM SÉ HÁTTAР

Mín skoðun er sú að ég mætti kjósa mér t.d fimm fulltrúa inn á alþingi og þeir mættu þess vegna vera í hvaða stjórnmálaflokki sem er. Ísland væri gert að einu kjördæmi og hverjum flokki væri heimilt að bjóða fram 64 menn á landvísu sem fulltrúa sína.(út af því að það eru 64 alþingismenn). Hver stjórnmálaflokkur væri með prófkjör um hvernig röðum á lista væri. Ég mætti velja mína fulltrúa sjálfur algjörlega eftir mínum hentugleika og hið sama gildi um aðra. þá fyrst væri lýðræði/fulltrúarræði á Íslandi en ekki flokksræði. í kostningarbaráttu mættu menn ekki auglýsa sig persónulega heldur aðeins sjórnmálaflokkar sinn málstað en fólk mætti auglýsa í prófkjörum.. til að fyrirbyggja að þingsæti verði ekki keypt.

Ástæðan fyrir að mér þykir þessi tillaga mín hyggilegri kostur er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon eru mér að skapi og ég vil að þau séu fulltrúar mínir inni á alþingi.. Einnig þykir mér mikið til Þorgerðar Katrínu koma og lýst þokkalega á nokkra Sjálfstæðismenn. Staðreyndin er sú að ég gæti ekki kosið nema nokkrar af þessum manneskjum sem minn fullltrúa því þetta fólk tilheyrir ekki mínu kjördæmissvæði.

ANNAÐ JAFNVEL  ENN VERRA MÁL

Það er annað áhyggju efni varðandi politík.. en það er það sem ég kalla peniingaræði.. Þegar það kostar orðið næstum heila íbúð að vera í framboði fyrir sjálfstæðis flokkin og samfylkinguna finnst mér ansi hætt við því að sjóanarmið peningahyggjuaflanna ráði meiru en einstaklingsins. Mér fannst hið besta mál að hamla gegn auglýsingarherferðum flokkanna og þætti betra að að stuðlað væri frekar að málenfalegum umræðum um stjórnmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

nei Brylli ekki eins og viðskiljum það

Fríða Eyland, 18.10.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fríða .. áttu þá við að það sé ekki lýðræði á Íslandi eins og við skiljum það ?

Brynjar Jóhannsson, 18.10.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Fríða Eyland

Nei hverju ræður lýðurinn? reyndu bara að svara

Fríða Eyland, 18.10.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: Halla Rut

Góður hjá þér.

Ef einhver flokkur væri t.d. að eins fyrir fólkið eins t.d. vinstri flokkar eru þá styrkja fyrirtæki þá auðvitað ekki en flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur fyrir fyrirtækin og fá þeir mikla peninga til að auglýsa sig fyrir kostningar. Þetta er auðvitað mjög ósanngjarnt.

Halla Rut , 18.10.2007 kl. 22:29

5 Smámynd: Fríða Eyland

 Halla, Það þarf að stokka upp flokkakerfið fólk á að fá að velja milli manna ekki flokka, það er kominn tími á breytingar á tuttugustu og fyrstu öld, hvaða sanngirni er að framsókn er í lykilhlutverki í borgarstjórn.

Fríða Eyland, 18.10.2007 kl. 22:35

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fríða..  Eina sem lýðurinn ræður er hvað flokk við við viljum á þing... því er ekki lýðræði heldur flokksræði...

Ef við mættum velja okkur fullltrúa.. þá væri fulltrúarræði og er ég meira inni á þeirri línu að það sé nær lýðræði að við kjósum okkur fulltrúa en ekki flokk.

Ég vil ráða því hver sé minn fulltrúi inni á þingi frekar en flokkur... 

Brynjar Jóhannsson, 18.10.2007 kl. 22:42

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Halla.. eins og ég gat til.. þá er ég mjög hlintur því að hver flokkur fá takmarkað fjármagn til að auglýsa í sjónvörpum... ekki ólíkt og var í síðustu kostningum...

Auðvitað eru einhverjir vankanntar á þessari uppástungu minni en ég tela hana samt á margan hátt hreinna lýðræði en núverandi form.. Svo er það annað að vankannta má auðvitað laga og rétta af.. 

Brynjar Jóhannsson, 18.10.2007 kl. 22:45

8 identicon

Heill og sæll, Brynjar og aðrir skrifarar !

Brynjar ! Hver andskotinn er hlaupinn í þig; drengur ? Jóhanna - Ingibjörg Sólrún - Steingrímur J. og Þorgerður Katrín; allt sömu lýðskrumararnir, hvernig dettur þér í hug, að hossa þessu fólki ?

Mbk. / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 01:19

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Heill og sæll Óskar Helgi Helgason ...........

Mér dettur í hug að "hossa" þessu fólki fyrir verk þeirra..því mér finnst þú ekki hafa gert allt alsæmt af sér.....

hvaða fulltrúa myndir þú vilja sjá á þessum lista mínum Óskar ?

Mér fanst nú þessi nöfn sem ég nefndi þó skömminni skárri en listi orkuveitunar um vænlega kaupendur

Brynjar Jóhannsson, 19.10.2007 kl. 01:31

10 identicon

Ævinlega sæll, sem fyrr Brynjar !

Fjandinn hafi það, klaufaskapur minn....... að nefna ekki STRAX félaga mína, í þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins. Það eru kempur Brynjar, sem gætu skorið upp margann ósómann, hér á gömlu Ísafoldu; Brynjar minn.

Sjóhundar; eins og Guðjón Arnar - Magnús Þór og Grétar Mar, eru engar helvítis pempíur, þá taka þarf á málum.

Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 01:42

11 Smámynd: Fríða Eyland

Óskar eru eingar stelpur í Flokknum ? ef ég væri neydd til að velja einn þá er Guðjón besti kosturinn

Fríða Eyland, 19.10.2007 kl. 01:47

12 identicon

Djöfullinn sjálfur; Fríða mín, gleymi ég blessaða kvenfólkinu ! Jú, við gætum bæði hengt okkur upp á það. Afsakaðu; skammtímaminni mitt, ég man betur þjóðlegan fróðleik, frá miðöldum, sem síðari öldum, en flesta nútímaviðburði, Fríða mín. 

Vonum; að Brynjar,  og aðrir skrifarar sýni því þann skilning, sem þau mega, að nokkru. 

Mbk. / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 01:55

13 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

.... Óskar þú ferð hamförum í skrifum þínum og líkar mér það vel. Var nú ekki Guðjón samt öllu kjaftforari þegar hann var til sjós ?  Í það minnsta þóttu mér lýsingar Reynis Traustasonar ritstjóra DV ansi skondnar þegar hann lýsti því þegar Guðjón lét gaminn geysa með öllum skammaryrðum sem fyrirfinnast á íslensku á leið til Ísafjarðarhafnar á sínum tíma. kallinum varð víst það á í messunni að hafa hátalarakerfið í gangi svo að allur Ísafjörður heyrði hvað var Guðjóns og áhafnarinnar á milli.

Brynjar Jóhannsson, 19.10.2007 kl. 02:05

14 identicon

O; kallinn (Guðjón Arnar) gæti nú alveg, tekið upp fyrri háttu enn; Brynjar minn. Hann er nú ekki dauður úr öllum æðum; láttu þér ekki bregða, þó hvessti svo hressilega, frá honum; að hattkúfurinn á Reyni Traustasyni fyki út allt Djúpið, léti Guðjón í sér hvína, að nokkru.

Með ítrekuðum kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 02:47

15 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

pólitík er klíka sama hvað klæðum eða formi hún dulbýr sig í......ef maður velur að trúa einhverju öðru er eins gott að skrá sig út úr samfélaginu og inn í ÚTÓPÍU  sem annars ku vera ágætis staður ......

Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.10.2007 kl. 05:51

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Áhugavert... læt næga innlitskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.10.2007 kl. 06:59

17 identicon

já, heir, heir mikið er ég sammála þér Brynjar, þessu er ég einmitt að  bíða eftir og bíð og bíð og bíð....  Að geta kosið mína menn á Alþingi, ekki heilu flokkana, þar sem misjafn er sauðurinn og allt það. En ef þú vilt þá get ég bent þér á einn ágætan flokk sem vert er að kíkja á, svona á meðan ástandið er svona

alva (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:36

18 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

hæstvirtur Lárus Guðmundsson, fyrverandi fótboltahetja og sveitsungi minn úr Hafnarfirði. Núverandi glerlistamaður og lífskúnster.  

... þú segir að politík sé klíka ! ...er ekki klíka þá sama og pollitískur stjórnarflokkur í þínum huga ? Meðan það er flokksræði en ekki fulltrúarræði hér á landi sem og annarstaðar.. segir sig sjálft að klíkur frekar myndist hér lendis sem og annarstaðar en ef við mættum ráða um hverjir séu fulltrúar okkar inni á alþingi.

já þakka þér fyrir innlits kvittið Gunnar minn... Þú ert alltaf sami öðlingurinn...

Heyr heyr... alva.... Ég er þá ekki einn á reki um þessa skoðun mína...

Bíddu... hvaða flokk ertu að tala um ? .. Auða og ógilda ? .. fyrir mér eru auðir og ógildir, ósýnilegi ráðherrann í sjórnarmeirihlutanum hver sem hann er og verður...  

Takk fyrir innlitið krúttin mín.. þið eruð frábær..

Brynjar Jóhannsson, 19.10.2007 kl. 14:27

19 identicon

Þetta er góður punktur hjá þér, sérstaklega með peningadæmið.. þó svo ég sé ekki alveg sammála með hvaða einstaklingar séu mér að skapi.. nema Steingrímur.. mér líkar hann.

Dexxa (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 12:12

20 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

já þú segir nokkuð Dexa... Steingrímur er reyndar einn af mínum uppáhalds stjórmmálamönnum.. en hinir eru meira dæmi um fólk..sem mér finnst bara standa sig.. Ég held að það sé mjög gott fólk í öllum flokkum.

Brynjar Jóhannsson, 21.10.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Brynjar Jóhannsson

Höfundur

Brynjar Jóhannsson
Brynjar Jóhannsson
Ég heiti Brynjar jóhannsson og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu sem heitir Martraðaprinsinn og er það útgáfufélagið Sarasvati sem gefur mig út.

Tónlist

www.brylli.com

Heimasíðan MÍN..


Tónlistarspilari

- Antymedro- sexual-lokamix

Nýjustu myndböndin

Gróa á Leyti

Kúrekinn

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ahaugurnytt
  • DSC_0040
  • Pjakkurinn
  • n556750566 5295516 7415
  • 2cats_543477

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband